angel, sarah mclachlan
in the arms of an angel
fly away from here
from this dark cold hotel room
and the endlessness that you fear
you are pulled from the wreckage
of your silent reverie
you're in the arms of the angel
may you find some comfort there
Það er svo fyndið.. í gær þá var ég að tala aðeins við pabba á skype og hann segist ætla að sýna mér ótrúlega gott lag sem Guðrún Gunnars söng í minningu Rúnars Júl. Hann sagði mér að fara á tonlist.is og hlusta á lag sem heitir Umvafin englum. Um leið og ég heyrði fyrsta tóninn í laginu fattaði ég hvaða lag þetta var.. og fattaði líka að ég hafði verið að hlusta á þetta lag allan daginn bara eftir kanadísku sönkonuna Sarah Mclachlan. Þá heitir þetta lag Angel, og er partur úr því hérna að ofan. Þetta er lag sem ég ELSKA og get hlustað alveg endalaust á. Ég hef alltaf komist meira og meira að því að við pabbi erum eiginlega með nákvæmlega sama tónlistarsmekk. Fyrir utan Robbie Williams og Madonnu, en ég get því miður ekki hlustað á þau. Dáldið gaman af því :)
Annars, þá sit ég bara í kózýleg heitum heima hjá mér núna, með jólatréið mitt blikkandi fyrir framan mig og kertaljós við hliðina á mér. Hansi minn situr bara í sófanum og er að semja texta til að segja frá í krítíkinni sinni. Hann er búinn með verkefnið sitt og er það bara alveg ótrúlega flott .. ef ég má sjálf segja frá :) Ánægð með strákinn minn;*
Já.. núna erum við bara dugleg að telja niður.. 3.. næstum 2 dagar í kaupmanna höfn.. sem segir að það eru 5 næstum 4 dagar í Íslandið okkar góða :) Sjitt.. við fáum alveg mega spenning í magann þegar við hugsum um að knúsa fjölskylduna okkar.. og gera ekkert annað en að hangsast með þeim, eiga góð jól, borða góðan mat.. og vera dugleg að knúsa þau :) hehe..
Úff ég fæ bara gæsahúð! :)
Annars er bara rosalega mikið að gera í vinnunni.. þannig það eina sem ég geri nánast núna er að standa við búðaborðið og segja kan jeg hjælpe næste?.. er det en julegave? .. så skal jeg be' om 250kr... vil du få til og fra kort på?
Svo á meðan ég pakka inn gjöfunum.. fæ ég nánast alltaf sama comment.. Ej det er bare så flotte julebon som i har i år.
Allir semsagt alveg að missa sig yfir jólaborðanum okkar.. sem er reyndar alveg mjög flottur.. og mun príða mína pakka í ár :)
..annars er ég búin að eignast fína vini þarna í Magasin, Maria, Karina, Jorgen, Elsebeth og fleiri..
Maria.. hún er svona jule assistans sem er byrjaði eiginlega bara í byrjun des og er svo utrolig sod pige :) Hún er 18 ára, en virkar svona 20-21 árs. Allaveganna, í dag þá kom hún til mín og sagði við mig að hún væri að hætta þann 23. des og héldi að hún kæmi örugglega ekkert aftur (hún vissi það ekki þar sem hún vinnur ekki hjá Magasin, heldur vinnur hún hjá firmanu Lancome).. allaveganna hún sagði við mig að henni langaði svo að bjóða mér í innflutningspartý hjá sér og kærastanum sínum sem yrði í febrúar :) Ej, mér fannst hún svo ótrúlega krúttleg að ég sagði bara að við myndum skiptast á númerum svo hún gæti nú þá frekar boðið mér þegar að því kæmi :)..
Fannst dáldið gaman að vera boðið eitthvert og það af einhverjum öðrum en íslendingi... þar sem mér hefur yfirhöfuð ekki verið boðið neitt nánast! :/
Já það er svona... við Hansi minn fórum uppá lestarstöð í dag.. að borga fyrir lestarmiðana okkar til Köben. Úff.. hvað það verður ljúft að komast þangað... og krúsídúllast eitthvað í Tívolíinu og svona :) mm.. sé þetta bara fyrir mér!
Síðustu dagar hafa bara verið annars þvottur, vinna og skóli. Settum alveg í 4 vélar í gær fyrir heimkomuna.. þurfum reyndar að henda í aðra vél á fimmtudaginn.. Snædís sæta kom í heimsókn til mín í fyrradag.. og við tjilluðum aðeins saman. Áðan setti ég allar jólagjafir sem við erum búin að kaupa í aðra ferðatöskuna okkar :) þannig við erum allaveganna byrjuð að pakka smá niður.. má segja það! Annars ætla ég ekki að taka mikið með mér heim.. bara kózýföt og spariföt :) iss verð bara á náttbuxunum allan daginn :D Jæja.. nú þarf Hansi minn netið;* Við biðjum bara að heilsa ykkkur og hlökkum mikið til að hitta ykkur :)
Kveðja, Jóla Saga:)
3 ummæli:
ussss nú eru bara 4 dagar í heimkomu.. .. kláraðu að pakka :o)
luv
bryn
Get lofað þér því einn daginn að þú átt eftir að fíla Robbie. Það er svo skrítiða þegar maður fer á tónleika hjá einvherjum þá fílar maður þá for the rest of life. Dæmi: Kenny G, Michael Bolton, Robbie Williams, ein undantekning er Paula Abdul.
Julen
Pabbs
Ég er því miður ekkert dugleg við að lesa blogg, yfirhöfuð, en mundi allt í einu eftir því að það gæti verið gaman að lesa það af því að ég hef sdvo góðan tíma núna. Þetta er þvílíkt skemmtilegt!! Nú reyni ég að muna eftir þessu á nýju ári 2009, ég lofa sjálfri mér því.
Hlakka til að sjá ykkur fljótlega.
kveðja,
Amma Erna
Skrifa ummæli