Jæja góðir hálsar!
Ég vil nú bara byrja á því að þakka góða lesningu á síðasta bloggi :) Fullt af nýju fólki að commenta! VIRKILEGA ánægð með það..
Það er líka svo obboslega mikilvægt.. annars nennir maður ekkert að blogga :P
Annars hafa síðustu dagar bara verið ágætir get ég sagt ykkur. Frá því að ég bloggaði síðast hefur samt bara verið ansi rólegt hjá okkur :)
Þann 10. janúar flugu Svava og Davíð til Danmerkur :).. keyrðu svo yfir til Svíþjóðar þar sem þau gistu fram á mánudag.. þá var ferðinni haldið til Árósa :)
Sunnudaginn 11. janúar átti Elsku afi minn Örn afmæli :).. ég átti enga inneign til að óska honum til hamingju svo ég varð einhvernveginn að redda mér.. og bað síðan pabba að hringja bara í hann fyrir mig og skila kveðju frá mér ;** Til hamingju enn og aftur afi minn;**
Á sunnudaginn fór ég í leikfimi líka.. var búin að gleyma því! :) fór með Snædísi í tíma sem heitir Flow.. og er hann blanda af Pilates, Yoga, Tai Chi og Balance :) elskann!!
Mánudagurinn var bara vinnudagur og svo strax eftir vinnu fórum við Hansi og Sölvi beint upp á Finderrupvej til Svövu og Davíðs og hjálpuðum þeim að flytja inn :)
Það var rosa gaman að sjá þau.. og líka alveg mjög gott að fá þau til okkar;* Vorum alveg vel lengi.. og svo endaði Hansi á að fara aftur uppí skóla og Sölvi fór heim.. ég var aðeins lengur hjá þeim.. og svo keyrðu þau mig heim :)
Þriðjudagurinn var bara eins og vanalega... vinna.. og svo fór ég í Pilates :) það var líka alveg rosa gaman.... :) eða aðallega bara gott! Annars man ég mest lítið eftir þriðjudeginum...JÚ! nema ég náði í saumavélina mína.. og saumaði klút og púðaver :D
Er alveg svakalega ánægð með púðaverið.. það er bara svona svart venjulegt.. og er alveg mjög mikið að spá í að gera rúmföt jafnvel :).. en ætla samt aðeins að melta það! ;) Hansi var bara í vinnunni um kvöldið.. og kom svo bara heim eftir 12 :)
í gær fór ég í leikfimi um morguninn og fór svo í vinnuna frá hálf 2 til 7 .. og gvuð almáttugur hvað það var leiðinlegt í vinnunni... það var EKKERT að gera.. og þegar það er EKKERT að gera.. þá gerir maður ekkert annað en að hanga... og verður þreyttur og ílt í bakinu og öllu bara.. argg! Strax eftir vinnu fór ég uppí Danske Bank til að hitta Hansa, við tókum út pening og leituðum svo útum ALLAN bæ af bycykel hjólum ..til að geta hjólað til Svövu og Davíðs! Það gekk ekki....... svo við stukkum upp í næsta strætó sem við vorum svo heppin með að var 5! af því hún gengur alla leið heim til þeirra :D vei vei...
Við Svava hentum okkur útí Netto.. á meðan strákarnir settu saman kommóðu.. og svo elduðum við dýrindis harborgara.. með íslenskri hamborgarasósu :)
Eftir matinn.. hjálpaði Hansi minn Davíð með 1/3 af gardínunum þeirra.. þar sem þau þurftu að kaupa erfiðustu gardínur í heimi.. og það tók mjög langan tíma að setja þær upp! :) og ég hjálpai Svövu að raða í nýju kommóðuna :)
Við röltum svo heim að verða hálf eitt minnir mig.. og vorum komin eitthvað um korter í 1!
Í DAG.. fékk ég aðeins að sofa út :) ...
Á að mæta í vinnuna klukkan hálf 1.. svo ég þarf að fara að hafa mig til :) veit ekki hvað við gerum annars í dag.. en ég er að fara í Pump tíma í kvöld :)
Annars... þá var þetta fremur ómerkilegt blogg:)... en bara aðeins svona til að segja frá hvað hefur á daga okkar drifið;* Blogga örugglega á sunnudaginn aftur :)
Knús;*
Shaggy
7 ummæli:
Hæ elskan,
Pabbi mættur á bloggið. Gott að hafa nóg að gera því þá líður tíminn svo hratt. Geri ráð fyrir að þú verðir ekkert smá fitt eftir alla þessu hreyfingu. Annars allt í gott að frétta af okkur og meira segja Sjöfn farinn að vakna á morgnana og Mamma farin að búa til brekkara fyrir alla. Nýlunda í Kúrlandinu. Bið að heilsa Hansa.
LY
Pabbi
Hæ lov
Gott að vita að allt er í "fúllsvíng" hjá þér og Hansa...knúskveðjur Arna
Ha? Eru Svava og Davíð með bíl ??
En alla vega alltaf gaman að lesa og fylgjast með hvað þið eruð að bralla :)
Núna fer ég að drífa mig í heimsókn.. þetta gengur ekki lengur :D
Knús á þig ;*
....og Svövu líka :)
Hey, bloggið er ekkert leiðinlegt nema þú segir að það sé leiðinlegt. En það var samt ekkert leiðinlegt. Lofa.
-Lára
Bara gaman að lesa um hvað þið eruð að gera.....gaman að fylgjast með. Þarf ekkert merkilegt að gerast:) Hrikalega ertu dugleg í ræktinni Saga....ánægð með þig. Nú fer kjellan að byrja í einkaþjálfun;) Allt vitlaust hjá Steinsen family í ræktinni:D
knús, Anna Gunna frænka
knús frá liðinu mínu.. .. er ekkert meira að frétta af ykkur?? af okkur er það að frétta að bjarki er búinn að ákveða að gefa pabba sínum golfkylfu í afmælisgjöf. . tilkynnti mér það í vikunni. . svo sagði hann pabba sínum frá því, ég sagði honum að maður mætti ekki segja frá.. .. en þetta var ósköp einfalt.. .. hann sagði bara, mamma ég vil tala við pabba og þetta var það eina sem hann vildi tala um :O)
luv
bryn
æjjii dúllirass er hann.. :) að gefa pabba sínum golfkylfu!! vel valið hjá honum! Þá er bara komið að múttu að reyna að redda því fyrir hann ;) hhaahah
en annars er bara allt það fínasta að frétta get ég sagt þér... ég ætla að reyna að blogga á morgun ;) promise...
luv luv
Skrifa ummæli