miðvikudagur, 3. desember 2008

jólin eru að koma :)

Paradís

Hvernig er í Paradís?
Hvenær mun mín stjarna lýsa eins og þín
er dagur dvín.

Þennan dag ég man það enn
engum öðrum um að kenna nema mér
þann kross ég ber.

Þú baðst mig um að bíða þín
að straldra aðeins við
ég gekk að því sem vísu að
þú værir mér við hlið.

En húúún sem öllu eirir og af sér gefur
Súúú sem höndum sínum lífið vefur
og segjir mér þú bíðir mín
hjá sér í Paradís.

Lýsir mér um langan veg
lofar mig og prísar þegar
rétt er breytt
og röngu eytt.

Lærir sá sem lifir hér
langanir sem bærast eru
hér og hvar
sem þú sért þar.

Hún fylgir mér á endanum í áttina til þín
því eilífðin er framundan ég veit hvað bíður mín.

En húúún sem öllu eirir og af sér gefur
súúúú sem höndum sínum lífið vefur og
segir mér þú bíðir mín
hjá sér í Paradís.


Höf: Í Svörtum fötum


Sjitt.. ég get hlustað á þetta endaaalaust! Svo endalaust sorglegt lag.. er búin að vera að hlusta bara á sorgleg lög núna. Hjálpum þeim líka, getið fundið þetta allt inná youtube ef þið viljið :)
Núna er ég bara veik heima hjá mér.. er búin að vera veik síðustu 3 daga.. Í gær sendi Hansi mig í vinnuna veika.. og ég sagði við hann áður en ég fór! Argg.. þú ert alveg eins og mamma og pabbi.. þau trúðu mér aldrei þegar ég sagðist vera veik! En ég er samt búin að vera með bullandi hita og eitthvað.. bauga niður á hné og eitthvað voða.. ekki gaman og ekki gott..

Helgin var bara róleg.. á laugardaginn fórum við með Sölva til stelpnanna :) þar voru Sísí og einhvern vinkona hennar. Síðan komu Maggi og Villi líka. Vorum alveg heillengi þar og héldum svo niður í bæ í leit að kaffihúsi til að tilla okkur á .. fórum bara á Café Jorden, þar sem Dagbjört vinnur.. og ég borgaði 90dkk fyrir stóran bjór og Nestea Ísté.. neii ég er sko ekki að grínast.. þetta var algjört rán :)
Var alveg í sjokki allt kvöldið og daginn eftir líka!
Vorum svo bara komin heim eitthvað um 3 minnir mig og fórum svo bara að sofa.. Sölvi gisti á gamla góða svefnsófanum.

Á sunnudeginum fórum við Hansi svo á Finderupvej til að skoða það og svona.. taka myndir fyrir Svövu og Davíð. Glænýr staður og enn verið að byggja flest allar íbúðirnar :) hehe.. okkur leist bara vel á þetta.. netto í sama húsi meira segja :)

Kl.4 á sunnudeginum fórum við svo í kökudag til Snædísar og Dagbjartar.. mm það var ljúffengt. Ég bakaði möffins, stelpurnar gerðu sjónvarpsköku, Villi kom með kókóstoppa og mjólk og Sísí og Maggi komu með geðveikt túnfiskasalat og súkkulaðiköku með einhverskonar fílakarmellu kremi :) rosa gott allt saman.. enda vorum við öll afvelta af gúmmelaði. Spiluðum partners og margir lögðust bara útaf... haha!

Á mánudaginn fór ég í vinnuna.. og while I was at work.. fann ég að ég væri orðin veruulega slöpp, eftir vinnu fór ég bara heim.. heyrði í snædísí og beilaði á pump tímanum, hlammaði mér svo bara uppí rúm og kúrði.
Þriðjudagurinn var dagurinn þegar Hansi henti í mig ullasokkum og panódíl og sagði mér að drífa mig í vinnuna. Ég var svo veik og lítil í mér eitthvað að ég meikaði það ekki.. en gerði það samt og kom líka heim bara sjóóðandi á enninu. (Að mínu mati, þeirra sem ég vinn með en ekki Hansa mati).

Um kvöldið var ég samt búin að ákveða að fara uppí magasin og skoða einhverjar jólagjafir.. var nefnilega opið frá 19-24 held ég.. fyrir starfsfólk og vini og fjölskyldur. Við röltum góðan hring þar.. en svo vorum við öll bara til í að fara heim.. eftir held ég klukkutíma í Magasin rölti. Ég var orðin alveg sjúúklega slöpp og við drifum okkur bara heim. Fórum upp í rúm eitthvað um 11.. sem okkur fannst geggjað :) En svo vaknaði ég hlukkan 01:17 og þurfti að fara á klóstið og snýta mér og allan pakkann. Vaknaði svo aftur um 3 og svo aftur kl: hálf 8.. alltaf sama vesenið á mér. En svona eru síðustu nætur búnar að vera hjá mér.. alltaf að vakna á næturnar og líða hörmulega!

