sunnudagur, 28. júní 2009

veika stelpan*

Hæ allir saman,

Nú styttist í að ég hætti í vinnunni.. á ekki nema 2 vinnu daga eftir.. og þá er það bara að finna vinnu fyrir haustið með náminu mínu :) Er að fara í fjarnám í kennaranum, þetta er kennsla á börnum á grunnskólaaldrinum :) Er orðin dáldið spennt verð ég að segja!*

Í dag er ég veik hinsvegar... já er alveg drulluslöpp! Hausinn, hálsinn og nefið.. vil helst samt ekkert vera að kvarta.. það er YNDISLEGT veður hérna.. og er búið að vera bara alla síðustu viku.. á meira segja að vera alla þessa viku líka :) Sem er ekki leiðinlegt þar sem Óli Geir kemur til okkar í dag..
Hansi minn er í Álaborg núna.. fastur þar að bíða eftir bróðir sínum.. var nefnilega 2 tíma seinkun á fluginu..... verð að segja það núna.. helv. Iceland Express.. alltaf seinkun á flugunum hjá þeim! bregst ekki!

Í gær gisti Sölvi hjá okkur.. og við grilluðum saman líka :) horfðum svo á Leathal Weapon ! Hún var dáldið fyndin... allaveganna hló hansi mikið yfir henni.. :)
Eins og örugglega allir vita núna.. þá náði Hansi minn 1 árinu í skólanum! Hann er algjör snillingur hann maðurinn minn.. get ég sagt ykkur! ;) haha..
Hann fær mjög líklega einkunn svo á morgun.. smá stress hjá mínum manni.. en það verður ekki lengi ;)

Í dag eru 25° úti.. það er orðið þannig á næturnar að við getum ekki sofið.. jú eða við sofnum.. en þá er það þannig að við sofnum ekki með sæng og við erum í svitabaði alla nóttina.. mér finnst best að klessa mér upp við vegginn og finna kuldan svoleiðis!þetta er bara ekki hægt! það á að vera hátt uppí 30° í vikunni.. vona að þetta haldið áfram að vera svona gott fyrir mömmu og co :)

Fjölskyldan mín er búin að vera í Miðhúsaskógi alla helgina.. hefði sko alveg verið til í það.. sakna þeirra rosa mikið :) en ég kem heim eftir.. 11 daga !
Svo það styttist alltaf meira og meira :)
Ég hef annars ekkert mikið meira að segja..
Svava og Davíð fluttu í síðustu viku.. og eru búin að koma sér voðalega vel fyrir í Kaupmannnahöfn núna ;)

Fajhitas i kvöld! vúbbíí... þangað til næst!!**

sunnudagur, 21. júní 2009

Hæææ allir :)



Sorry hvað ég er búin að vera GLÖTUÐ að blogga :) hehe..
Bara haft rosa lítinn tíma eiginlega.. og gleymt því líka! :)

Annars er búið að vera rosa gaman hjá okkur í síðustu viku.. eða gaman og ekki gaman :)
Á mánudaginn.. fékk ég svar frá Iðnskólanum.. þið eruð örugglega flest búin að heyra það.. en ég komst semsagt ekki inn í gullsmíðina þar. Var mjög leið .. en síðan þýddi það bara ekkert :) Á svo góðan kærasta sem getur alltaf látið mér líða svo vel :)**

Í vinnunni lenti ég í því að það kom hópur Íslendinga sem var að leita af stað þar sem hægt væri að kaupa gjafapappír, ég benti þeim þá á nokkra staði.. en endaði svo bara á því að gefa þeim gjafapappír frá mér :) Rosa flottur svartur glansgjafapappír og hvítur borði með :).. Þegar ég var búin að gefa honum/þeim þetta þá stoppaði hann mig og sagði ''Heyrðu gæskan, mig langar að bjóða þér á sýningu í kvöld eða á morgun. Þá sagði ég honum að ég væri nú þegar að fara á sýningu í kvöld.. en þakkaði honum nú samt sem áður fyrir fallegt boð, þá spurði hann hvort ég væri að fara á Woyzeck og svaraði honum þá játandi.. þá langaði honum endilega að bjóða mér uppá drykk um kvöldið! hehe ég þáði það, þakkkaði fyrir mig og kvaddi þau :) Ég komst síðan seinna að því að maðurinn sem talaði við mig heitir Gísli Örn og er sjálfur leikstjórinn á syningunni :) hehe.. Á mánudagskvöldið fórum við semsagt svo á Woyzeck :) Ingvar E Sigurðsson aðalleikarinn er náskyldur frændi hans Davíðs svo við fengum öll fjögur miða! :) Rosalega skemmtilegt leikrit.. eitt það besta sem ég hef séð.. eftir leikritið fórum við svo í eftirpartý ásamt öllum leikurunum úr sýningunni :) Og má þar helst nefna Ólaf Darra snillling.. og Nínu Björk.. margir ættu nú að kannast við hana :)
Eftir eftirpartýið fórum við svo niður í bæ þar sem sest var inná 1-2 staði og fengið sér nokkra bjóra. Þau voru síðan öll til að verða 4 held eg niðri í bæ :)

