fimmtudagur, 28. maí 2009

28.05.2009

...Jæja! það hlaut að koma að því!
Var vöknuð kl:9 í morgun.. eða 7 á ykkar íslenska tíma ;) Fór í sturtu, fékk mér að borða og beið svo eftir að Hansi kom heim :) Síðan héldum við af stað uppí ráðhús þar sem við réttum af hendi okkur pappíra og fengum svo: I er gift! Tillykke!
Jaaaháá....... hahah svo við erum gift takk fyrir bless!! :D

Já, annars enginn heljarinnar gifting get ég sagt ykkur! ekkert til að segja til hamingju við eða spyrja hvenær veisla verður.. því það verður ekkert svoleiðis! Þetta var einungis til að létt undir skattaborgunum hjá mér. Það er semsagt þannig að ef við erum gift, þá get ég notað hluta af skattkortinu hans Hansa. En enungis ef við erum gift, svo nú erum við gift! haha

Skattkortið mitt eða frikortið mitt eins og það heitir .. það er að klárast núna..svo ég þarf að borga skatt fyrir þennan mánuð :( .. en í næsta mánuði.. mínum síðasta eða næst síðasta launamánuði ætti það að coverast!

Já....... eftir giftinguna (hahahha) fór ég svo upp í Magasin.. hringdi í yfirmanninn minn hana Sussi og spurði hvort við gætum ekki talað saman. Hún kom svo niður eftir litlar 5-10 mín, og ég spurði hana þá hvort við gætum ekki sest einhversstaðar niður tvær og spjallað aðeins saman. Þá var hún ekki lengi að segja bara.. skal du til Island?? og ég sagði henni þá bara að ég vildi setjast niður og spjalla.. og þá fékk ég bara.. nej,Saga.. æjhh.. skal du det?Þá þurfti ég að grípa til minnar örþrifaráða og hreytti því í hana að ég væri nýgift!!!!!! haha.. hún ljómaði þá öll í framan.. en þá útskýrði ég fyrir henni afhverju og svona.. bara svona til að tala um eitthvað annað meðan við löbbuðum upp til að tala saman.

Þegar við vorum svo komnar upp.. sagði ég henni það bara strax, að ég væri komin með flug heim þann.. 9. júlí, svo ég þyrfti að hætta hérna 1. júlí. Æj, ef ég á að vera hreinskilin fékk hún smá tár í augun.. af því ég gerði þetta óvart dáldið dramatískt! Sagði henni náttúrulega að ég vissi engan veginn hvað ég ætlaði mér að gera i haust.. og ég væri enn að bíða eftir svari frá skólanum og svona.. svo ég væri ekkert viss hvort ég kæmi aftur út í haust! Þetta yrði bara allt að koma í ljós.. svo sagði ég líka að ástæðan fyrir því að ég væri að hætta, væri ekki sú að mig langaði það.. heldur að ég neyddist til þess.. og þá var hún voða leið.. og eitthvað..
En hún sagði þó að ef ég kæmi aftur í haust.. og vantaði jafnvel bara helgarvinnu eða eitthvað með skóla.. þá gæti ég komið og tala við hana ;) sem var rosa gott að heyra!

En já... svona var þetta nú.. þetta var erfitt.. skal alveg viðurkenna það! en þetta gekk.. svo fannstmér líka soldið erfitt að segja Marianne þetta.. sem er yndislega konan sem vinnur með mér alla daga í ilmvatnsdeildinni.. hún var líka svo leið þegar ég sagði henni það.. sagðist koma til með að sakna mín! Sem ég á auðvitað eftir að gera líka!
En svona er það nú.... einum þungum poka hefur verið lyft af.......

Þá er það bara restin..... haustið!
En þangað til .. ætla ég bara að njóta síðasta mánaðarins í Magasin .. :)

Er að vinna alla helgina.. vona að það verði mikið að gera.. þar sem við erum með 20% afslátt af völdum ilmvötnum fyrir Magasin korthafa! .. og þeir eru margir..get ég sagt ykkur!!

En jæja.. vildi bara segja ykkur frá því nýjasta ;)
Hafið það gott.. kossar og knúsar!!

Saga og Hansi.... (giftu) hahahahahah!!!!!!! :D

6 ummæli:

Sólveig² sagði...

Ertu þá bara gift kona?
Það er svoldið fyndið :P

Tinna sagði...

Saga í janúar 2009: Gvuð, nei ég er sko ekki einu sinni nálægt því að trúlofa mig!! Ætla ekki að gera það strax.

Haha!

Saga* sagði...

Já.. enda er þetta ekkert svoleiðis :)
hehhe.. þetta er bara einn takki sem konan ýtti á.. og þá stendur að við séum gift :) haha þetta var bara uppá að ég gæti fengið skattkortið hans Hansa síðustu 2 mánuðina mína :)
Erum ekki með hringa eða neitt svoleiðis :D hahah við lítum ekki einu sinni á þetta svoleiðis :P

Nafnlaus sagði...

við köfnuðum um hlátri uppí sumarbústað þegar mamma þín var að segja okkur frá þessu.. .. I er gift.. .. skattkort eða ekki, I er gift :o)
styttist brjálað í heimkomu, njóttu restarinnar
luv
bryn

Anna sagði...

Til lukku með giftinguna:) Nú ertu bara orðin gift kona.....vinnur í ilmvatndeildinni og næst koma börnin...svo barnabörnin og svo...... djók!! Njóttu lífsins Saga mín.

knús, Anna Gunna

Nafnlaus sagði...

Áður en þið giftist þarf Hansi að biðja um hönd dóttur minnar eins og í amerísku bíómyndunum :-) Nú er bara mánuður í heikomu og þá verður Míkó glaður.

love ya
Pabbi