Alltaf gaman að lesa commentin frá ykkur;* Mér finnst sérstaklega gaman að sjá hvað frænkur mínar og amma mín og afi fylgjast mikið með;* Elska ykkur og sakna:*
Annars verður hver dagur skemmtilegri en sá fyrri.. í gær gerðum við skötuhjú okkur glaðan dag upp i IKEA! Eða það héldum við að minnsta kosti.. Við tókum þristinn eins og við áttum að gera.. en svo eftir smá tíma vorum við orðin svolítið hrædd um að við værum komin of langt út fyrir bæinn.. þaaannnnig aaaðð... við ýttum á STOPP!
Eftir stoppið okkar.. byrjuðum við að labba.. oog labba.. oooog laaabbaaa en hvar var IKEA?
Þá fundum við strætóskýli og á því var kort sem við lásum á.. og þá sáum við þær sjokkerandi fréttir að það væri LAAANGT í IKEA.. svo við röltum smá og enduðum á því að hoppa aftur upp í þristinn!
Sem skilaði okkur svo sem betur fer á leiðarenda :)
Þegar í IKEA var komið.. byrjuðum við á því að fá okkur sænskar kjötbollur með brúnni sósu, karteflum og sultu :)Mmm.. það var voða fínt!
Síðan byrjaði röltið.. og labbið.. oog röltið og þegar við vorum búin að labba í gegnum sirka hálfa IKEA.. var EKKERT í körfunni okkar ! Þangað til við komum í eldhúsdeildina:) þar gátum við keypt allskonar dúllerí.. og fyrir ykkur sem hélduð að ég myndi tapa mér.. þá versluðum við alveg slatta af dóti fyrir rúmar sex þúsund krónur íslenskar :) Sem er EKKI mikið;)
Í dag var hinsvegar bæði hálf dapurlegt og mjög fyndið og skemmtilegt..
En við skulum byrja á því dapurlega. Annette úr Magasin hringdi í mig í dag og sagði mér að desværre þá gæti hún ekki gefið mér vinnu því önnur manneskja hefði virkilega mikinn áhuga á þessu starfi! Er það?? virkilega??
Jæja.. ég nennti ekki að vera að velta mér mikið meira upp úr því.. hún sagði mér þá að koma aftur á morgun upp á að fá jafnvel vinnu í ilmvatnsdeildinni. Ég sagði bara já amen og á að mæta þangað á morgun. Kemur allt í ljós hvernig það verður :)
Síðan eftir Magasin ferðina .. skellti ég mér í leiðangur.. keypti ristavél og möppu og fór svo í bankann og stofnaði bankareikning.. eða reyndi það að minnsta kosti.. maðurinn sagði mér að koma aftur á morgun þá væru þeir tilbúnir með alla pappíra og eitthvað fyrir mig :)
Síðan fór ég bara heim og þar beið Hansi sæti eftir mér. Við ákváðum að prófa að rölta aðeins um bæinn og leita að flóamarkaði eða loppemarket eins og það kallast á góðri dönsku :) Við löbbuðum og löbbuðum og lö... og fundum engan markað.. svo við enduðum á því að leigja okkur hjól og hjóla aftur upp á lestarstöð :)
Súú hjólaferð gekk ekki eins vel og við vonuðumst til! haha óneii.. við byrjuðum rólega.. og hjóluðum bara á gangstéttinni.. enn síðan hrópaði ég alveg hástöfum " Hansi út á götu"!! Þá byrjuðum við að hjóla á götunni.. en áður en við vissum af var Hansi við það að láta keyra yfir sig af strætisvagni! Og það næsta sem ég heyrði var bara , ÓÓHH SJITT!! og við brunum beinustu leið aftur upp á gangstétt. Við ákváðum að láta þetta gott í bili með hjólin og skiluðum þeim bara.
Fórum í netto .. versluðum smá inn og elduðum síðan dýrindis máltíð :) Við gerðum 3 tilraunir við að þvo þvottinn okkar.. en alltaf voru þvottavélarnar uppteknar:) Þannig við gáfumst upp. Ætlum að reyna aftur á morgun. Ég talaði aðeins við fjölskylduna mína og Mikó á skype áðan:) alltaf gaman að sjá þau;*
Jæja, ég held þetta sé komið gott í kvöld.. ætla að fara að horfa á How I met your mother :)
Saga
5 ummæli:
Hæ lovebird!
ég ætlaði bara að segja að ég knúsaði og kyssti Stebba fyrir þig í dag frá þér:)
og hann saknaði þín;*
love Svava
Hæ Saga mín
Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt þú segir svo skemmtilega frá....mikið held ég að íbúðin ykkar verði fín og flott því þú átt eftir að nostra við hana ef ég þekki þig rétt.......
Njótið þess að vera til og elskið hvort annað...
lovjú Arna
já familían er dominerandi í þessum commentum.. .. verðum bara að láta vita af okkur :@).. .. sendi þér mynd a lillunni sem ég tók á símann minn, ómg hún er svo mikil dúlla.. .. þú tekur ilmvatnið á hælinn og rústar þessu :O)
luv
bryn
Vá hvað How I met your mother eru fyndnir þættir.
Hæ dúllur..
Svava: Takk fyrir að knúsa hann fyrir mig, hann sagði mér það líka að gær:)
Arna: Takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja alltaf á síðuna:) svo gaman að sjá að fólk er að lesa.. ;*
Brynja: Takk fyrir myndina Brynja:) Hún er algjör mús! Langar svo að fá að knúsa hana :) En já.. ég fer eftir hálftíma.. rústa þessu!;) haha
og Ívar.. ég VEIT! þetta eru geggjaðir þættir ;D
Skrifa ummæli