sunnudagur, 26. október 2008

Hjélló allirr...


Í dag er sunnudagurinn 26.október og það fyndnasta gerðist þegar við vöknuðum í morgun. Hansa sími var stilltur klukkutíma á undan mínum! Þá er semasgt kominn vetrartími hér í Århus, eða Danmörku nánar tiltekið og þá breytist tímamismunurinn :) jáhh.. það er frekar skrítið. Þannig að fyrir ykkur sem fylgjist með tímamismuninum hjá mér og heima.. þá erum við bara klukkutíma á undan núna!! :)

Á föstudaginn var ég búin snemma í vinnunni.. eða 15.15. Kíkti aðeins í HM.. og rölti svo bara heim:) Hansi hringdi svo í mig og bað mig að koma með flakkarann okkar niður í skóla til sín.. ég druslaðist í að gera það og rölti svo bara aftur heim og hafði það kózý :) Fengum okkur dýrindis mexíkanskar pönnsur í kvöldmatinn og horfðum svo  á Forgetting Sarah Marshall ! Ekki leið á löngu þangað til mamma sendi mér sms og sagði að bróðir minn væri búinn að stilla sér upp fyrir framan webcamið og ætlaði að vera með tónleika fyrir okkur! :) Litli dúllurassinn minn spilaði semsagt fyrir mig og Hansa fullt af lögum á gítarinn sinn og var svooo flottur!! Var ekkert smá stolt stóra systir ;**
Eftir það spjallaði ég bara aðeins við mömmu mína og pabba og það er alltaf jafn gott að heyra í þeim;* .. Síðan héldum við Hansi bara áfram að horfa á myndina :) Þegar hún var alveg að verða búinn hringdu Svava og Anna sætu í mig :) Svo ég missti reyndar af endanum.. en það var alveg þess virði ;) Takk fyrir símtalið sætustu;*

Á laugardeginum fórum við í hádegishjólatúr til Risskov :) Jáá.. það var ekkert smá gott veður hérna í århus þannig við skelltum okkur út að hjóla! Held við höfum alveg hjólað í einn og hálfan tíma.... Þegar við vorum svo komin til Risskov (þar sem btw. á að vera víst svaka flott strönd) sáum hana reyndar ekki... allaveganna.. þegar við vorum svo að fara til baka.. þá sagði Hansi allt í einu við mig.. : HEY! sástu kramda broddgöltin?! Ég snarstansaði alveg.. fór að hjólinu og hljóp aðeins til baka til að sjá þetta ferlíki..
Æjiii... þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá bröddgölt og hann var greyjið kramin útá götu með tvær krákur hangandi yfir sér sem voru að fara að éta hann.. yakk!
Síðan hljóp ég bara til baka og við hjóluðum svo heim :)
Dagurinn var svo bara notaður í afslöppun og svo um kvöldið gæddum við okkur á dýrindis kjúklingabringum með frönskum kartöflum:)
Dl. öðrum þætti í 4 seríu af How I met your mother í gær..  horfðum síðan á hann í gær! :)

Í dag sunnudaginn 26... þá var ég mega hugguleg og bjó til amerískar pönnsur.. með sírópi, eggi og beikoni :) Það var vooðalega gott.. eða hann Hansi minn er allaveganna alltaf ánægður með það :) Eftir hádegismatinn okkar.. fórum við í göngutúr í háskólagarðinn. Ég hafði aldrei farið þangað svo Hansi ákvað að rölta með mér þangað.. þetta er sko riiiisa svæði og fuuulllt af háskólabyggingum! Það var mjög gaman að fá að sjá það :)
 Við fórum svo bara heim.. og erum hér nú. Tókum aðeins til áðan.. vorum alveg að mygla hérna! :) hehe.. en núna er allt orðið voða fínt og flott!
Töluðum við Davíð á skype í gær.. og hann var bara hress og kátur.. tökum hann á orðinu þegar hann segir við okkur að hann og Svava verði komin til Danmerkur í síðasta lagi í mars! Jebb.. Svava, Davíð... ég er með þetta skrifað bakvið eyrað ;)

Okei.. ég verð eiginlega að segja ykkur frá einu.. (ekkert voða merkilegu samt ) Þegar við fluttum hérna inn.. fengum við svona frían sjónvarpspakka með. Vorum þvílíkt sátt með það.. geta loksins horft á danskar stöðvar og lært dönskuna meira og svona. Já, einmitt.. þegar við byrjuðum að fletta í gegnum þessar *frábæru* 21 stöð sem við erum með.. þá erum við með tvær danskar stöðvar dr1 og dr2 og svo boomerang!! sem er barnastöð. Allt hitt er bara arabíska, sænska, norska, franska og þýska!! Hvað í fjandanum höfum við að gera við það? Við búum í Danmörku og viljum horfa á danskar stöðvar.... argggg!! 

Allavegaa..
Í kvöld verður það pizzzzzzaaaa .. ætlum út í Fakta Q til að kaupa ost og pizzusósu :) Annars erum við bara góð! Ég er að fara að vinna á morgun og á þriðjudaginn.. svo er ég í fríi á miðvikudag og fimmtudag. En það þýðir líka.. að ég er að vinna AALLLAAA helgin :( föstudag, laugardag og sunnudag. Núna verður nefnilega opið á hverjum sunnudegi í allan nóvember og desember.. Jájá, ég er ekki aaaalveg nógu sátt með commentin, sýnist Anna, Svava, Sólveig og Brynja frænka allar vera hættar að skoða!! :O Og mamma er ekki ennþá byrjuð! skamm .. ;( Vona að það verði fleiri comment í þessu bloggi en í því síðasta!! :)


Hansi og ég í háskólagarðinum :)

Hansi sæti í háskólagarðinum

Við úti að hjóla á laugardeginum

Veðrið var geggjað eins og þið sjáið :)!

