Jæja, nú ákveð ég að blogga hérna.. eldsnemma að morgni.
Nei okei.. hún er reyndar að verða 11.. svo það er ekkert svo snemma :)
Margt hefur á daga okkar drifið og margt gerist svo á næstunni :)
Nýjustu fréttir eru þó að Svava og Davíð eru að koma hérna út 14. janúar :).. Já þau eru búin að finna sér íbúð.. svaka flott íbúð ... bara dáááldið langt í burtu frá miðbænum. En ég er búin að reyna að ræða það fram og til baka við þau :) Þeim virðist vera slétt sama.. talaði meira segja við eina sem býr í Hasle.. sem er mun nær.. og hún sagðist aldrei munu flytja lengra en það.. :) En þau eru harðákveðin og ég styð þau þá bara í þeirri ákvörðun! ;) Fór upp á Brendstrupgårdsvej fyrir þau í gær.. (þar er semsagt íbúðin þeirra) og hitti einhverja konu þar.. sem sýndi mér alveg eins íbúð .. og ég tók myndir og svona dúll fyrir þau :)
Ég ætla samt ekki að tapa mér í gleiðinni fyrr en ég heyri að þau séu búin að kaupa sér flugmiða út.. þá get ég byrjað að tapa mér! ;D
Í gær fórum við Snædís í geðveikan tíma í SATS, við skelltum okkur semsagt í SATS Flow.. sem er blanda af Pilates, Yoga, Tai Chi og einhverju einu öðru.. sem ég man ekki hvað heitir! :) Það var sjúklega erfitt fyrir magann og svona.. og alveg líka svona sjúklega skemmtilegt :D
Ætla svo að prófa einn tíma í kvöld sem heitir Pump.. er reyndar á biðlista.. svo við sjáum til hvort ég komist :)
Hansi var bara að læra í gær.. er orðinn svolítið þreyttur greyið.. segist vera orðinn langþreyttur.. en það er aðalega bara af því við hlökkum svo mikið til að koma heim.. og hugsum alltaf um það hvað það er stutt í það :) Þannig núna erum við búin að banna okkur að hugsa um það og njóta síðustu viknanna hérna í Árósum :)
Ég kíkti á Snædísi og Dagbjörtu í gær.. og þar var Sísí líka.. og við spjölluðum alveg heillengi :) Svo skellti ég mér bara heim .. og henti í eina brownies köku.. :)
Hansi var nú ekki lítið sáttur með mig þá ;).. kaka og mjólk.. mmm
Í dag verður bara venjulegur vinnudagur.. frá hálf 12:30 til 18:00..
Á morgun er hinsvegar Christmas Nigt hérna í Århus, sem þýðir í sjálfu sér að allar búðir .. allaveganna í miðbænum veit ekki með aðrar.. eru opnar til 24:00! Þannig við Hansi ætlum að skella okkur í kózý jólagjafabæjarröltainnkaup :) það verður voðalega gaman.. hlakka mikið til:)
Það er nú þegar búið að setja svona ljós upp en ekki búið að kveikja, verður örugglega gert á föstudagskvöldið :) Þetta er ÅRHUS Í FYRRA!
Síðan verður helgin .. eða laugardagurinn bara vinnaa... en svo er ég í fríi á sunnudaginn og þá verður kökudagur :) jááhh.. Snædís og Dagbjört ætla að hafa kökudag.. þannig að allir eiga að koma með köku :) það verður gaman...
Helgina eftir það eða laugardaginn 6.des ætlum við Íslendingarnir .. að halda Julefrokost.. eða Juleaftensfrokost.. það er eiginlega ekki til neitt gott orð fyrir þetta af því við ætlum að hafa semsagt hitting heima hjá stelpunum.. þar sem allir eiga að koma með eitthvað að spisa.. eða drekka og það verður um kvöld:) Hlakka mikið til þess! verður örugglega mjög gaman :)! Við veðrum semsagt 3 pör.. svo dagbjört, snædís, villi og jói :) vúbbíí..
Í desember.. eða 19 desember ætlum við svo að fara til Köben, Snædís ætlar að lána okkur íbúðina sína þar svo við ætlum bara njóta síðustu daganna í Kóngsins Köbenhavn :) Hlakka til...
Jáhh, það er semsagt nóg að gera hjá okkur næstu daga og helgar :) Vonandi hafið þið það öll alveg dásamlegt og ég hlakka til að sjá alla;*
Knús,
Shaggy :)
8 ummæli:
þessir 25 dagar verða hrikalega fljótir að líða.. .. verður komin á klakann áður en þú veist af :o) hlökkum til að sjá ykkur
luv
bryn
vá ég er spennt!
En Saga mín þú getur alveg misst þig í spenningi út af því að við erum að fara að breyta peningunum í danska :)
aðeins um 7 vikur í mig! love you!
Sveibý!
Hæ elskan,
Gott hjá þér að hafa nóg að gera því þá líður tíminn svo hratt. Vorum á skólaskemmtun hjá Stebba í gær þar sem hann þurfti að lesa upp og syngja ásamt öðrum. Stóð sig vel strákurinn en þarf að muna eftir að lesa alltaf heima. Hann er svo upptekinn af því að vera gutti. Sjöbba veik heim og var með 39,2 í gærkvöldi. Mjög slöpp greyið og kominn með einhverja flensu. Thanksgiving í Kúrlandinu á laugardaginn og 20 manns meldaðir. Goggi kemur með græjur og Steini kemur með borð og stóla. Pabbi þarf að taka til í kvöld og á morgun svo allt verði fínt. Annars skítakuldi og kreppa á Íslandi, ekki gaman. Guð geymi ykkur.
Elska þig,
Pabbi
Hæ elskurnar
Njótið þess að vera til í DK í jólastemmningunni, það er svo gaman...julefrokost út um allt og Danirnir í mega jólafíling:)
Þú ert ótrúlega dugleg í ræktinni Saga.....go girl.
Takk fyrir öll kommentin á facebook sæta frænka.
knús og kossar,
Anna
Vá hvað er gaman hjá ykkur....njóttu þess í botn dúllan mín....hlakka til að sjá ykkur um jólin...
Lovjú Arna
Æjj en gaman hjá ykkur :D Tíminn er alltaf svo fljótur að líða þegar það er nóg fyrir stafni ;)
Ég var einmitt að fá kort í Hreyfingu .. svo ég ætla að vera súper dugleg að fara og kíkja í einhverja tíma og svona :)
Sé þig eftir nokkra daga snúlla !
Laf laf,
Annie ;*
Rosa er þetta kósí hjá ykkur :)
kv.Valgerður
held það sé kominn tími á nýtt blogg(:
heyrumst og hlakka til að sjá ykkur;D
Skrifa ummæli