~*Tristan Steinsen~*
Fyrir akkúrat 3 árum í dag fæddist litla yndislega dýrið mitt hann Tristan minn. Tristan var lítill yndislegur chihuahua hundur sem við fjölskyldan fengum loooksins eftir margra ára suð við að fá hund. Hann var dásamlegur þetta litla dýr, var með ótrúlega fyndið fótafettis sem lýsti sér þannig að hann kom alltaf til mans ef maður sat með krosslagðar fætur og lagði höfuðið sitt á ristina á manni.. og ef maður færði fótinn þá færðist Tristan bara með. Hann elskaði líka að koma sér vel fyrir í hrúgu eða við kusum að kalla það snigil.. og sofna þannig :) Í desember á síðasta ári var hann því miður tekinn frá okkur. En við lofuðum okkur því að minnast hans á hverju ári :) og hafa mamma og pabbi gert það heima á Íslandi með því að kveikja á bláa kertinu hans sem við keyptum handa honum daginn eftir að hann dó. Mér finnst einnig gaman að segja frá því að Tristan vissi ALLTAF þegar ég var að koma heim. Ég veit ekki hvernig hann fór að því en hann var alltaf komin út í glugga og beið eftir mér.. heyrði meira segja alltaf í bílnum mínum þegar ég keyrði inn götuna:) Algjört rassgat! Yndislegi og fallegi litli hundurinn minn hann Tristan var draumahundur.. fyrir utan smá kúka og pissuvesen :) Hann var algjört yndi og eitt það besta sem hefur komið fyrir mig:)
Mig langaði bara að blogga þetta stutta blogg til að minnast þessa litla fallega engils sem ég veit svo sannarlega að er að snúlla sér þarna uppi á himnum með Bangsa sæta (hundurinn sem amma og afi áttu í bjarmó) og Birtu sætu (sem Hansi minn átti, hún dó í nóvember í fyrra) ;*
Flottastur
Algjör draumur
Í snyrtingu, nýkominn úr baði :)
Fótafettisið :)
Takk fyrir alla þá hlýju og ást sem þú gafst mér á þessum stutta tíma elsku Tristan minn;*
Elska þig
Þín Saga
9 ummæli:
elsku saga, þó ég sé langt frá því að vera væmin týpa þá finnst mér þetta hrikalega fallegt hjá þér og veit að litli fótafetish gæinn er ánægður með þig, fékk tár í augun við að lesa þetta.. .. vona að þú hafir það gott á ammmmælisdeginum hans :o)
luv´ya bryn
Æi hvað þetta er fallegt hjá þér elsku Saga mín :* Skil þig svo vel.. Ótrúlegt hvað maður getur elskað þessa hunda sína :)
Hafðu það gott í dag :*
Kveðja Dóra..
Dúllan mín þetta var fallegt....fékk sko tár í augun
Kv.Arna
Þú ert svo mikið gull Saga mín. Með stærsta hjarta í heimi. Sæt myndin af ykkur systkinunum, þið eruð svo flott:*
Luv´ya,
Anna Gunna
fallega orðað hjá þér, fékk næstum tár í augun að lesa þetta.. hann var sov mikil mús og svo gaman að sjá hann og Söru leika saman :)
ég sakna hans líka, hafðu það gott á afæmlisdaginn hans ;*
love Svava
Vá ég fór án djóks að grenja við að lesa þetta :(
Voðalega fallegt hjá þér Saga mín :) Tristan var góður hundur og ég gleymi aldrei fótafetisinu hehe !
Knússss !
knús á þig saga mín, fallegt blogg enda ertu ótrúlega falleg stelpa, að innan sem utan:)
elska þig!:*
luv sjöbba frænkz
Hæ elskan,
Mikið var það erfitt, jafnvel fyrir hann pabba þinn að horfa á eftir þessum litla vini. Man eins og það hafi gerst í gær þegar hann tók síðustu andköfin fyrir utan heima. En við stóðum sterk og þetta þjappaði okkur fjölskyldunni ennþá betur saman. Það er oft sorglegt að slíkt þurfi að koma upp til þess. Tristan verður minnst um öll jól hér eftir og kerti honum til heiðurs tendrað á Þorláksmessu. En í stað hans er kominn Míkó sem má þó ekki falla í skuggann því hann þarf hlýju og kærleika frá okkur. Hann á afmæli í dag og hann verður treataður af okkur og afa í dag og látinn vita að hann er meira en velkomin í okkar fjölskyldu. Hann er alltaf jafn yndislegur þegar hann leggst á bakið óumbeðinn og vill fá klór. Eða þegar hann heyrir í þér á Skype og hleypur út á svalir og heldur að þú sért að koma heim. Fékk veður af því að Tristan líði yndislega hjá Guði :-)
Elska þig
Pabbi
Tristan var bestur, litla uppaháldið okkar:) Ótrúlega fallegt af þér að gera svona blogg til hans, og gaman að lesa það líka. Hann var svo æðislegur þessi hundur það er ekki til orð um það lýst:) En hann er örugglega alveg að meika það uppi hjá guði. Örugglega lang skemmtilegasti og sætasti hundurinn!
Love you
Sjöfn
Skrifa ummæli