Ákvað að vera heima í dag.. þar sem ég er ennþá alveg mjög slöpp, bullandi stíbbluð með bauga niður á hné. Maðurinn frá herningvej hringdi í mig og sagði að hann vildi frekar hitta mig á föstudaginn.. (maðurinn sem ætlar semsagt að sýna mér íbúðina sem svava og davíð eru að pæla í) hún er mun nær heldur en hin :).. Allaveganna.. þá kemst Hansi líka með mér og svona.. svo það verður voða gaman!

Hansi er bara duglegur í skólanum og svona núna. Hann var einmitt að koma heim í hádeginu og segja mér að það verður kreisý að gera hjá honum núna.. þangað til við förum heim. Það er líka bara fínt.. svo margt sem ég þarf að fara að vinna í svona líka áður en ég fer heim :) Snúllast aðeins í kringum jólagjafir og svona :)

Annars .. þá er ég byrjuð að hlusta á nokkur jólalög, eitt geggjað sem pabbi sendi mér með Stebba Hilmars, af nýju jólaplötunni hans held ég. Heitir Ein handa þér, er að hlusta á SIlent Night líka með Sinead O'Connor..ég veit ekki hvort þú hefur heyrt það pabbi (örugglega samt) en það er geggjað!! útgáfan með henni.. og það verður hlustað á það heima á Íslandinu í Kúrlandinu.. alveg pottþétt um jólin :) Vá hvað ég hlakka til að koma heim!!

JÓL! og við stöldrum við.. JÓL! og við finnum frið..
Njótum þess að eiga náðarstund..
Já JÓL! Það er lítið orð.. en merkari en mörg önnur hér á....

Kann ekki meira :), Hansi fékk pakka frá mömmu sinni í dag :) Geðveikur klútur sem hún saumaði .. og hann var ekki lítið sáttur með hann :D Svo laumaði hún smá íslensku nammi handa okkur líka :)

Ein gjöf fyrir lífið.. og eiiin handa þér :)

18 dagar
Hlakka til að sjá ykkur;*
Saga

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi voðalega áttu bágt elsku dúllan mín....Hansi þarf að vera góður við þig og hafa einhverja samúð með þér!!!!!!!
En þú ert greinilega komin í jólafíling eins og ég...mér finnst yndislegt að hlusta á jólalögin núna þá líður manni bara svo vel...hresstu þig nú við Saga mín og njóttu síðustu dagana í Köben
Kv.Arna

Nafnlaus sagði...

núna þarftu bara að sofa 16 nætur í viðbót í DK og þá verður það home sweet home.. .. andrea byrjaði aftur í gær á leiðinni heim úr leikskólanum.. saknar Tristan, ömmu og Sögu.. .. en sagði að amma væri ábyggilega að halda uppá afmælið sitt hjá guði og Tristan væri í afmælinu, krúttið.. ..
luv
bryn

Anna sagði...

Æi...sætast hjá Andreu:) Alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér Saga mín. Farðu vel með þig og njóttu síðustu dagana í DK. Það verður æði á Íslandi þegar þú kemur.

Knús til Nepal:)
Anna Gunna

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan,

Pabbi mættur á bloggið þitt. Bjögga tónleikarnir í gær og það sem stóð upp úr var eftirfarandi, flutningur Stebba á Ein handa þér, Guðrún Gunnars með Umvafin englum í minningu Rúnna Júll og að lokum flutningur Kristjáns Jó með Bjögga þar sem hann fór upp á háa c-ið og þá var gæsahúð. Það var gaman hjá Bidda í gær og ég held að ég og mamma þín höfum komið heim 5. Snjóaði eilítið í gær og orðið aðeins jólalegra. Stutt í ykkur þannig að þetta er allt að gerast. Hlakka til að sjá þig og við tökum chillið og höfum það yndislegt familían um jólin. Nú er ekki nema 14 dagar í að þú komir og við erum að fara skreyta jólatréið í kvöld og þá er allt að verða klárt fyrir heimkomuna :-) Skenkurinn kominn upp og mamma búinn að fylla hann af drasli og allt í einu fullt af lausum skápum hmmmmm Guð geymi ykkur,

Elska þig
Pabbs

Nafnlaus sagði...

jæja comment!
fínt blogg(:
en blogga meira(:
hlakka til að sjá ykkur(: