Góða kvöldið góðu hálsar!
Nú er bara aaaaaalllt of langt síðan ég bloggaði síðast :) Sorry þið sem eruð mínir helstu aðdáendur, ég bara hef haft rosalega mikið að gera!
Já.. þið vissuð það eflaust flest.. en Malla mamma hans Hansa og Óli Geir bróðir hans voru hjá okkur frá fimmtudeginum í síðustu viku til mánudagsins síðastliðins.
Það var rosalega gaman að hafa þau hjá okkur :) Við gerðum margt og mikið saman. Eins og t.d. þá fórum við í Aros listasafnið.. skoðuðum það reyndar ekki heldur bara gengum í gegnum það! Fórum í Músikhúsið hér í Århus og gerðum allskonar svona menningartengt þar sem þau voru nú hjá okkur í heimsókn :)
Malla bauð okkur út að borða eitt kvöldið á Grönne Hjörnet (ég kann ekki að gera danskt ö ) Græna Hornið.. þar sem við fengum voða fínt hlaðborð :) og þar sem ég hámaði í mig Tzaziki.. er búin að þrá að borða tzaziki síðan ég var úti á Krít með Önnu frænku og Nonna! Mmmm.. það er svo gottt;*
Allaveganna.. Við elduðum einu sinni hamborgara (hjemmelavet a´la Hansi), Pizzu, Mexikanskar pönnsur með kjúkling eins og Mamma mín gerir alltaf nema við höfum breytt því smá og gert hana að okkar :D Og svo á sunnudeginum bakaði ég amerískar pönnsur (aftur eins og mamma mín gerir) og þau voru rosalega ánægð með mig og okkur :) Stóðum okkur víst rosalega vel við eldamennskuna...
Fengum líka alveg geggjaða innflutningsgjöf frá Básenda fjölskyldunni.. Lean Mean Fat Grilling Machine :) Geggjað flott silfurlitað grill.. þar sem við getum grillað allt mögulegt!:) Erum ekkert smá ánægð með það! Takk aftur fyrir okkur;**
Núna er ég bara á fullu í vinnunni.. og Hansi er í haustfríi í skólanum. Hann og Sölvi eru duglegir að hittast og Sölvi er búin að vera hjá okkur í mat núna ... bæði í gær og í dag :) Strákarnir kíktu á mig í vinnuna í dag .. var voða gaman að fá smá heimsókn!
En fyrir ykkur sem hlakkið til að fá okkur heim um jólin.. þá erum við búin að panta okkur flug!! :) Ójá... ódýrasta sem við funduð.. og er bara er virðist mjöög vel sloppið.. er með Icelandair.dk, þann 21. desember.. góðir hálsar.. og við verðum meira segja kominn til Íslands bara um miðjan dag :D sem er algjör snilldd... og svo förum við ekki heim til Danmerkur aftur fyrr en 6. janúar! Þannig ég missi ekki af afmælisdegi litla sætasta bróður míns sem ég sakna meira en alllttt;* Jább! Þá get ég einnig fengið að knúsa glænýju Evu mín og fengið að sjá hann Róbert litla frænda aftur :) Og svo auðvitað allir hinir sem ég sakna svo ótrúúúlega mikið :D
Núna getið þið semsagt farið að hlakka til að hitta okkur :D jeijj...
Jæja þetta blogg er örugglega drep leiðinlegt.. þar sem Hansi og Sölvi eru að horfa á How I met your mother og ég á svo erfitt með að skrifa.. þegar eitthvað er í gangi (næ ekki að einbeita mér almennilega)!!
Annars gengur mér bara svakalega vel í vinnunni.. alltaf verið að hrósa mér meira og meira :) Og ég á meira segja að prófa að vera á einum af básunum í næstu viku, Lancome ef ég man rétt :) Það verður ERFITT.. en örugglega bara gaman! Fékk einn viðskiptavin í dag sem sagði eftirfarandi: Nåh, er du fra Island, aww.. hvordan går det så i Island?... og allann tímann var hann með þetta þvílíka glott á andlitinu! Arg.. mig langaði svo að potí augun á honum eða eitthvað!!.. Leiðinlegt hvað danir gera mikið grín af ástandinu heima..
Danir geta verið soldið slæmir stundum... greyjin!
Jæja! ég sofna örugglega snemma í kvöld :) er alveg búin á því eftir daginn..
Sorry ef bloggið er alveg að drepa ykkur! :) En ellers tak for alle commenten :) Det er dejligt at se hvor mange læse mit blog :) Haha! verð að æfa mig soldið að skrifa líka.. þar sem ég tala dönskuna á hverjum degi.. allaaan daginn!!
Hendi inn nokkrum nýjum myndum :) Knús heim;**
Flottur matur og rósirnar frá Hansa;*
Aftur rósirnar :)
Gardínurnar,hillurnar o.f.l.
Den gamle by
Óli Geir, Malla og Hansi :)
Ég og Hansi minn;*
Í gamla bænum, Hansi, Malla og Óli Geir
...Shaggy;*
8 ummæli:
þú ert lúði:)
en gott að allt gangi svona vel með vinnuna og dönskuna þína ;)
sakna ykkar svoldið! drífið ykkur nú hjem til mig:)
knus SvavaMarín
Róbert bangsi segir hæ hæ :)
róleg að vera massa dönskuna á nótæm;)
Þið eruð nú meiri krúttin.. :*
Frábært að þér gangi svona vel í vinnunni, svo dugleg ;)
Farðu svo að blogga oftar! :P
Skemmtið ykkur vel í kreppunni ;)
Kveðja Dóra Sif..
Vá það er svo fyndið þegar Barney þykist vera gamaal karl úr framtíðinni til þess að segja einhverju gellu að sofa hjá sér til þess að bjarga heiminum síðast þætti...vá hvað þessi gaur er legendary.....það skemmdi samt soldið fyrir mér þegar ég komst að því að leikarinn sem leikur hann er hommi....passar ekki alveg við karakterinn
Hæ sætustu
Jæja gott að heyra að ykkur líður svona svakalega vel....alltaf gaman að lesa bloggið þitt Saga mín...þú ert algjör snilli í að skrifa dönsku ég verð bara smá öfundsjúk....
Njótið lífsins
Arna og co
Snilldin ein og ekkert annað:) Þú ert að meika það í dönskunni og Hansi í náminu, komin með heimsókn og farin að elda eins og vindurinn:)
Hriiikalega er ég ánægð með ykkur. Ég hljóma bara eins og einn gaurinn úr Dagvaktinni núna. Gamle, gamle;)
Love you,
Ykkar....Anna, Nonni, Agnar Smári, Emma, Aron og Eva.....vá....þvílíkur fjöldi;)
Gott að heyra að alt er i orden hjá ykkur :) var alveg með smá áhyggjur af ykkur í þessari helvítis kreppu :*
til að gera ø þá heldurðu inni ALT og gerir 155 ;)
en hlakka ógurlega mikið til að sjá þig um jólin sæta.. xoxo (gossip girl)
Skrifa ummæli