Þá er komið að nýju bloggi.. Síðasta vika var alveg kreizý í vinnunni.. brjálað að gera útaf því við vorum með svokallað super bazaar. Það þýðir einfaldlega að við vorum við 10% afslátt af ÖLLUM ilmvötnum, kremum, svitalyktaeyðum og sturtusápum .. og svo voru valdar vörur settur niður um 25% og 50% .. og þegar svoleiðis er í gangi hér í Danmörku.. verða Danir alveg kreizýý :) Meira segja þó það sé bara 10%, þá stökkva þeir alveg á næstu vöru og kaupa hana :)
Það komu fyrir tvö mjög leiðinleg atvik í síðustu viku... :( Tvær stelpur sem eru að vinna með mér.. sögðu upp.. mjög skemmtilegar stelpur sem gaman er að vinna með.. þannig mér fannst það mjög leiðinlegt.. að fá að heyra það! En þær hætta báðar örugglega eftir 2 vikur.. þar sem þær eiga inni eitthvað frí!
Svona er nú það...
Ég sjálf hef ákveðið að segja upp í lok maí.. þá þarf ég að vinna út lok júní... er orðin alveg frekar kvíðin að segja upp .. sérstaklega þar sem þessar tvær voru að því.. og svo hef ég heyrt að fleiri séu að íhuga það!! .. Þannig að, ég vona bara það besta!
Svo ég tali nú um eitthvað annað en vinnuna... þá er ég major hrædd við þessa blesssuðu svínaflesnu.. var það ekkert fyrst .. en Svava vinkona er orðin svo klikkuð að hún slær alltaf 7-9-13 í hvert skipti sem einhver nefnir svínaflensuna og nær í sprittbrúsann sinn sem hún geymir í töskunni og setur á hendurnar á sér.. aaaaa.......
Ég gæti ekki verið svona!! hahah :)
Eina sem mér finnst óþæginlegt við þetta.. er bara þegar Hansi er að hósta! Þá held ég alltaf að hann er kominn með hana :)
Annars...... nóg um svínaflensuna..
Á föstudaginn var Hansi í krítik í skólanum = prófi og gekk það bara rosalega vel.. Davíð var búin að vera ótrúlega duglegur að hjálpa honum í skólanum með að smíða verkefnið.. set mynd af því hérna á eftir :) Mér persónulega finnst það ótrúlega flott! og hann fékk góða kritik..
Í dag byrjar svo nýr fasi hjá honum.. eða fasi 5 og 6 og það eru loka fasarnir. Hann vinnur semsagt með þá þangað til skólinn er búinn.
Við buðum Svövu og Davíð síðan í late dinner til okkar á föstudagskvöldið.. pizza a'la Hansi og Saga kl :21:00 takk fyrir :) Kvöldið kláruðum við svo bara með rölti í bænum.. og svo heim að spila.. það var rosa fínt :)
Laugardagurinn minn fór bara í vinnu.... ansk, inni í góóóða veðrinu.. var búin 17:00, fór heim og við undirbjuggum gúrme hamborgarakvöld! Gerðum heimatilbúnarfranskar og geggjaðan hamborgara.... eftir mat kíktum við svo á Snædísí. Þar voru nokkrar skvísur.. nýbúnar að borða saman og við Hansi komum just in time for eftirrétt :) haha... mmmmmmmmm fengum geggjaðar rice krispies kökur og svo rjómaosta salsa ídýfu með snakki :) love it!
Hansi fór síðan .. eða ætlaði í afmæli til bekkjarsystra sinna.. en endaði á að finna ekki staðinn þar sem þetta var haldið... svo hann fór bara heim :) og var sofnaður á sófanum þegar ég kom! hehe :)
Sunnudagurinn var svo bara yndislegur.. fyrir utan rigningarveður.. en við vöknuðum um hálf 11.. ég bakaði pönnukökur, við fórum svo uppí Ikea, keyptum allskonar dót sem okkur vantaði.. meðal annars loftljós :) Eftir Ikea fórum við uppí Bruuns (mollið) röltum þar góðan hring... enduðum í Kvickly og keyptum ís á tilboði, 6 í pakka á 10.... svo við keyptum 2 pakka :)
Síðan röltum við heim og fengum okkur aðeins að borða... og fórum síðan á Baresso.. og Hansi fékk sér ískaffi og ég fékk mér heitt kakó :) Sátum þar í góðan hálftíma og fórum svo heim.. þar sem ég var að fara í leikfimi :) Eftir leikfimina kom ég svo heim.. og við borðuðum fajhitas í matinn :) mmmmmm.. það var sjúklega gott! og langt síðan við borðuðum svoleiðis síðast!
Mamma mín yndislega og besta átti líka afmæli á laugardaginn.. og er ég búin að senda pakka heim til hennar og Sjafnar..sem ætti reyndar að vera kominn..... =/ Jámm, Sjöfn systir á svo afmæli á morgun.. og Emma frænka líka :)
Í lok Júní kemur Óli Geir bróðir hans Hansa til okkar.. og svo einhverntímann í byrjun Júlí koma mamma og krakkarnir :) hlakka ekkert smá til að fá alla!!
En jæja, ég þarf að fara að fá mér morgunmat og vaska upp!
Knúús;* Saga
4 ummæli:
gott að heyra allar fréttirnar.. .. veistu eitthvað þú ferð að gera þegar sumarfríið þitt verður búið??
vorum í afmæli hjá emmu í gær - brjálað stuð að vanda í þessum ammmmælum.. .. .. svo afmæli aftur næstu helgi hjá Sjeibí.. .. svo verða svona 30 afmæli í júní.. .. eðlileg familía :o)
Bið að heilsa krítík gæjanum
Luv
Bryn
Hellu
Alltaf gaman að heyra í þér Saga mín...þið eruð svo dugleg það hálfa væri nóg...ég er verulega stolt af þér Saga mín og ekki má gleyma honum Hansa þínum...allt gott að frétta héðan ,strákarnir í prófum og það gengur bara þokkalega.....Erna var að keppa á Akureyri um helgina í handbolta hún stóð sig bara vel....
Lovjú Arna
Heyrðu, hvenær kemurðu næst heim? -T
Svinaflensan......hahahaha..... þið eruð svo mikið yndi. Spritt og alles. Anyways......
Ekki hafa áhyggjur af öðrum sem eru að segja upp, þú gerir bara þitt sæta frænka og þeir díla við þetta for sure:)
Flott verkefni hjá Hansa....já og góðar franskar hjá ykkur....:D
Haldið áfram að njóta lífsins í botn:)
love,
Anna frænka
Skrifa ummæli