mánudagur, 18. maí 2009

Eurovison helgi að baki :)


Jæja kæra fjölskylda :)
Í dag er enginn annar en 18.maí!
í dag á Dóra vinkona mín líka afmæli :)
Til hamingju með það elskuleg!**
Í dag eru ekki nema 10 dagar í að ég ætla að segja upp í vinnunni minni...
ómægot..
Helgin var hinsvegar góð :) þetta var vinnuhelgin mín.. en stutt vinnuhelgi þó ;)
Fórum á laugardaginn í júróvisjón partý til Snædísar :)
Það var mikið og margt fólk og ber þá helst að nefna:
Snædís sjálf, ég, Hansi, Villi, Svava, Davíð, Begga systir Davíðs, Jói, Linus bekkjarbróðir Hansa og Kajsa kærastan hans, Stefán Svan og Dagbjört :)
Jamm við vorum mörg samankomin...
En áður en við hittumst öll þá borðuðum við Hansi með Snædísi.. fórum á Kenya sem er sjúklega góður pizzastaður og pöntuðum eina kebab pizzu og eina með pepp og ananas og svo auðvitað chilli og hvítlauk yfir allt :) naaaahamm...
Vorum með rauðvínspott í boði fyrir þann sem myndi kjósa rétt hver ynni.. jahh... við Hansi vorum nú ekki mjöög nálægt því! En ég vil meina að Úkraína hafi átt að vinna þetta!
Nei alls ekki :) Ég var langhrifnust af Norska laginu.. fannst það æðislegt.. fannst bara ekki miklar líkur að það myndi vinna... og hvað þá VIÐ! Okkar hataða Ísland að lenda í 2 sæti??
Sjitt maður spenningurinn sem kom þegar ég sá að við rokkuðum frá 2-3 sætinu..
Ómælord.. þetta tók á taugarnar :) en var rooosalega gaman og mikið var fagnað þegar Ísland fékk stig.. ekki nógu gaman fyrir Kajsu og Linus.. þau eru sænsk og Svíþjóð var alveg að mygla þarna.
Annars, þá er eiinstaklega stutt vika framundan... við erum að tala um að ég er að vinna í dag frá 13:30-19:00.. sem er bara alltílæg.. en svo er ég eins furðulegt og það hljómar í fríi á morgun.. á þriðjudegi.. svo er ég að vinna frá 9:45-15:15 á miðvikudaginn, svo er frí aftur á fimmtudaginn.. bara afþví það er lokað í Magasin* .. það er einhver merkilegur dagur .. himmelfartsdag eða eitthvað álíka! Svo er ég að vinna á föstudaginn frá 9:45-15:15 og svo er ég í fríi alla helgina :) úfff... ekki leiðinleg þessi vika! neiiiiheii...

Við Hansi tókum sunnudagasmorgungöngutúr í gær :) Röltum í hálftíma til að finna Fakta verslun sem við höfum aldrei farið í áður :) Fakta átti nefnilega afmæli í gær.. og var 2lítra Coca Cola takk fyrir á 14 dkk með panti! svo við vorum ekki lengi að kippa tveimur með okkur! Kókin kostar venjulega 23 krónur minnir mig.. 1 og hálfur líter.. og það er bara rán.. svo við leyfum okkur aldrei að kaupa venjulega kók... drekkum alltaf bara svona búðar gos :)

Jamm og já!
Styttist óðum í að Ingunn vinkona mín fari að koma litla prinsinum sínum í heiminn :)
Og svo fékk Dóra að vita að hún er með lítill prakkarastrák líka :) svo það er allt að gerast!

Ég bakaði þessa fínu köku í gær súkkulaðikaka með súkkulaðiglassúr :) hún var voða fín :)
Hendi nokkrum myndum inn :) Þangað til næst;*
Knús og kossar**







Saga **

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara bloggað og bloggað núna :O) - hvað ertu að fara að gera aftur í júní?? segir þú upp í lok maí og átt að vinna þá út júní?? - usss, eva svaf hjá okkur um helgina.. .. mesta krúttið en vaknaði 6 sinnum um nóttina.. .. mikil gleði á okkar bæ :o) hlökkum til að sjá þig eftir minna en 2 mán :O)
luv
bryn

Saga** sagði...

Jájá..
Er að reyna að gleyma mér ekki í blogginu :)
Ég segi upp í næstu viku.. og vinn svo út allan júní já... helst bara til 30.. eða 1.júlí eða eitthvað :)
Hahha.. hún er greinilega lík bróðir sínum :) man þegar ég passaði hann einu sinni og hann vaknaði örugglega svona 4 sinnum um nóttina....
Jamm.. það styttist alltaf meira og meira í að ég láti sjá mig aftur :)
Hlakka til að sjá ykkur líka.. knústu litlu krílin frá mér;**

Saga

Nafnlaus sagði...

Greinilega mikið fjör um helgina hjá ykkur eins og okkur....en Saga mín það er uppstigningadagur á fimmtudaginn bara svo þú vitir það...héðan er allt gott að frétta frábært veður úti og allir í góðu skapi...
knúskveðjur Arna

Nafnlaus sagði...

Hæ ástin mín,

Langt síðan ég hef heyrt í þér og Hansa. Hef verið latur að kveikja á tölvunni á kvöldin. Pabbi verður að vinna þegar þið verðið öll familien úti í Danmörku. Hansi fær sér bara einn kaldan fyrir mig í staðinn. Ertu búinn að ákveða að vera heima næsta haust? Elska þig og sendi þér smá gæsahúð í lokin

http://www.youtube.com/watch?v=TSmVG5IyPes

love
Pabbs

Saga** sagði...

Hæ pabbi..

Mikið er ég glöð að heyra loksins í þér! Ég hélt bara að þú værir búin að afskrifa síðuna mína ;)
Jamm.. Hansi fær sér bókað einn kaldan fyrir þig í sumar :)

En nei.. hef enn ekki ákveðið mig =/ þetta er enn svo erfitt eitthvað.. en þetta kemur alltí ljós!

Elska þig líka pabbi minn og VÁÁ hvað þeir eru góðir!! :)

Saga

Anna sagði...

Nú er ég að kvitta everywhere:):):) Eva og Aron greinilega að fara á kostum í svefninum......þessi yndi:)
Þessi kók saga var algjör snilld....dúllurnar.....kaupa bara búðarkók. Ánægð með ykkur:)

knús, Anna Gunna