Á Miðvikudeginum var síðan 17. júní! Ekki það að ég hafi eitthvað tekið eftir því.. en það byrjaði reyndar útsala hjá okkur í Magasin þá. Þannig það var ágætlega mikið að gera og svona :) Við Hansi fengum okkur góðan kvöldmat og svona í tilefni þess að það var 17! :)

Á fimmtudeginum var bara rólegheit minnir mig.. var að vinna allaveganna til 19:00 og svona.. Á föstudeginum var eg svo bara að vinna til 15:15, Við Hansi keyptum okkur router, til að geta verið með þráðlaust net.. og er það bara algjör snilld :) við forum líka upp í Bilka og versluðum örlítið þar.. :) Um kvöldið fór ég svo til Svövu Marín .. og Dóra Björk kom líka.. vorum bara að tjilla og spjalla saman og svona.. :) mjög gaman!

Í gær var svo svona hálfgert kveðjupartý hjá Svövu og Davíð, við Hansi mættum þangað ásamt Dóru Björk og Sölva líka...
Það var rosa fínt þar þangað til svona síðasta 1 og hálfa klukkutímann.. þá var mér farið að leiðast hryllilega mikið og fannst leiðinlegt :) hehe.. svo við Hansi fórum bara heim og hentum vídeo í tækið og sofnuðum yfir því :)*

Í gær útskrifaðist líka Sjöfn frænka mín :) til hamingju aftur dúllan mín;* veislan var haldin heima og svona... vona að allt hafi gangið vel :)

Í morgun vöknuðum við 11.. og fórum svo eiginlega bara fljótlega eftir það út, fórum niður á strönd.. það var skooo helllingur af fólki þar :) en aðallega af því það er sýning í gangi sem heitir Sculpture by the sea :) dáldið skrítin.. en alveg flott samt :) Við tönuðum og tönuðum í allan dag.. og erum alveg brennd og fín :) sérstaklega hann Hansi minn.. fékk góðan lit! ;)
Í kvöld ætlar Hansi bara að læra.. hann ætlar að klára bókina sína.. sem hann a að skila á föstudaginn í næstu viku :) eða þessari viku! hehe..
Ég ætla bara að taka því rólega.. dúlla mér í bókinni minni og svona :)
Óli Geir kemur til okkar á sunnudaginn næsta! við hlökkum ekkert sma til að fá hann :)! Og hann verður alveg hérna.. þangað til 14.júlí :) Mamma og þau koma svo 2.júlí... :)

Þetta er síðasta heila vikan mín í vinnunni... svo þarf eg bara að nota tímann og finna nýja vinnu fyrir haustið hehe :) úff vona að það gangi allt vel! Gleymdi líka að segja eitt.. var að kaupa mér geðveikar buxur!.. Coral litaðar afabuxur heita þær:D haha.. set kannski mynd af þeim!

Jæja.. vikan verður örugglega fljót að líða eins og allar aðrar hinar :) hlakka til að fara heim og knúsa Benna!!**
En ég hlakka líka til að koma heim og hitta ykkur öll ** hey hvenær er þarna steinsen ferðin? var það í lok julí? og hvað heitir aftur staðurinn? búin að steingleyma því!! :)

NÓG AF MYNDUM :)



sætastur :) með nýju sólgleraugun!


