Við tvö<3
Sunnudagurinn er runinn upp og vikan er enn og aftur liðinn..
Sjitt..vikan er bara einum of fljót að líða!
Á föstudaginn vaknaði ég klukkan 5 um nóttina. Vaknaði reyndar ekki til að fara á fætur.. heldur vaknaði við Hansa sem var að fara á fætur. Hann átti nefnilega að vera mættur upp í skóla rétt yfir 6 um morguninn af því hann var að fara í 4 tíma rútuferð til Köben með öllu fyrsta árinu. Á meðan Hansi skoðaði og teiknaði byggingar í Köben var ég bara að vinna.
Það er einnig afsakplega gaman að segja frá því að í matarhléeinu mínu þennan sama dag.. settist ég upp í kaffiteríu sem reyndar eitthvað öðruvísi þennan dag, þar sem það voru kerti á hverju borði.. jæja allaveganna .. ég settist niður og borðaði nestið mitt og las íþróttafréttirnar (það var það eina sem ég fann) í makindum mínum. Þegar ég hafði flett í gegnum nokkrar síður mætir mér þetta HJÚTS bál.. og það var Á BLAÐINU MÍNU!! ég náttúrulega panikkaði .. og fyrstu viðbrögðin mín voru að hrista blaðið... það gekk ekki... þá prófaði ég að blása... það gekk svona semí en svo endaði ég á að sturta úr vatnsglasinu mínu á blaðið. Gvuð almáttugur hvað mér brá mikið við þetta.. og allan tímann var einhver stelpa að horfa á mig og hlæja! ojj..
Allaveganna.. eftir þessi miklu erfiði mín lyktaði öll kaffistofan eins og einhver hafði kveikt í henni.. ég ákvað því bara að láta þetta gott heita og hélt niður til vinnu aftur! (mjögsvo skömmustuleg) :D þetta var reyndar alveg sjúúklega fyndið eftir á.. en EKKI á meðan því stóð!
Þegar ég kom svo niður til vinnu.. var ég mest allann tímann ein.. að taka upp vörur og setja þjófavörn og svona í þær.. Á einum tímapunkti var þó enginn í búðinni (deildinni minni) að ég hélt.. þangað til ég heyrði eitthvað svona skrjáf á bakvið einn staurinn.. ég gekk í rólegheitinum í áttina að skrjáfinu.. þar stóð maður með ilmvatn (karlmannsrakspíra) í hendinni og fyrir neðan hann var plastið utan af ilmvatninu. Í fyrstu áttaði ég mig ekkert á þessu og stóð bara þarna og horfði á hann. Þá fór hann að gefa mér eitthvað krípi augnaráð (var með eitthvað skrítin augu).. gekk svo til baka þar sem ilmvatnið hafði staðið áður.. skilaði því.. gaf mér aftur krípi augnaráð og gekk svo út..
Þegar hann var farinn gekk ég að plastinu og tók það upp.. og það var í raunninni ekki fyrr en á akkúrat þeim tímapunkti sem ég fattaði að hann hafði ætlað sér að stela ilmvatninu!! haha.. og ég gerði ekki annað en að stara á manninn.. en það er nefnilega akkúrat öfugt við það sem við eigum að gera. Ég hefði semagt átt að fara strax í símann og hringja í vagten (svona securitas menn eiginlega) og segja þeim að það þetta væri Saga úr ilmvötnunum og að það væri mjöög svo grunsamlegur maður hér sem mér fyndist að þeir ættu að fylgjast með.
Jááá... það gengur kannski betur næst, þar sem það er hvort er alltaf einhver að stela. Einu sinni voru tvær 15 ára stelpur af tyrkneskum uppruna búnar að stela fyrir 5000dkk. Ég fékk áfall þegar ég sá þær.. ýkt saklausar og litlar. Svo var einn sem gekk víst bara einn góðan hring í ilmvatnsdeildinni (á meðan ég var að vinna meira að segja) og stakk 4 ilmvötnum ofan í töskuna sína! Ótrúlegt hvað fólki dettur í hug. :)
Ef við höldum áfram að tala um föstudaginn.. þá kom Hansi heim klukkan eitthvað yfir 10.. þá var ég búin að gera kjúklingabringur reddý, salat og hvítlaukssósu.. voðalega huggulegt. Síðan í eftirrétt var ég með ís með marssósu og grillaða banana með smartís í :) Mmmm það var svo ótrúlega gott!! Fljótlega eftir matinn fórum við bara að sofa :) Laugardagurinn var bara leiðinlegur og hálfómerkilegur :) En um kvöldið kom Sölvi til okkar og við skemmtum okkur alveg konunlega:) munu koma nokkrar myndir af því kvöldi hér inn á eftir :) Ég heyrði í Svövu, Önnu, Arndísi, Carmen og Rakel á skype :) þær voru bara eitthvað að snúlla sér á laugardagsskvöldi og Anna Þrúður var EKKI að djamma :D ÓTRÚLEGT! ;)
