Nú er þetta mitt síðasta blogg áður en ég kem heim.. ja mér finnst mjög líklega að ég bloggi nú ekki mikið heima.. hehe!
Í morgun/ dag vorum við Hansi bara í rólegheitum heima að spjalla saman.. ég að hafa mig til fyrir vinnuna og Hansi minn að undirbúa sig fyrir krítíkina sína sem hann fer jú í á morgun :) **good luck**...... Alllaveganna, þegar klukkan er 10 mín yfir 13:00 kíki ég í bókina mína og fatta það að ég átti að mæta í vinnuna klukkan 12:30! Ég fékk svona smá örlítið sjokk.. þar sem ég er búin að halda því fram í viku að ég hefði átt að mæta klukkan 13:30 í vinnuna. Ég flýtti mér alveg að hafa mig til og brunaði útúr húsi.. kom svo alveg móð og másandi uppí Magasin og fór beint til yfirmanna minna og bað þær afsökunar á seinkun minni og sagði þeim að ég hefði bara lesið vitlaust á vaktarplanið mitt.. þær voru bara þvílíkt ligeglad og héldu meira að segja báðar tvær að ég hefði átt að mæta klukkan hálf 2 líka! Þá róaðist ég nú bara og fór að afgreiða :)
Ég fékk jólagjöfina mína frá magasin með mér heim í dag.. ásamt fullt af öðru drasli...
Í gær fór ég til Snæju pæju og Döbbu diskó :) og Snædís litaði á mér hárið... það er semsagt orðið dökkt aftur! vei vei ég er mjög ánægð með það :) Hansi kom síðan seinna til stelpnanna.. eða reyndar bara rétt á eftir mér.... og joinaði okkur!
Í dag þreif ég allt eldhúsið okkar.. og setti í síðustu vél :) Við erum búin að pakka öllum jólagjöfum, öllum fötunum okkar ofan í tösku og svo er handfarangurinn næstum ready!
Semsagt...... allt orðið reddý 2 go :)
Núna er ég bara að spjalla við foreldra mína eða reyndar bara pabba minn.. þar sem mamma lætur sig alltaf hverfa! svo ég ætla bara að segja bæjjj allir saman :) og við sjáumst bara næsta á Íslandinu góða ;*
Jólakveðja og knús!
sAGA
4 ummæli:
Kys kys til ykkar og sjáumst fljótt ;)
Kv. Lísa M.
skemmtið ykkur vel í köben, hansi þú massar þessa krítík og jólin verða ljúf.. ..
gleymdi að segja
Luv
Bryn
Jei hlakka til að sjá ykkur :) Góða ferð..
Skrifa ummæli