Nýju buxurnar mínar!! :)


Ég :)

Hansi með skrítinn svip haha! :)
Ég í sólinni :)


Í sólinni


Sæl í sólinni :)


Nýja flotta hjólið mitt :)


Sætii :)

Eina sjálfsmynd :)


sæti :)


Hansi sæti í nýja bolnum og buxunum :)


sætastur :)

:)**

Knús og kossar**
SAGA*

fimmtudagur, 11. júní 2009

10.06.2009

* * Prins Ingólfsson* *


Í gær þann 10. júní kl: 10:50 kom þessi gullfallegi litli prins í heiminn. Hann var þá búin að vera í maganum á mömmu sinni einum degi lengur en hann átti að vera :) Átti semsagt að fæðast þann 9.júní. Svo duglegur að koma svona tímanlega! Þessi fallegi engill mældist um 18 merkur og 53 cm :) Svo hann var stór og flottur strákur!

Ég er svo stolt af Ingunni minni að hafa búið til og komið þessum fallega fallega prins í heiminn :) Manni langar bara að EIGA hann;** Rétt í þessu var ég svo að tala við hann (litla prins) á Skype :) og var hann bara glaðvakandi! Ingunn mín svo falleg og lítur sko EKKI út fyrir að hafa verið að eiga barn :) :)

Langaði bara aðeins að blogga og sýna ykkur fjölskyldunni minni þennan gullfallega strák :) og segja þér Ingunn mín ef þú lest þetta hvað ég er ótrúlega stolt af þér!! :) Þú ert algjör hetja:)
Lovjú;**


Fallegasti prinsinn :)

Fallega fjölskyldan!!**

Anna sætasta með músina :)


p.s :) Langaði líka að óska Andreu minni til hamingju með daginn á mánudaginn :) ** kossar og knúsar frá Sögu frænku í útlöndum :D!!

sunnudagur, 7. júní 2009

Hæhó :)


Þá er komið að kvöldi 7. júní árið 2009.
Jáh, síðustu dagar hafa gengið ágætlega get ég sagt ykkur :)
Jájájá.. þann 31. maí sem var sunnudagur var ár síðan ég útskrifaðist úr MS :) fannst það persónulega dáldið skemmtilegt.. og einnig þar sem elsku besta amma Erna mín átti afmæli :) ennþá svo kornung þessi elska;**

Þann 1. júní átti ég að vera að vinna í Magasin.. en þar þetta var annar í hvítasunnu þá var lokað allstaðar og í öllum búðum :) svo ég fékk laun fyrir að vera í fríi...!!
2. júní átti litli sæti frændi minn hann Aron afmæli :) jááhh.. strákurinn orðin 3 ára gamll!! :) það er sko ekkert annað!! Til hamingju dúllan mín með það;*!
Síðasta föstudag eða þann 5. júní þá var Þjóðahátíðardagur Dana.. (ekki það að við höfum eitthvað tekið eftir því.. þar sem það var EKKERT haldið uppá það) .. og frí var í flestum búðum :) ég var í fríi og á launum :) Vúbbí..
Hansi minn duglegi og sæti fór í kritik.. og gekk honum svona ÓTRÚLEGA vel.. þetta var lokaverkefnið hans og ekkert smá verkefni get ég sagt ykkur ;) set nokkrar myndir inn af því :) Hann fékk semsagt bestu kritik sem hann hefur fengið fyrir verkefni.. ekki leiðinlegt að fá það fyrir lokaverkefnið sitt :).. Ég var smá dugleg og hjálpaði honum að líma allskonar myndir á pappa og svona.. og gera ready fyrir sjálfa kritikina :)

Við héldum uppá kritikarlok með því að kaupa Ribs frá Jensens Bofhus.. og gvuð minn góður hvað það var vont... enduðum á því að henda því og skelltum okkur í staðinn útá Charlie's og keyptum okkur geðveikar beyglur með öllu tilheyrandi :) mmmmmmmmm* það var svo gott!
Eftir beygluátið fórum við svo til Svövu og Davíðs.. og spiluðum og tjilluðum þar :)

