sunnudagur, 19. október 2008

Letidagurinn Mikli :)

Hæhóó........
Veit ég bloggaði fyrir þremur dögum... en er að reyna að bæta mig í blogginu nefnilega! Í gær elduðum við pizzu með Sölva :) spisuðum hana.. puntuðum okkur upp.. og héldum svo út á lífið hér í Århus..
Við erum ekki aaalveg viss hvar allir skemmtilegu skemmtistaðirnir eru.. en við við vissum um einn og héldum þangað tiltölulega snemma í gærkvöldi..
Staðurinn heitir Social Club og er alltaf alveg kílómeters röð fyrir utan hann.. nema í gær!
Ég gerði mér góðan göngutúr að dyravörðunum og spurði: Hvor gammel skal man være når man vil kommer ind? Þeir svöruðu mér þá til mikillar gleði: Man skal være tyve år gammel.. Ég þrumaði þá CPR númerinu mínu og ökuskírteninu mínu í þá og sagði værsgo.. með bros á vör! Hann renndi lauslega yfir skírtenið og sagði svo.. : Aaa.. er du islænding, ég var ekki lengi að svara honum: Jah, det er jeg.. og en god islænding. Þá hló hann bara af mér.. babblaði eitthvað sem ég skildi ekki og hleypti mér inn. Þeg við vorum svo öll kominn inn.. þá tókst konunni þar að hósta upp úr sér að það kostaði 40dkk inn fyrir þá sem ekki væru með stúdentakort.. annars frítt. Sölvi var með sitt, Hansa var uppí skóla og ég er ekki nemandi svo ég á ekki svoleiðis.. við litum í veskin okkar .. og héldum svo heim á leið ! Það var ekkert smá súrt að geta ekki farið þarna inn.. vorum öll komin í mega dansstuð!
Jæja.. gengur bara betur næst! :)

Annars... vöknuðum við um 11 í morgun! Fengum okkur pizzu og ristabrauð í morgunmat.. Sölvi svaf á sófanum og sagði að það hefði ábyggilega verið betra fyrir hann ef hann hefði sofið á gólfinu... áts!
Í dag er letidagurinn okkar :) Hansi er reyndar rosa duglegur.. er búinn að vera að læra alveg frá því Sölvi fór heim, en ég er bara búin að vera að lúðast og hanga:) Stundum svo gaman að gera ekki neitt..
Í sunnudagskvöldmat ætlum við að fá okkur AL ÍSLENSK LAMBAFILLÉ!! mm.. Malla kom með það fyrir okkur þegar hún og Óli voru hérn :) Váá! hvað ég hlakka til að borða það.. erum meira að segja að spá í að grilla það í grillinu okkar :D Jebbs.. Tilhlökkunin fyrir kvöldinu er allaveganna gríðarleg!

Ég fór allt í einu að pæla í því í dag að ég er flutt að heiman.. what, flutt að heiman? Mér finnst það hljóma eitthvað svo skrítið.. mér finnst ég enn eitthvað svo lítil.. bara 18 ára skotta sem bý heima hjá mömmu og pabba og geri þau alveg gráhærð á öllu draslinu mínu sem ég skil eftir út um allt... þannig hefur það allaveganna alltaf verið! Mér finnst bara ennþá soldið eins og eftir þessi hva.. 5-6 ár þá fái ég bara herbergið mitt aftur og verði aftur sama 18 ára skottan! En í alvöru lífinu eins og það er í dag.. verð ég 25-26 ára.. kannski komin með fjölskyldu sjálf, trúlofuð, gift, komin með svaka menntun, svaka flotta vinnu kannski? En það er allt svo óraunverulegt samt, af því að fyrir mér  verð ég bara alltaf  þessi 18 ára unga dama sem geri foreldra mína gráhærða! :) hehe.. 

