Jáh, síðustu dagar hafa gengið ágætlega get ég sagt ykkur :)
Jájájá.. þann 31. maí sem var sunnudagur var ár síðan ég útskrifaðist úr MS :) fannst það persónulega dáldið skemmtilegt.. og einnig þar sem elsku besta amma Erna mín átti afmæli :) ennþá svo kornung þessi elska;**
Þann 1. júní átti ég að vera að vinna í Magasin.. en þar þetta var annar í hvítasunnu þá var lokað allstaðar og í öllum búðum :) svo ég fékk laun fyrir að vera í fríi...!!
2. júní átti litli sæti frændi minn hann Aron afmæli :) jááhh.. strákurinn orðin 3 ára gamll!! :) það er sko ekkert annað!! Til hamingju dúllan mín með það;*!
Síðasta föstudag eða þann 5. júní þá var Þjóðahátíðardagur Dana.. (ekki það að við höfum eitthvað tekið eftir því.. þar sem það var EKKERT haldið uppá það) .. og frí var í flestum búðum :) ég var í fríi og á launum :) Vúbbí..
Hansi minn duglegi og sæti fór í kritik.. og gekk honum svona ÓTRÚLEGA vel.. þetta var lokaverkefnið hans og ekkert smá verkefni get ég sagt ykkur ;) set nokkrar myndir inn af því :) Hann fékk semsagt bestu kritik sem hann hefur fengið fyrir verkefni.. ekki leiðinlegt að fá það fyrir lokaverkefnið sitt :).. Ég var smá dugleg og hjálpaði honum að líma allskonar myndir á pappa og svona.. og gera ready fyrir sjálfa kritikina :)
Við héldum uppá kritikarlok með því að kaupa Ribs frá Jensens Bofhus.. og gvuð minn góður hvað það var vont... enduðum á því að henda því og skelltum okkur í staðinn útá Charlie's og keyptum okkur geðveikar beyglur með öllu tilheyrandi :) mmmmmmmmm* það var svo gott!
Eftir beygluátið fórum við svo til Svövu og Davíðs.. og spiluðum og tjilluðum þar :)
Á laugardagsmorgninum fórum við að versla.. jáá það voru ábyggilega 2 vikur síðan við versluðum almennilega þar sem Hansi var búin að vera alltaf svo upptekinn í skólanum! Andri frændi átti líka afmæli í dag :) veit hann skoðar ekki bloggið mitt en til hamingju með Andra.. Arna frænka :D og til hamingju með daginn Andri;**
Ég fór síðan í ræktina bara.. og svo spisuðum við ekki mikið.. Hansi fékk sér franska pylsu og ég fékk mér epli!.... var ekkert svöng!
Við fórum útá Klostertorv og horfðum á Danmörk - Svíþjóð leikinn á risa skjá! Leikurinn endaði 1-0 fyrir Danmörku.. fjúff.. sem betur fer segi ég nú bara.. þar sem voru margir TRYLLTIR áhorfendur á svæðinu.... :)
Eftir leikinn fórum við svo barasta heim til okkar og spiluðum tryllt pictionary spil :) ótrúlega spennandi og skemmtilegt.. við Svava rústuðum þessu............ næstum því!
Í morgun vöknuðum við sko ekki snemma.. jú eða ég vaknaði reyndar fyrst kl: 5:25 að drepast úr þorsta.. og svo blótaði Hansi reyndar allsvakalega uppúr svefni :) haha! ég hélt fyrst án gríns að hann væri að tala við mig.... sagði minnir mig: Djöfulsins, helvítis, anskotans.. djöfulsins! og svo ekkert meir! :D hahaha...
ég starði bara á hann ...... og sofnaði svoo.. vorum vöknuð um 12, ég bakaði slatta af pönnsum og Snæja pæja kom í pönnsur til okkar :).. eftir það fórum við svo að rölta um í bænum.. og röltum uppí bruuns.. þar sem svava og davíð kíktu svo stuttu seinna.. og við enduðum á að kaupa þessa svaka flottu nautasteik sem við grilluðum svo í kvöld :)
Svava og Davíð komu til okkar og við grilluðum saman :) eftir grillið var svo spiluð sjöa! og svo fóru þau heim.. og Hansi minn er að læra núna :) ekki uppí skóla reyndar! hann er bara hérna heima hjá mér ;)
En nú er klukkan orðin margt.. ég er orðin þreytt og á að mæta snemma í vinnuna á morgun :)
Þangað til næst!!
Lokaverkefni, Klettahúsið.
SAGA**
3 ummæli:
brjálað að gera greinilega, frí og svo frí á launum :O) ekki leiðinlegt.. .. .. sjáumst eftir mánuð
luv
bryn
Hæ dúllan mín
Til lukku með Hansa...og takk fyrir afmæliskveðjuna til Andra....héðan er allt gott að frétta ,strákarnir eru í Portúgal með 2.fl. í fótboltanum verða í 8 daga þvílíkur lúxus...Erna er að fara að keppa í fótbolta á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum 10-13 júní..ég og Maggi ætlum þangað...hafðu það gott Saga mín og skilaðu kveðju til Hansa
lovjú Arna
Innilega til hamingju með Hansa. Hann er efnilegur arkitekt sé ég:D
knús, Anna
Skrifa ummæli