Á laugardagsmorgninum fórum við að versla.. jáá það voru ábyggilega 2 vikur síðan við versluðum almennilega þar sem Hansi var búin að vera alltaf svo upptekinn í skólanum! Andri frændi átti líka afmæli í dag :) veit hann skoðar ekki bloggið mitt en til hamingju með Andra.. Arna frænka :D og til hamingju með daginn Andri;**
Ég fór síðan í ræktina bara.. og svo spisuðum við ekki mikið.. Hansi fékk sér franska pylsu og ég fékk mér epli!.... var ekkert svöng!
Við fórum útá Klostertorv og horfðum á Danmörk - Svíþjóð leikinn á risa skjá! Leikurinn endaði 1-0 fyrir Danmörku.. fjúff.. sem betur fer segi ég nú bara.. þar sem voru margir TRYLLTIR áhorfendur á svæðinu.... :)

Eftir leikinn fórum við svo barasta heim til okkar og spiluðum tryllt pictionary spil :) ótrúlega spennandi og skemmtilegt.. við Svava rústuðum þessu............ næstum því!

Í morgun vöknuðum við sko ekki snemma.. jú eða ég vaknaði reyndar fyrst kl: 5:25 að drepast úr þorsta.. og svo blótaði Hansi reyndar allsvakalega uppúr svefni :) haha! ég hélt fyrst án gríns að hann væri að tala við mig.... sagði minnir mig: Djöfulsins, helvítis, anskotans.. djöfulsins! og svo ekkert meir! :D hahaha...
ég starði bara á hann ...... og sofnaði svoo.. vorum vöknuð um 12, ég bakaði slatta af pönnsum og Snæja pæja kom í pönnsur til okkar :).. eftir það fórum við svo að rölta um í bænum.. og röltum uppí bruuns.. þar sem svava og davíð kíktu svo stuttu seinna.. og við enduðum á að kaupa þessa svaka flottu nautasteik sem við grilluðum svo í kvöld :)

Svava og Davíð komu til okkar og við grilluðum saman :)  eftir grillið var svo spiluð sjöa! og svo fóru þau heim.. og Hansi minn er að læra núna :) ekki uppí skóla reyndar! hann er bara hérna heima hjá mér ;)
En nú er klukkan orðin margt.. ég er orðin þreytt og á að mæta snemma í vinnuna á morgun :)

Þangað til næst!!

Fyrsti hluti lokaverkefnis

Lokaverkefni, klettahúsið.

Þarna sjáiði hvernig húsið yrði :)

Inni í húsinu :)

Fyrsti hluti lokaverkefnis.

Lokaverkefni, Klettahúsið.

SAGA**

fimmtudagur, 28. maí 2009

28.05.2009

...Jæja! það hlaut að koma að því!
Var vöknuð kl:9 í morgun.. eða 7 á ykkar íslenska tíma ;) Fór í sturtu, fékk mér að borða og beið svo eftir að Hansi kom heim :) Síðan héldum við af stað uppí ráðhús þar sem við réttum af hendi okkur pappíra og fengum svo: I er gift! Tillykke!
Jaaaháá....... hahah svo við erum gift takk fyrir bless!! :D

Já, annars enginn heljarinnar gifting get ég sagt ykkur! ekkert til að segja til hamingju við eða spyrja hvenær veisla verður.. því það verður ekkert svoleiðis! Þetta var einungis til að létt undir skattaborgunum hjá mér. Það er semsagt þannig að ef við erum gift, þá get ég notað hluta af skattkortinu hans Hansa. En enungis ef við erum gift, svo nú erum við gift! haha

Skattkortið mitt eða frikortið mitt eins og það heitir .. það er að klárast núna..svo ég þarf að borga skatt fyrir þennan mánuð :( .. en í næsta mánuði.. mínum síðasta eða næst síðasta launamánuði ætti það að coverast!

Já....... eftir giftinguna (hahahha) fór ég svo upp í Magasin.. hringdi í yfirmanninn minn hana Sussi og spurði hvort við gætum ekki talað saman. Hún kom svo niður eftir litlar 5-10 mín, og ég spurði hana þá hvort við gætum ekki sest einhversstaðar niður tvær og spjallað aðeins saman. Þá var hún ekki lengi að segja bara.. skal du til Island?? og ég sagði henni þá bara að ég vildi setjast niður og spjalla.. og þá fékk ég bara.. nej,Saga.. æjhh.. skal du det?Þá þurfti ég að grípa til minnar örþrifaráða og hreytti því í hana að ég væri nýgift!!!!!! haha.. hún ljómaði þá öll í framan.. en þá útskýrði ég fyrir henni afhverju og svona.. bara svona til að tala um eitthvað annað meðan við löbbuðum upp til að tala saman.

