Morguninn byrjaði á því að ég vaknaði við að Hansi stóð upp til að kíkja á klukkuna... klukkan var 7!!! þá emjaði ég eitthvað og sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá mér í draumnum mínum.. heheh :) ég veit enn ekki hvað var svona mikið að gera.......
Fór í leikfimi í gær og var mér tilkynnt að leikfimiskortið mitt hafi verið fundið (var sem sagt búin að týna því) og því hefði verið skilað í hina Sats stöðina.. þannig ég fer þangað í dag að ná í kortið :) vúbbíí...
Við Hansi fórum að versla í gær í matinn... keyptum allar helstu nauðsynjar.. bjuggum okkur svo til pítu og heimagerðar franskar í matinn :) það var virkilega gott.
Ég talaði svo við Sjöbbu og Sögu frænku á skype í gær :) ekkert smá gaman að heyra loksins í þeim mæðgum! Og svo heyrði ég í mammsí minni líka :)
Á þriðjudaginn voru semi finals í Eurovision og buðum við Hansi nokkrum krökkum til okkar að horfa.. og ég verð bara að segja að ég var svo stoltur Íslendingur þegar fáninn okkar birtist í endann! Sjitt hvað það var gaman :) Get heldur ekki neitað fyrir það að hafa verið stolt af Jóhönnu ;) hún stóð sig svakalega vel...
Í kvöld er svo semi finals 2.. Danmörk er að keppa.. spurning hvort maður eigi að horfa á það eitthvað... ég hlakka bara svo til laugardagsins.. þá verður Snædís vinkona með partý og allir mæta hressir og kátir þangað :) júhúú...
Það fer að styttast og styttast í að ég segji upp í vinnunni.. er komin með soldið í mallakútinn :) Vonandi á það bara eftir að ganga vel...
Í dag er Dóra, ein af bestu vinkonum mínum komin 20 vikur á leið :) og eru hún og Viktor kærastinn hennar að fara í sónar og fá að vita hvort þetta er stelpa eða strákur!! :) Sjitt ég er svo spennt fyrir þeirra hönd.. hlakka svo til að heyra... Svo eru 22 dagar í að Ingunn mín á að eiga litla prinsinn sinn.. hann kemur samt örugglega eitthvað fyrr.. .. held ég!
Óli Geir bróðir hans Hansa kemur 28. júní... hlökkum ekkert smá til að fá hann til okkar.. :) og svo koma mamma og öll systkini mín til okkar 2. júlí og verða hjá okkur í viku!! Sjitt ég er svo spennt að fá þau til mín :) Við Hansi erum búin að skipuleggja hitt og þetta sem við ætlum að gera með öllum gestunum okkar! Síðan á ég pantað flug heim til Íslands þann 9.júlí :) með mömmu og krökkunum........ svo mér datt í hug.. ef einhverjum vantar pössunarpíu.. þá er hún mætt.. :) Bara svona.. ef einhverjir af krökkunum eru í fríi í leikskólanum og þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við þau.. þá skal ég bara eiga þau ;)! haha...
Annars er engin sól í dag... ekki kalt samt :) bara fínt veður! Hansi fer á æfingu í kvöld.. og ég er að pæla að fara líka í kvöld.. í staðinn fyrir í dag :)
Á ekkert mikið af nýjum myndun eins og er.. en ætla að henda nokkrum gömlum hérna inn.. sem ég setti inná facebookið mitt.. og eru búnar að vekja mikla lukku :)
Nýja uppáhaldslagið mitt er Halo með Beyonce Knowles.. fæ þvílíka gæsahúð af því!! :)
**Baby I can see your Halo**..
P.s.. Anna frænka mín á afmæli á morgun.. og þar sem ég blogga ekki á morgun þá vil ég bara óska þér til hamingju með afmælið yndislegust;** og Lísa María systir hans Hansa á afmæli líka á morgun!! Til hamingju Lísa mín;**
Annars.. þá er þetta komið gott.. ég er að vinna alla helgina.. svo vúbbí fyrir því!!
Sjáumst**
Shaggy;**
6 ummæli:
LOKSINS.. .. var alveg að fara að heimta blogg :O) krútti myndir.. .. gamlar og góðar :o) frábært að heyra með fjölskylduferðina til þín, verður ljúft hjá ykkur.
Svo er náttúrulega Arnarstapi í lok júlí ef þið komist.. uss hvað það er stutt í þetta.. .. njótið lífsins
luv
bryn
Count me in on Arnarstapi allavega! ;)
Jei, ég fæ eina Sögu í afmælisgjöf :)
At last....alltaf gaman að lesa bloggið þitt Saga mín...það verður sko fun á laugardag hjá ykkur svo mikið er víst hér er allt á suðupunkti og allir á leiðinni í Evróvision partý....
Það verður þvílíkt stuð í sumar hjá ykkur...þetta er að bresta á því tíminn flýgur áfram....
Lovjú Arna
LITLA KRÚTTIÐ ÞITT!!:) hlakka svoo til að sjá þig í sumar!:))))
ég var alveg viss um að sá litli ætlaði að láta sjá sig í nótt, var tilbúin með töskurnar og allt en allt kom til ekki og hann hætti við. í staðinn fæddist hins vegar frændi í Árósum. hefði verið fyndið ef þeir hefðu verið svona samtaka í þessu frændurnir:)
góða skemmtun í kvöld, love you! kv.ingunn lara
Þú mátt sko fá ÖLL börnin lánuð í júlí og ert hér með pöntuð....hahaha:)
Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku Saga sæta (ein soldið sein). Æi þú ert svo hugulsöm og mikil dúlla.
Það verður æði í Steinsen family feðr í sumar....erum að fara núna á Flúðir, svo aftur í lok júní og svo Arnarstapinn.
Steinsenið stendur sig í ferðunum og alltaf jafn gaman:)
love you sæta,
Anna Gunna
Skrifa ummæli