Gaman af þessu samt, fyndið hvað maður eldist fljótt! Mér finnst bara eins og það hafi gerst í gær þegar litli snúllinn minn fæddist (Stebbi bróðir) og núna er hann bara að verða 7 ára í janúar :) Almáttugur.. og svo þegar ég flyt aftur heim verður hann 11 eða 12 ára!? Ég er allaveganna búin að komast að því að lífið er of stutt til að vera að eyða því í einhverja vittleysu! :) Maður á bara að njóta þess...

Jæja, skólinn byrjar aftur hjá Hansa á morgun.. Malla á afmæli á morgun líka :) og stuttur dagur hjá mér í vinnunni.. 9:45-15:15! Jibbí :) Erum að spá í að skella okkur á kaffihús á morgun.. við skötuhjú! Hansi fær sér örugglega kaffi og ég heittkakaó:) Já.. viti menn við erum farin að versla inn kaffi svo hann meiki nú daginn! .......nei okei ég segi það nú ekki alveg en hann er alveg dottin í kaffimenninguna hérna! sjittt...

Vikan verður alveg góð þannig séð í vinnunni ef þið viljið þá skal ég pósta hérna uppkasti af arbejdsplaninu mínu ;) :

Mandag : 9:45-15:15
Tirsdag : 10:30-16:00
Onsdag : 13:30-19:00 (lokunarvakt)
Torsdag : 12:30-18:00
Fredag : 9:45-15:15 (komin í helgarfrí snemma) :)

Já svona er þetta nú.. og ég gleymdi að segja ykkur að ég elska yfirmanninn minn! Hún heitir Anne Mette og er svona um 60-70! Ég skil dönskuna hennar nánast 94% og hún er svo góð við mig. Kom einmitt til mín í gær í vinnunni og sagði (á dönsku reyndar) : Saga mín, sko það skiptir engu máli hvenær þú kemur heim frá Íslandi, eina sem ég þarf að vita er bara hvaða dagur það er og svo skiptir hitt engu máli, hvort sem það er 6-7-8-9! Bara þegar þér hentar! Og svo sagði hún líka.. nú er ég að fara að setja saman vaktaplan bráðum fyrir næstu mánuði og ef það eru einhverjir ákveðnir dagar sem þú þarft frí á.. þá læturu mig bara vita með það!
Jebb.. það er svona :)  ég ætla einmitt að fara að velja þessa daga núna á eftir :)

Jæja.. nú hef ég drepið alveg ágætan tíma á meðan Hansi er að læra:) spá í að fara að vafra aðeins um á netinu og svona :) Finna kannski góðar uppskriftir og svona :) En þangað til næst...

Shaggy;*

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hææææ
Er í vetrarfríi í dag og kíkti á bloggið þitt átti ekki von á að þú værir búin að skrifa eitthvað en viti menn Saga alltaf búin að blogga.....ég vona að það gangi betur næst að fara að skemmta sér...já er ekki stundum yndislegt að gera ekki neitt...
Knúsogkramkveðjur
Arna og co

Nafnlaus sagði...

Pabbi þinn varð ekki gráhærður af því að þú tókst ekki til heldur vegna þess að hann er orðinn 41 árs gamall. Verð sjálfsagt orðinn alveg gráhærður þegar þú kemur svo endanlega heim en pottþétt í toppformi og hel-massaður. Annars er allt gott að frétta úr Kúrlandinu og allir við hestaheilsu, Stebbi kominn með konu(kærustu) og farinn að eyða miklum tíma með henni. Sjöfn vonandi að fá vinnu í bakaríinu í Austurveri og allir aðrir að rokka. Bið að heilsa Hansa.
Love you
Pabbi

Nafnlaus sagði...

Hahah..Pabbi í toppformi og hel-massaður. Það er víst planið hans þessa dagana! Og gettu hvað hann sagði um daginn... Hann kom uppúr þurru bara " JÁÁ SÆLL, Eigum við að ræða það eitthvað ?" Ég bara gvuð pabbi plís ekki segja þetta aftur. Kjánalegt. En flott blogg ástin mín, leiðinlegt með tilraunina þína fyrir að fara djammið sæta. Kjéllan er búin að vera dugleg að fara niðrí bæ án skilríkjanna þinna sem eru btw orðin útrunnin.Ekki sátt! En það virkar... En heyrðu beipí haltu afram að blogga inn nýju..Hlakka mest til að sjá þig eftir akkurat 2 mánuði núna:(;*
Lafjú!
Þín sjeibi sys

Nafnlaus sagði...