Þegar við vorum svo komnar upp.. sagði ég henni það bara strax, að ég væri komin með flug heim þann.. 9. júlí, svo ég þyrfti að hætta hérna 1. júlí. Æj, ef ég á að vera hreinskilin fékk hún smá tár í augun.. af því ég gerði þetta óvart dáldið dramatískt! Sagði henni náttúrulega að ég vissi engan veginn hvað ég ætlaði mér að gera i haust.. og ég væri enn að bíða eftir svari frá skólanum og svona.. svo ég væri ekkert viss hvort ég kæmi aftur út í haust! Þetta yrði bara allt að koma í ljós.. svo sagði ég líka að ástæðan fyrir því að ég væri að hætta, væri ekki sú að mig langaði það.. heldur að ég neyddist til þess.. og þá var hún voða leið.. og eitthvað..
En hún sagði þó að ef ég kæmi aftur í haust.. og vantaði jafnvel bara helgarvinnu eða eitthvað með skóla.. þá gæti ég komið og tala við hana ;) sem var rosa gott að heyra!

En já... svona var þetta nú.. þetta var erfitt.. skal alveg viðurkenna það! en þetta gekk.. svo fannstmér líka soldið erfitt að segja Marianne þetta.. sem er yndislega konan sem vinnur með mér alla daga í ilmvatnsdeildinni.. hún var líka svo leið þegar ég sagði henni það.. sagðist koma til með að sakna mín! Sem ég á auðvitað eftir að gera líka!
En svona er það nú.... einum þungum poka hefur verið lyft af.......

Þá er það bara restin..... haustið!
En þangað til .. ætla ég bara að njóta síðasta mánaðarins í Magasin .. :)

Er að vinna alla helgina.. vona að það verði mikið að gera.. þar sem við erum með 20% afslátt af völdum ilmvötnum fyrir Magasin korthafa! .. og þeir eru margir..get ég sagt ykkur!!

En jæja.. vildi bara segja ykkur frá því nýjasta ;)
Hafið það gott.. kossar og knúsar!!

Saga og Hansi.... (giftu) hahahahahah!!!!!!! :D

sunnudagur, 24. maí 2009

♥ ♥ 4 & hálft ár í dag ♥ ♥


♥ ♥ ♥ 4 & hálft ár ♥ ♥ ♥


Jæja :) í dag þann 24. maí eru 4 og hálft ár síðan við Hansi byrjuðum saman :) Ætlum ekkert að halda eitthvað spes upp á það í dag.. þar sem Hansi þarf að læra svo mikið og svona :) En við héldum svona semí uppá það í gær... (matarlega séð)
Grilluðum útá palli með Svövu, Davíð, Beggu og Sölva :) Allir komu bara með fyrir sig á grillið og við Hansi keyptum þessa svakalegu nautasteik sem var sjúúklega góð :) mmmmmm**..
Já, kvöldið var síðan bara rólegt og gott.. við fórum í buzz! og ég var búin að baka köku fyrr um daginn.. fyrir kvöldið.. svo við snæddum hana einnig í gærkvöldi :)

Á fimmtudaginn í síðustu viku voru strákarnir að keppa með Skovbakken, og unnu þeir 5-1 :) Ótrúlega flott hjá þeim.. og minn maður skoraði mark!! Ekkert smáá flott hjá honum! Var ofboðslega stolt :) :)**

Helgin var annars bara róleg.. rosa róleg bara :) Hansi lærði rosa mikið.. allan föstudaginn og allt föstudagskvöldið/nóttina! Alveg brjálað að gera hjá honum greyinu..

Annars verður dagurinn eins og ég sagði... bara rólegur :) Er að fara i ræktina kl: 14:00 með Snædísi :) ætlum að taka smá brennslu ! ;)

Annars vildi ég bara henda inn smá færslu.. sakna allra voða mikið :) Hlakka til að sjá liðið í júlí! styttist og styttist :) híhí
Love






Saga

mánudagur, 18. maí 2009

Eurovison helgi að baki :)


