Góða kvöldið kæru vinir og vandamenn :)
Akkúrat á þessum tímapunkti er minn dýrindiskærasti að setja saman borðstofuborðið okkar! Vá þið hefðuð átt að vera hérna í gær þegar hann/við settum saman sófann! Haha.. ég hef aldrei séð neinn mann jafn pirraðann á þessu helvítis IKEA dóti eins og hann orðaði það :D!! Verður gaman að rifja upp eftir nokkur ár.. : ,, Manstu þegar við vorum að flytja inn í íbúðina okkar og þú varst að setja saman sófann okkar? ha, manstu hvað þú varst LEIÐINLEGUR!!" :D hahaha..
Annars.. þá lítur borðið okkar svo vel út :) Hlakka til að borða við það... þegar við eignumst stóla reyndar :/!
En í gærkvöldi fórum við í afmæli í Hasle :) Hann heitir Maggi sá sem átti afmæli og er með Hansa í skólanum. Hann og Sísí kærastan hans ákváðu að hafa Pimp´s and Hoe´s þema.. svo við vorum alveg sveitt hérna heima í gær að reyna að finna eitthvað outfitt! Það gekk ágætlega (fannst okkur) en svo þegar við mættum vorum við nánast bara rökkuð niður!! Neii grín :) Þetta var bara svo svaðalegt þema.. að stelpurnar voru með brjóstarhaldarann utan á bolnum! hehe... Annars voru Snædís og Dagbjört mættar .. ferskar og hressar :) En það er nefnilega gaman frá því að segja að Snædís er dóttir Ragnheiðar ensku kennara sem kenndi í Réttó, þeir sem voru í Réttó ættu að muna eftir henni:) Snilldar ensku kennari! Villi vinur hans Hansa var þarna og margir aðrir sem eru með honum einnig í skólanum :) Svo var helling af fleiri íslendingum.. Já! það var ótrúlega gaman hjá okkur! En við ákváðum að vera samviskusöm og ná síðasta strætónum heim.. svo við vorum komin heim eitthvað um 1 :)
Í dag tókum við bara letidag.. vöknuðum seint, fórum reyndar aðeins í bæinn og ég fékk mér ís í geðveika verðrinu !! En svo fórum við bara að versla í matinn :) Fórum reyndar í smá heimsókn til Dagbjartar líka.. spjölluðum alveg lengi við hana:) og fengum svo lánaðan verkfærakassa. Í kvöld ætlum við að fá okkur fajhitas fyrir ykkur sem viljið vita það :D Annars er bara allt að gerast! Góðir hlutir gerast hægt eins og amma mín Erna segjir;* Næst á dagskrá er að kaupa stóla.. erum að spá í að kaupa okkur viðarkolla.. held þeir kæmu vel út :)
Jæja, farin að elda.. klukkan reyndar að detta í hálf 9! Svo er það bara How I met your mother!! Erum orðin algjörlega húkt á því! algjörir snilldar þættir :D
Ætlum að henda inn nokkrum myndum hér að neðan:)
í þessu húsi er íbúðin okkar :) 2 hæð (3hæð) lengst til vinstri!
Þarna verða hjólin okkar geymd!
Ég með ís í sumrinu í september :)
Hansi að prófa gluggann okkar :)
Nýji sófinn og lampinn okkar.
Knús, Saga og Hansi (er reyndar önnum kafinn við að setja saman borðið okkar)
12 ummæli:
Æjj en gaman að heyra frá ykkur :)
Sófinn er svaka flottur ! Og þið eruð algjörar dúllur :)
Sætar myndir af ykkur.
Knús á þig Shaggy mín ;*
MissU!
vá ég hlakka bara enþá meira til að koma núna eftir að hafa séð þessar myndir, vona að veðrið verði svona gott þegar ég og mamma komum sem eru hvað, 19 dagar í eða e-ð álíka:)
sjáumst þá(:
kv. óli og jökla..
Hellu
Þið eruð sko langflottust....mikið væri yndislegt að hafa svona veður,það er búið að vara ömurlegt hjá okkur !!!!
Knús og kossar til ykkar
Arna frænka
Flottur sófi:) Þið standið ykkur vel þarna úti, ánægð með ykkur....:*
knúúúúz
bara kvitt.. .. flottur sófinn.. .. þetta verður geðveikt hjá ykkur - maður verður bara að kíkja í heimsókn og taka eina H&M ferð í leiðinni :o) ekki leiðinlegt að versla þar
luv
bryn
Æj þið eruð nú meiri sætulingarnir !! :D:*
Flottur sófinn ykkar ;)
Vonandi kemst maður einhverntíman í heimsókn til ykkar, það verður allavega ekki í nóv. því ég verð svo stutt í Köben.. :/ En gangi þér vel í nýju vinnunni sæta mín..
Sakn, sakn :*
Dóra Sif.
Anna Þrúður: Miss you 2 ;*
Óli Geir: Hlökkum ekkert smá til að fá ykkur hingað :) Söknum ykkar voða mikið ;*
Arna frænka: Veðrið er búið að vera geðveikt síðustu daga.. og í enda þessarar viku á að vera ótrúlega gott líka:) Komu smá skúrir í dag reyndar og verða á morgun líka :)
Anna og Brynja: Sófinn er voðalegakrúttlegur:) Núna erum við komin með matarborð líka og 4 litla sæta kolla.. þannig að við getum loksins borðað við matarborð:) En það eru alveg 3-4 HM búðir hérna Brynja mín;) ég veit nefnilega hvað þú getur misst þig mikið inni í HM.. hef orðið vitni af því :D haha!
Dóra: Já, þá verðum við bara að bíða betri tíma:) Þú og Anna getið kannski snúllast einhverntímann til mín;* það væri gaman:) ég er með voðalega krúttaralegann svefnsófa sem hægt er að lúlla á:) STÓRT sakn;*
Gaman að fá að fylgjast svona með og ekki skemma myndirnar fyrir!
Kys og Kram til ykkar :)
LMK (Lísa sys)
mín bara strax mætt í íslendinga partýin... ánægð með það:)
hei maggi var að vinna með mér í þróttheimum... þú kannski skilar kveðju til hans frá mér:)
hafðu það gott skvís
luv birna
Hæ Birna mín, takk fyrir commentið;*
En næst þegar ég hitti Magga mun ég skila kveðju, bókað mál;*
Elsku Saga mín og Hansi,
Mikið er gaman að lesa hvað ykkur líður vel í útlandinu. Ég vissi það nú reyndar alltaf að þar sem maður er með þeim sem maður elskar, þar er gott að vera. Ekki verra að vera loksins komin með ykkar "eigin" íbúð, það er frelsi. Það er dásamleg tilfinning finnst þér ekki?
Guð geymi ykkur og verndi. Þín amma Erna
Hæ hó flottustu
Mikið er ég sammála mömmu...
Ég er farin að hlakka til að sjá myndir af borðinu og stólunum !!!!
Síjú Arna frænka
Skrifa ummæli