Síðan heyrðum víð í Davíð, Þobba, Robba, Halla og Óla held ég... veit samt ekki alveg :S
Þeir voru svaka hressir á leiðinni á Palla á NASA.. nema þeir hafi verið að ljúga :)
Við kíktum síðan eitthvað út.. og enduðum svo á því að fá okkur late night snarl á AliBaba :) Rullekebab.. sem mér persónulega fannst mjöög gott :)
Sölvi gisti svo hjá okkur og við rotuðumst öll þegar við fórum upp í rúm :)
Í dag þann sunnudag sem hann er nú .. er hann Hansi minn bara að teikna, hann er að klára verkefni sem hann á að skila á morgun. Svo duglegur þessi elska :) Ég keypti mér reyndar líka kort í ræktinni í gær.. gleymdi að segja frá því.. í SATS heitir það. Það eru meira segja tvö hérna frekar nálægt. Ætla að fara í fyrramálið og púla aðeins áður en ég fer að vinna :D Svo er ég í fríi á þriðjudag og miðvikudag :)
Á morgun er mánudagurinn 10.nóvember, og ef hann Tristan minn hefði verið á lífi þá ætti hann 3 ára afmæli á morgun:) Hann var eitt það besta sem hefur komið fyrir mig.. enda var hann líka bara litla barnið mitt :) Vissi alltaf þegar ég var að koma heim.. þó ég væri bara nýbúin að keyra inn um götuna.. en þá var hann alltaf kominn útí glugga að taka á móti mér :) Hann var algjört yndi.. og hans sakna ég ennþá mjög mikið;* Er með mynd af honum á náttborðinu mínu meira segja :) En á föstudaginn á síðan hann Míkó litli lúðinn minn afmæli :) orðinn eins árs litla krúttið :) Mamma og pabbi .. þið verðið að gefa honum smá afmælisgjöf :D hehe..
Jæja.. nú er ég bara að spá í að fara að dúlla mér eitthvað, henda inn myndunum og svona.. Hafið það gott elskurnar mínar:) Takk fyrir að lesa bloggið og kommenta og svona, p.s. bara svona svo þið vitið það.. ég reyni alltaf að miða við.. að þegar það eru komin svona sirka 10 komment.. helst fleiri.. þá skrifa ég nýtt blogg:)
Sölvi upppuntaður fyrir kvöldið
Shaggy! :)
Félagarnir
Spekingurinn Hans Orri :)
Teknar voru nokkrar skuggamyndir, hér er skugginn hans Sölva
Steinsen .. ready fyrir aftenið;*
Knús á liðið..
Shaggy;*
5 ummæli:
hæ krúttan mín :)
það var rosa gaman að heyra í ykkur.. við skemmtum okkur ágætlega :)
og ég set myndina af okkur síðan á laugardaginn á netið :) hihi
love Svava
Hæ sæta
Alltaf gaman að lesa bloggið frá þér....ég var á Flúðum um helgina í sumarbústað yndislegt afslappelsi ...krakkarnir voru með mér og ég tók Söru með okkur og við föndruðum jólakort,máluðum piparkökur og máluðum jólasveina....mamma og pabbi voru líka...flott helgi
Have a nice time
Lov Arna
hehehe sé alveg fyrir mér þig kveikja óvart í blaðinu :D
Ótrúlega gaman að heyra í þér á skype.. farin að sakna þín alltof mikið !
Þú varst nú ekki með svona fínan snúð í hárinu þegar við sáum þig.. þú varst lúði með húfu INNI ! :P
Og heyrðu músa.. er ótrúlega stolt af mér að hafa ekki djammað þessa helgina .. held að það sé málið að halda svona áfram til jóla :) hehe
Knús á þig ! ;*
Hæ elskan,
Ef þig vantar hjálp með þessa þjófa þá get ég komið og buffað þá fyrir þig. Ný vika að hefjast og það þýðir að það er styttra til jóla. Við mamma kaupum eitthvað gott handa Míkó svo að honum líði vel. Annars er hann alltaf jafn glaður að sjá mann og geltir á þá sem hann vill ekki sjá. Við vorum að velta því fyrir okkur að kaupa hálsól sem gefur honum straum um leið og hann geltir, svona eins og í Fun with Dick and Jane :-) Það er víst hægt að fá svoleiðis í Dýrabúðinni. Biðjum annars að heilsa ykkur. Guð geymi ykkur.
Love
Pabbi
Hæ elsku Saga mús
Þessi saga um þig í kaffiteríunni og bruninn.......ég dó úr hlátri.... þetta er náttúrulega bara fyndið Saga....auðvitað eftir á;) Ég hlæ núna þegar ég skrifa þetta...hahaha.
Flottar myndir, flott blogg og flott frænka (já og Hansi líka:).
Við vorum heima um helgina með Ripp, Rapp og Rupp í chillinu. Fórum á basar þar sem amma Erna var að vinna (basar Barnaspítala Hringsins) og keyptum jólasvein og köku:)
knús í krús,
Anna Gunna
Skrifa ummæli