Jæja kæra fjölskylda :)
Í dag er enginn annar en 18.maí!
í dag á Dóra vinkona mín líka afmæli :)
Til hamingju með það elskuleg!**
Í dag eru ekki nema 10 dagar í að ég ætla að segja upp í vinnunni minni...
ómægot..
Helgin var hinsvegar góð :) þetta var vinnuhelgin mín.. en stutt vinnuhelgi þó ;)
Fórum á laugardaginn í júróvisjón partý til Snædísar :)
Það var mikið og margt fólk og ber þá helst að nefna:
Snædís sjálf, ég, Hansi, Villi, Svava, Davíð, Begga systir Davíðs, Jói, Linus bekkjarbróðir Hansa og Kajsa kærastan hans, Stefán Svan og Dagbjört :)
Jamm við vorum mörg samankomin...
En áður en við hittumst öll þá borðuðum við Hansi með Snædísi.. fórum á Kenya sem er sjúklega góður pizzastaður og pöntuðum eina kebab pizzu og eina með pepp og ananas og svo auðvitað chilli og hvítlauk yfir allt :) naaaahamm...
Vorum með rauðvínspott í boði fyrir þann sem myndi kjósa rétt hver ynni.. jahh... við Hansi vorum nú ekki mjöög nálægt því! En ég vil meina að Úkraína hafi átt að vinna þetta!
Nei alls ekki :) Ég var langhrifnust af Norska laginu.. fannst það æðislegt.. fannst bara ekki miklar líkur að það myndi vinna... og hvað þá VIÐ! Okkar hataða Ísland að lenda í 2 sæti??
Sjitt maður spenningurinn sem kom þegar ég sá að við rokkuðum frá 2-3 sætinu..
Ómælord.. þetta tók á taugarnar :) en var rooosalega gaman og mikið var fagnað þegar Ísland fékk stig.. ekki nógu gaman fyrir Kajsu og Linus.. þau eru sænsk og Svíþjóð var alveg að mygla þarna.
Annars, þá er eiinstaklega stutt vika framundan... við erum að tala um að ég er að vinna í dag frá 13:30-19:00.. sem er bara alltílæg.. en svo er ég eins furðulegt og það hljómar í fríi á morgun.. á þriðjudegi.. svo er ég að vinna frá 9:45-15:15 á miðvikudaginn, svo er frí aftur á fimmtudaginn.. bara afþví það er lokað í Magasin* .. það er einhver merkilegur dagur .. himmelfartsdag eða eitthvað álíka! Svo er ég að vinna á föstudaginn frá 9:45-15:15 og svo er ég í fríi alla helgina :) úfff... ekki leiðinleg þessi vika! neiiiiheii...

Við Hansi tókum sunnudagasmorgungöngutúr í gær :) Röltum í hálftíma til að finna Fakta verslun sem við höfum aldrei farið í áður :) Fakta átti nefnilega afmæli í gær.. og var 2lítra Coca Cola takk fyrir á 14 dkk með panti! svo við vorum ekki lengi að kippa tveimur með okkur! Kókin kostar venjulega 23 krónur minnir mig.. 1 og hálfur líter.. og það er bara rán.. svo við leyfum okkur aldrei að kaupa venjulega kók... drekkum alltaf bara svona búðar gos :)

Jamm og já!
Styttist óðum í að Ingunn vinkona mín fari að koma litla prinsinum sínum í heiminn :)
Og svo fékk Dóra að vita að hún er með lítill prakkarastrák líka :) svo það er allt að gerast!

Ég bakaði þessa fínu köku í gær súkkulaðikaka með súkkulaðiglassúr :) hún var voða fín :)
Hendi nokkrum myndum inn :) Þangað til næst;*
Knús og kossar**







Saga **

fimmtudagur, 14. maí 2009

hæ hó..


Morguninn byrjaði á því að ég vaknaði við að Hansi stóð upp til að kíkja á klukkuna... klukkan var 7!!! þá emjaði ég eitthvað og sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá mér í draumnum mínum.. heheh :) ég veit enn ekki hvað var svona mikið að gera.......

Fór í leikfimi í gær og var mér tilkynnt að leikfimiskortið mitt hafi verið fundið (var sem sagt búin að týna því) og því hefði verið skilað í hina Sats stöðina.. þannig ég fer þangað í dag að ná í kortið :) vúbbíí...

