Klukkan er núna rétt yfir 3!
Ég ákvað að taka mér daginn í dag til afslöppunar þar sem ég er búin að vera lasin alla helgina....
Hansi fór í skólann í morgun kl:08:00 en ég svaf lengur:) Vaknaði svo þegar Arndís mín hringdi klukkan eitthvað hálf 11. Spjölluðum alveg í gott korter en þá kom Hans Orri heim og sagði mér að drulla mér á fætur! (greinilega ekki alveg skilið það að ég væri syg). Ég klæddi mig svo extra vel og við skunduðum niður í bæ, af því Hansi þurfti að taka einhverjar myndir. Eftir það fórum við og fengum okkur dýrindis pizzu en á hálfvita pizzastað!!!!
Hansi þurfti svo að fara og kaupa bók niður í griffli og eftir það fórum við svo í Útilíf og ég keypti mér geggjað sippuband. Ég ætla nefnilega að vera rosa dygtig núna á næstunni og stunda gufu og sipp.
Í augnablikinu er ég búin að fá rosalega mikið af söng í gegnum æðarnar á mér.. Hans Orri er semsagt búinn að vera að syngja stanslaust og búandi til allskonar lög í leiðinni... mæli ekki með því!;)
Í tilefni af afmæli vinkonur minnar Viktoríu Hilmarsdóttur langar mig að skrifa smá afmæliskveðju til hennar:) Elsku sæta stelpa! Innilega til hamingju með daginn þinn;) vonandi áttu eftir að hafa það frábært í dag unga dama.. hvorki meira né minna en tvítug!! Það er svakaleg tala og segir mér alltaf meira og meira hvað mér finnst við vera orðnar stórar :/ Þetta er orðið hálf ógnvekjandi !! hehehe:) Annars.. litla krútt þá hafðu það gott og ég bjalla á þig í aftenið;) Knúúss...
Í kvöld ætla ég svo bara að slappa af og svona.. örugglega bara læra fyrir próf þar sem ég er búin að missa af tveimur prófum bæði í síðustu viku og svo þessari viku. En þessi vika verður samt vonandi bara engin próf og svona.. þar sem það er nú verið að fara að skipta um nefnd. Kosningarvika.. iss það er nú ekki leiðinlegt! En ég tel að þetta sé gott í dag:)
Saga Steinsen:*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli