föstudagur, 9. janúar 2009

Komin aftur :)

Jæja..
Þá erum við komin aftur til Danmerkur. Ferðadagurinn gekk bara ágætlega. Nema reyndar að hann byrjaði mjög skemmtilega! Pabbi hans Hansa keyrði okkur útá völll.. og þegar ég var búin að knúsa og kreista mömmu og pabba.. þá lögðum við af stað niður í bæ til mömmu hans Hansa.. þar sem hún er að vinna. Þar knústum við hana og fórum svo bara í rólegheitum uppá flugvöll. Stoppuðum í Nettó og Kiddi splæsti í samlokur og drykki ... urðum ''vitni'' að mjög hörðum árekstri.. en eftir það þá keyrðum við bara í makindum okkar uppá flugvöll. En... þegar við erum komin svona ágætlega fyrir utan Hafnarfjörðin þá heyrist í mínum manni : Sjiiiiiiiittttt....
Og við bæði alveg.. : Hvað?
Þá hafði.. Hans Orri Kristjánsson snillingur með meiru.. GLEYMT fartölvunni sinni HEIMA! Við erum að tala um það.. að við þurftum að bruuuuuuuuuna til baka.. og svo bruuuuuuunuðum við uppá flugvöll! Við vorum samt ekkert sein.. tjékkuðum okkur bara sjálf inn í svona kassaaa dæmi.. hentum af okkur töskunum, kvöddum Kidda og fórum svo upp.

Lentum reyndar í öðru mjög fyndnu atviki.. eða við lentum reyndar ekki í því.. heldur stelpa sem var á undan okkur. Þegar við þurftum að setja allt draslið okkar í svona körfu og labba í gegnum svona ''dæmi''.. þá var ung stelpa á undan okkur.. og það pípti alltaf á hana þegar hún fór í gegn.. í svona 2 eða 3 skiptið sem hún labbaði svo í gegn, sagði hún allt í einu! JÁ! nú veit ég hvað þetta er... svo byrjaði hún.. fór inná kjólinn sinn og var þar án gríns í svona 5 mínútúr.. svo allt í einu dró hún upp 2 hylki! Ég sá fram á eitthvað dópmál en þá voru þetta piparúði og klósettlykt :/ eða það sagði hún að minnsta kosti... það var farið að rannsaka málið og síðan var hún dregin til hliðar og talað var við hana.. við heyrðum ekkert hvað var sagt en hún fékk allaveganna ekki að eiga úðana... hahah! við hlóum frekar mikið af þessu, þetta var frekar steikt! :)

Því næst löbbuðum við inn í fríhöfnina.. þar rákumst við á konu sem var krjúpandi á hnjánum .. með lítinn grátandi strák í fanginu.. Löbbuðum bara í rólegheitum frammhjá henni þangað til Hansi stoppaði mig og sagði: Var þetta ekki Kate Moss?
Ég fékk alveg áfall og kíkti aftur.. og fannst þetta vera Kate Moss líka. Síðan þegar við vorum búin að versla okkur allskyns gumms þá röltum við um allt pleisið og fundum hana aftur.. Reyndum að vera rosa lúmsk og gengum frammhjá henni.. jább! okkur fannst þetta vera anssiii líkt Kate Moss! Við tókum meira segja mynd af henni.. frekar óskýr samt.. en reynum að setja hana síðan hérna inn svo þið getið sagt hvað ykkur finnst. Hún flaug með okkur til Danmerkur.. hún var ekki í Saga Class eða neitt svoleiðis... bara venjulegu farrými.. svo þetta er alveg spurning.. hvort þetta sé hún :)!

Jólin mín voru yndisleg.. fékk margar fallegar gjafir og elskaði það bara í botn að vera með fjölskyldunni minni og fleirum;* Fannst reyndar mjög leiðinlegt að fara í þetta skiptið og vildi helst ekki sleppa mömmu þegar ég kreisti hana bless;** Stebbi bróðir er byrjaður að telja niður dagana þangað til ég kem.. hef ég heyrt :) En það er langt í það.. á eftir að sakna þeirra mikið;** Elska ykkur:)

Annars þá höfum við bara haft það dejligt.. svo ég taki nú upp dönskuna aftur :) Ég byrjaði að vinna aftur í gær... það var reyndar frekar leiðinlegt.. af því það er ekki neitt að gera nánast. En síðan er ég bara byrjuð í ræktinni aftur :) Sleppti reyndar í morgun.. af því ég er alveg að drepast í bakinu.. festist í því í fyrradag.. þegar eg var að skipta á rúminu okkar! En er búin að skrá mig í staðinn í Pump tíma á sunnudaginn.
Við Hansi keyptum okkur Crash leik í fríhöfninni.. nýjasta leikinn og er það markmið okkar að klára hann :) Hann er mjög skemmtilegur og mjög líkur fyrstu leikjunum.. síðan tókum við buzz með okkur líka út.. og erum búin að vera eitthvað að leika okkur í honum líka!
Kíktum til Snædísar og Dagbjartar í gær.. fórum í Partners og var þetta þvíílíkt spennandi leikur... sjitt við Hansi vorum svo næstum því búin að vinna! Ohh þetta var svo pirrandi :)!