Við Hansi fórum að versla í gær í matinn... keyptum allar helstu nauðsynjar.. bjuggum okkur svo til pítu og heimagerðar franskar í matinn :) það var virkilega gott.
Ég talaði svo við Sjöbbu og Sögu frænku á skype í gær :) ekkert smá gaman að heyra loksins í þeim mæðgum! Og svo heyrði ég í mammsí minni líka :)

Á þriðjudaginn voru semi finals í Eurovision og buðum við Hansi nokkrum krökkum til okkar að horfa.. og ég verð bara að segja að ég var svo stoltur Íslendingur þegar fáninn okkar birtist í endann! Sjitt hvað það var gaman :) Get heldur ekki neitað fyrir það að hafa verið stolt af Jóhönnu ;) hún stóð sig svakalega vel...
Í kvöld er svo semi finals 2.. Danmörk er að keppa.. spurning hvort maður eigi að horfa á það eitthvað... ég hlakka bara svo til laugardagsins.. þá verður Snædís vinkona með partý og allir mæta hressir og kátir þangað :) júhúú...

Það fer að styttast og styttast í að ég segji upp í vinnunni.. er komin með soldið í mallakútinn :) Vonandi á það bara eftir að ganga vel...

Í dag er Dóra, ein af bestu vinkonum mínum komin 20 vikur á leið :) og eru hún og Viktor kærastinn hennar að fara í sónar og fá að vita hvort þetta er stelpa eða strákur!! :) Sjitt ég er svo spennt fyrir þeirra hönd.. hlakka svo til að heyra... Svo eru 22 dagar í að Ingunn mín á að eiga litla prinsinn sinn.. hann kemur samt örugglega eitthvað fyrr.. .. held ég!

Óli Geir bróðir hans Hansa kemur 28. júní... hlökkum ekkert smá til að fá hann til okkar..  :) og svo koma mamma og öll systkini mín til okkar 2. júlí og verða hjá okkur í viku!! Sjitt ég er svo spennt að fá þau til mín :) Við Hansi erum búin að skipuleggja hitt og þetta sem við ætlum að gera með öllum gestunum okkar! Síðan á ég pantað flug heim til Íslands þann 9.júlí :) með mömmu og krökkunum........ svo mér datt í hug.. ef einhverjum vantar pössunarpíu.. þá er hún mætt.. :) Bara svona.. ef einhverjir af krökkunum eru í fríi í leikskólanum og þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við þau.. þá skal ég bara eiga þau ;)! haha...

Annars er engin sól í dag... ekki kalt samt :) bara fínt veður! Hansi fer á æfingu í kvöld.. og ég er að pæla að fara líka í kvöld.. í staðinn fyrir í dag :)

Á ekkert mikið af nýjum myndun eins og er.. en ætla að henda nokkrum gömlum hérna inn.. sem ég setti inná facebookið mitt.. og eru búnar að vekja mikla lukku :)

Nýja uppáhaldslagið mitt er Halo með Beyonce Knowles.. fæ þvílíka gæsahúð af því!! :)

**Baby I can see your Halo**..

P.s.. Anna frænka mín á afmæli á morgun.. og þar sem ég blogga ekki á morgun þá vil ég bara óska þér til hamingju með afmælið yndislegust;** og Lísa María systir hans Hansa á afmæli líka á morgun!! Til hamingju Lísa mín;**









Annars.. þá er þetta komið gott.. ég er að vinna alla helgina.. svo vúbbí fyrir því!!
Sjáumst**
Shaggy;**

mánudagur, 4. maí 2009

Afskaplega þreytt á mánudegi...


Jæjah já..

Þá er komið að nýju bloggi.. Síðasta vika var alveg kreizý í vinnunni.. brjálað að gera útaf því við vorum með svokallað super bazaar. Það þýðir einfaldlega að við vorum við 10% afslátt af ÖLLUM ilmvötnum, kremum, svitalyktaeyðum og sturtusápum .. og svo voru valdar vörur settur niður um 25% og 50% .. og þegar svoleiðis er í gangi hér í Danmörku.. verða Danir alveg kreizýý :) Meira segja þó það sé bara 10%, þá stökkva þeir alveg á næstu vöru og kaupa hana :)
Það komu fyrir tvö mjög leiðinleg atvik í síðustu viku... :( Tvær stelpur sem eru að vinna með mér.. sögðu upp.. mjög skemmtilegar stelpur sem gaman er að vinna með.. þannig mér fannst það mjög leiðinlegt.. að fá að heyra það! En þær hætta báðar örugglega eftir 2 vikur.. þar sem þær eiga inni eitthvað frí!
Svona er nú það...
Ég sjálf hef ákveðið að segja upp í lok maí.. þá þarf ég að vinna út lok júní... er orðin alveg frekar kvíðin að segja upp .. sérstaklega þar sem þessar tvær voru að því.. og svo hef ég heyrt að fleiri séu að íhuga það!! .. Þannig að, ég vona bara það besta!