Ég að cykla :)

Í garðinum í dag..

Og ein hérna skemmtileg í endann! Er hún ekki geggjuð nýja tískubylgjan sem ég er að fara að setja af stað?.. hélt það líka!!;)

Loooveee Shaggy;*

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ!!

Mér finnst myndin af ykkur tveimur í háskólagarðinum æðisleg :)
Það var gaman að heyra í ykkur í gær og þú átt pottþétt eftir að standa þig vel í náminu brósi minn, ekkert smá flott verkefnið hjá þér sem þú sýndir mér í gær.
Kys og Kram til ykkar! Kv. Lísa sys

Nafnlaus sagði...

JÚ, ég skoða alltaf bloggið þitt.. bara gleymi stundum að commenta :P sorry.. en ég kenndi þér líka að gera ø.. eða virkar það kannski ekki hjá þér??

En buxurnar eru náttúrulega málið núna, þú ert algjör skvíza á þessari mynd ;)
Miss you :*

Nafnlaus sagði...

Pabbi mættur í bloggið. Alltaf jafn gaman að lesa það. Verð að benda þér á að það þarf að vera "variation" í matnum hjá ykkur, annars byrjar Hansi á því að kaupa sér skyndibita. Legg til að Mams sendi þér uppskriftir til auka fjölbreytileikann. Held nefnilega að þið séuð búin að borða pizzu 2o sinnum síðan að þið komuð út. Annars borðum við mikið Spaghetti ala Mams þessa dagana, mannstu það er kreppa. Hér er annars snjór og skítakuldi, gott að kúra undir sæng og horfa á TV-ið. Guð geymi ykkur.
LY Pabs

Nafnlaus sagði...

Heyrðu músin mín ég er sko ekkert hætt að skoða !! :P
Er aðeins að hefna mín þar sem þú ert svo sparsöm á bloggin.. hehe grín :)
En já ég veit sko alveg að þú ert góð í að búa til pönnsur og egg og beikon ! Manstu í bústaðnum stóðst þú fyrir þessum dýrindis morgunmat ásamt minnir mig Helenu.

Þú ert algjör skvísa í þessum buxum ;)

Laf jú ! ;*

Nafnlaus sagði...

Lísa:
Takk fyrir commentið ;* Já, Hansi er svaka ánægður með það!! :)

Sólveig:
Eins gott að þú skoðir það.. finnst svo gaman að lesa commentin frá ykkur öllum :) Fer inn á hverjum degi til að athuga hvort það séu fleiri sem hafa commentað! En buxurnar með skyrtunni og beltinu eru náttúrulega klárlega grín! :) Reyndar ekki buxurnar sjálfar einar og sér.. þær eru awesome! ;) Miss you too;**

Pabbi:
Já okeii.. kannski alveg rétt þetta með fjölbreytileikann.. erum samt alveg dugleg að borða, kjöt, kjúkling,grænmeti og núðlur og svo meira segja þá tókst mér að búa til geggjaðan grjónagraut um daginn!! :) Ótrúlegt en sattt...
Legg til að mamma sendi mér líka einhverjar góðar uppskriftir... þú kannski talar við hana þar sem hún er aldrei að commenta á síðuna mína! ;(
Hafið það gott í snjónum;** luuv you!

Anna Þrúður:
Eins gott að þú sért ekki hætt að blogga góða mín.. því þú ert ein af þeim duglegustu.. og hefur alltaf verið á öllum bloggum :) hehe... en Svava er alveg að kúka á sig í þessu núna! Mátt skila því til hennar.. held hún sé búin að gleyma blogginu mínu! :/ En ég man vel eftir sumóferðinni þegar ég gerði brunch.. hehe :) þið voruð allar voða sáttar;)
Laf jú.. miss you;**

Nafnlaus sagði...

Heyrðu góða mín :) Ég kíki alltaf á bloggið þitt.. Elska að lesa svo löng og skemmtileg blogg ;)
Þú ert orðin ekkert smá myndó að elda..
Gangi ykkur vel..
Kveðja DóraSif ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku kæró
Mikið er gaman hjá ykkur....alltaf gott veður ég öfunda ykkur ekkert smá....hundfúlt veður núna... skítkalt en sem betur fer sól....þetta með matinn mér finnst þú og Hansi ansi myndarleg í þessu ég verð barasta að hrósa ykkur ...hafið það gott og gangi þér vel að vinna um helgina Saga mín...
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

Ég er sko ekki hætt að skoða síðuna! þú bloggar bara sjaldnar að maður gleymir stundum að fara inn á hana hmm.. :O :)

En já þú mátt taka okkur á orðinu.. sérstaklega Davíð, hann veit meira um þetta en ég held ég ;)

En það var svoo gaman að heyra í þér um daginn.. ég hitti þig aldrei á skype lengur, þú mátt endilega senda mér sms næst þegar þú ert til í spjall:) maður er farinn að sakna þín, en sem betur fer er þetta að fara að styttast að ég komi til ykkar! Ég hlakka svo til

þú ert skvísíí í þessum trousers;)

love Svava ;*

Nafnlaus sagði...

gamli góði kvartarinn.. .. skrifar ekki blogg í marga daga og svo skilurðu ekkert í commentunum.. .. :O) - ég kíki daglega á síðuna þína skvísin mín, finnst svo skrítið að þú sért svona langt í burtu.. .. .. sakna þín - finnst þið samt vera að pluma ykkur ótrúlgea vel þarna úti.. .. samt time out á dressið :)
luv bryn