Annars þá er ég að fara að vinna í dag... hélt ég væri reyndar frá 9-15 sem var var svo ekki.. sá það bara seint í gærkvöldi.. en þá er ég í staðinn frá 13:30-19:00! Þooli ekki að vinna svona seint! Finnst miklu betra að mæta snemma og vera búinn snemma! En svona er þetta.. eftir vinnu ætlum við í Ikea.. örugglega! Athuga hvort það séu einhverjar útsölur.. og hvort það sé eitthvað sem okkur vantar og langar í :)

Annars.. þá eru Svava og Davíð að flytja út á morgun! :) Og koma svo til Árósa á Mánudaginn. Verður svaka gaman að fá þau til okkar ;) En núna þarf ég að fara að hafa mig til... vinnan bíður!

Knús frá Rosensgade,
Saga og Hansi;*

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan,

Það var yndislegt að hafa þig um jólin og strax komin söknuður. Hún Mamma þín væri ómöguleg ef þú værir ekki þarna að hjálpa henni með matinn og allt annað. Næst þegar þú kemur heim verður þú í toppformi og danskan pís of keik. Annars góða helgi elskan.

Love you
Pabbs

Tinna sagði...

jæja, þá fer ég eftir kröfunum sem þú gerðir! ég les :) rosa gaman að sjá nýtt blogg, haltu þessu áfram :)

Nafnlaus sagði...

Hæ litla :)
ég er smááaa sorgmædd en ég hlakka til að koma.. skil ekki hvernig þú meikaðir að vera vinkonulaus þarna úti :)
en núna verðum við tvær okkur til mikillar gleði :D

love you love you

Svava Marín Óskarsdóttir

Nafnlaus sagði...

Tja, verð eiginlega að viðurkenna að ég les oftast bloggið þitt. Fannst mín komment bara alls ekki eins sæt og falleg eins og þau frá fjölskyldunni þinni. En..jáá.... ég er semsagt líka að gera eins og Tinna.

-Lára Heimis

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta
Okei eftir að hlusta á þig og Láru tala um Svíþjóð og Danmörku er ég allt í einu að deyja mig langar til Danmerkur.. ég sem var bara alveg off á því.. kannski að skoða það..

En farðu nú að taka fleiri myndir og setja inn.. :) svo við fáum eitthvað að gera hérna heima ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ Saga mín :)
Búin að vera alger laumulesari hérna en nú er ég að kommenta ;) kominn tími til :)
En það er ekkert smá gaman að fylgjast með ykkur hjúunum :)

kv. Bjarma

Ps. gerði blómið á Emami kjólnum ;)allt annar kjóll sko :D Takk f. að láta mig vita af þessu :)

Nafnlaus sagði...

Elsku Saga mín og Hansi,
Ekkert smágaman að hafa þig hérna um jólin ástin mín. Nú er amma búin að lesa allt það nýjasta á blogginu þínu og er ánægð með það. Nú reyni ég að muna eftir því að fara öðru hvoru á netið. Afi biður að heilsa og sendir koss og knús.
Vertu ávallt Guði falin.
Kær kveðja,
Amma Erna

Nafnlaus sagði...

Sæta mín.. ótrúlega gaman að hitta þig um jólin :)
Hlakka til eftir nokkur ár þegar allir fara að týnast aftur heim til Íslands eftir nám o.s.frv.

Er pínu lilla.. var að knúsa Svövu bless :'( Búin að gráta svolítið :(:(
En þú lofar að passa hana fyrir mig og ég vona sem allra fyrst að við þrjár sameinumst á ný hehe :D

Laf laf laf jú !!! ;*

Knússsssssssssss

Nafnlaus sagði...

Hæ íþróttafrík!!!!!!
Mér líst vel á að þú sért dugleg í ræktinni.....gaman að vera með ykkur um jólin dúllan mín ....passaðu vel upp á Hansa þinn, knúsist eins oft og þið getið
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

bara svona ca. 170 dagar í heimkomu :o) - enga stund að líða .. .. gaman að sjá ykkur kúrlands familíuna um jólin (ófá boð sem þessi familía getur haldið) 6 boð á 2 vikum :O) - afmæli meðtalin - alveg eðlilegt lið.. .. verður flott í sumar í öllum afmælunum.. knús til DK
luv
bryn

Nafnlaus sagði...

Pabbi:
Var svo gott að koma heim og vera með ykkur;* Sakna ykkar alveg frekar mikið núna :)

Lára mín:
Kommentið er bara alveg jafn sætt og fallegt og hjá öllum hinum ;) keep it up!

Sólveig:
Já farðu bara að koma þér út sæta;* það þýðir ekkert annað:)

Bjarma:
Minnsta málið, blómið er alltaf sígillt :) takk fyrir að commenta og haltu áfram skvís :)

Amma:
Takk amma mín;* knústu afa frá mér;**

Anna Þrúður:
Já Anna sæta :) ég passa vel uppá stelpuna :) var einmitt að knúsa hana í kvöld ;)

Anna sagði...

Elsku Saga sæta:) Gaman að sjá bloggið þitt í action aftur og hrikalega gaman að sjá þig/ykkur um jólin. Takk fyrir að knúsa hana Evu mína í klessu:* Þú verður líka að koma heim í sumar svo að frændsystkinin gleymi þér ekki.... því þú ert svo yndisleg elsku frænka.
Jæja.....danskan á eftir að steinliggja núna og ræktin með því. Nú tökum við á því!!!!

Við eigum bestu familíu í heimi, ekki spurning. Hittumst milljón sinnum yfir jólin og það er bara geggjað:)

love you, Anna Gunna