Arna frænka:
Sko.. ég er að reyna að standa mig í þessu :) Stundum bara gleymist að blogga.. hehe :) En jú.. ég er þekkt fyrir það að gera ekki neitt.. og gleyma mér í dúlli og dundi :);*

Pabbi:
Ótrúlega ánægð með að þú lesir bloggið mitt og commentir líka og svona :) Vantar að troða því inn í mömmu líka! :D En gott að þú varðst ekki gráærður af mér.. haha.. þetta er þá bara eitthvað sem gerist víst ;) Hef mikla trú á því að þú verður massaður og í toppformi þó þú verðir hva.. 46, vó! alveg að verða 50 ára.. :)
Er ánægð með hann bróðir minn :) þetta er góð stelpa sem hann náði sér í ;) haha.. Sakna ykkar mikið;*

Sjöfn:
Það hefur verið planið hans frá því ég man eftir mér :D.. Já, djammtilraunin mín heppnast vonandi betur næst bara.. þú kannski minnkar þínar í leiðinni;) er þaggi ? :P
2 mánuðir í mig..
Loveee ja
Shaggy;*

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan
Pabbi búinn að fara í ræktina í morgun og taka vel á því eins og hann er vanur. Hvernig er annars hjá ykkur skötuhjúum. Gengur þér vel í vinnunni og Hansa vel í skólanum? Litlu krakkarnir eru í vetrarfrí og Stebbi ætlaði bara að fara í bíó í gær og hringdi í Mömmu sína og síðan í mig og ég spurði hann hvað Mamma hans sagði með bíóið og þá sagði hann að hún hefði sagt eitthvað.. bla bla bla. Hann kann þetta drengurinn, fer allt inn og út strax. Annars allt gott, þýðir ekkert að vera hengja haus því það hjálpar engum.
Love you
Pabbi

SAGA OG HANSI sagði...

Auðvitað ertu búinn að fara í ræktina :)
Gengur bara vel hjá okkur. Hansi er rosa duglegur í skólanum og mér gengur vel í vinnunni.. :) Þetta er ennþá svakalega erfitt.. en gengur samt vel! ;) Ánægð með hann bróður minn hahaha .. :mamma sagði bara bla bla bla.. týpískt Stebbi :) Ef stóra systir hans hefði verið heima hefði hún sko aldeilis bara farið með honum í bíó :) Sakna ykkar rosalega mikið :)
Love you2;*

Anna sagði...

Frábært að fá fleiri sögur af þér og þínu lífi. Fullt að gerast og það verður ábyggilega skrítið fyrir þig að koma heim um jólin og vera orðin svona fullorðin. En það er bara æði :D Þegar þú kemur heim verð ég orðin fertug (eftir 6 ár) og helmössuð, tönnuð og allur pakkinn....hehehehe....og fíla það bara í botn.....Madonna nr.2 danke schön.

Hafið það gott elskurnar:)
Knús í krús,
Anna Gunna frænka, Nonni og hele barnaskarinn:Þ

Anna sagði...

Frábært að fá fleiri sögur af þér og ykkar lífi. Fullt að gerast og það verður ábyggilega skrítið fyrir þig að koma heim um jólin og vera orðin svona fullorðin. En það er bara æði :D Þegar þú kemur endanlega heim verð ég orðin fertug (eftir 6 ár), helmössuð, tönnuð og allur pakkinn....hehehehe....og fíla það bara í botn.....Madonna nr.2 danke schön.

Hafið það gott elskurnar:)
Knús í krús,
Anna Gunna frænka, Nonni og hele barnaskarinn:Þ