Svo ég tali nú um eitthvað annað en vinnuna... þá er ég major hrædd við þessa blesssuðu svínaflesnu.. var það ekkert fyrst .. en Svava vinkona er orðin svo klikkuð að hún slær alltaf 7-9-13 í hvert skipti sem einhver nefnir svínaflensuna og nær í sprittbrúsann sinn sem hún geymir í töskunni og setur á hendurnar á sér.. aaaaa.......
Ég gæti ekki verið svona!! hahah :)
Eina sem mér finnst óþæginlegt við þetta.. er bara þegar Hansi er að hósta! Þá held ég alltaf að hann er kominn með hana :)
Annars...... nóg um svínaflensuna..

Á föstudaginn var Hansi í krítik í skólanum = prófi og gekk það bara rosalega vel.. Davíð var búin að vera ótrúlega duglegur að hjálpa honum í skólanum með að smíða verkefnið.. set mynd af því hérna á eftir :) Mér persónulega finnst það ótrúlega flott! og hann fékk góða kritik..
Í dag byrjar svo nýr fasi hjá honum.. eða fasi 5 og 6 og það eru loka fasarnir. Hann vinnur semsagt með þá þangað til skólinn er búinn.
Við buðum Svövu og Davíð síðan í late dinner til okkar á föstudagskvöldið.. pizza a'la Hansi og Saga kl :21:00 takk fyrir :) Kvöldið kláruðum við svo bara með rölti í bænum.. og svo heim að spila.. það var rosa fínt :)

Laugardagurinn minn fór bara í vinnu.... ansk, inni í góóóða veðrinu.. var búin 17:00, fór heim og við undirbjuggum gúrme hamborgarakvöld! Gerðum heimatilbúnarfranskar og geggjaðan hamborgara.... eftir mat kíktum við svo á Snædísí. Þar voru nokkrar skvísur.. nýbúnar að borða saman og við Hansi komum just in time for eftirrétt :) haha... mmmmmmmmm fengum geggjaðar rice krispies kökur og svo rjómaosta salsa ídýfu með snakki :) love it!
Hansi fór síðan .. eða ætlaði í afmæli til bekkjarsystra sinna.. en endaði á að finna ekki staðinn þar sem þetta var haldið... svo hann fór bara heim :) og var sofnaður á sófanum þegar ég kom! hehe :)

Sunnudagurinn var svo bara yndislegur.. fyrir utan rigningarveður.. en við vöknuðum um hálf 11.. ég bakaði pönnukökur, við fórum svo uppí Ikea, keyptum allskonar dót sem okkur vantaði.. meðal annars loftljós :) Eftir Ikea fórum við uppí Bruuns (mollið) röltum þar góðan hring... enduðum í Kvickly og keyptum ís á tilboði, 6 í pakka á 10.... svo við keyptum 2 pakka :)
Síðan röltum við heim og fengum okkur aðeins að borða... og fórum síðan á Baresso.. og Hansi fékk sér ískaffi og ég fékk mér heitt kakó :) Sátum þar í góðan hálftíma og fórum svo heim.. þar sem ég var að fara í leikfimi :) Eftir leikfimina kom ég svo heim.. og við borðuðum fajhitas í matinn :) mmmmmm.. það var sjúklega gott! og langt síðan við borðuðum svoleiðis síðast!

Mamma mín yndislega og besta átti líka afmæli á laugardaginn.. og er ég búin að senda pakka heim til hennar og Sjafnar..sem ætti reyndar að vera kominn..... =/ Jámm, Sjöfn systir á svo afmæli á morgun.. og Emma frænka líka :)

Í lok Júní kemur Óli Geir bróðir hans Hansa til okkar.. og svo einhverntímann í byrjun Júlí koma mamma og krakkarnir :) hlakka ekkert smá til að fá alla!! 
En jæja, ég þarf að fara að fá mér morgunmat og vaska upp! 








Knúús;* Saga