Komin nýr og góður dagur!
Eða hann byrjaði allaveganna ekki vel!!
Í gær var lagt í hann eitthvað um 6 leitið, þá vorum við búnar að stoppa á Rizzo pizzu og fá okkur smá í gogginn og vorum bara ready 2 go! Ferðin í bústaðin gekk bara svaka vel og vorum við mættar uppí bústað rúmlega 19:30! Fyrsta sem ég gerði var að stökkva inn í bústað sem var btw, eins og frystikista! og henda mér undir tvö ullarteppi.. og þannig sat ég allt kvöldið! Við komumst að því að leiðslurnar í klósettinu voru frosnar, svo ekki var hægt að nota toilettið! en það var alltílæg.. því í sakleysi okkar hlupum við út í lóðina hennar Ernu og pizzuðum á hlaðið! ;)
Restin af stelpunum, Anna, Dóra, Sara og Helena voru ekki komnar fyrr en eitthvað 10 leitið svo eftir það hófst partýið! Anna var svakaleg... held hún hafi drukkið heila hvítvín og svo nokkra bjóra.. enda bæði heyrðist það og sást á henni!! Sólveig var ekkert skárri.. hún hringdi í örugglega alla í símaskránni sinni, og nokkra úr minni!!! Alveg makalaust sko...
Við hinar vorum bara í kúristuði og það lá við að við sofnuðum allar saman í klessu frammí stofu!:) Byrjunin á kvöldinu.. eins og ég sagði áðan.. var eins og að vera í frystikistu en seinni partur kvöldsins var bara hiti og kózíheit!
Edrú og rólega fólkið fór að sofa eitthvað milli 00:00-00:30! Örugglega allir nema ég þó.. þar sem ég vakna við allt og var plús það í hóstakasti alla nóttina!! Anna og Sólveig voru tvær saman frammi að gera ekki neitt!! nema vera með læti og hringja í fólk:) Stundum fór Dóra framm að joina þær.. og stundum Erna;)
Í morgun vöknuðum við eitthvað um 10:00-10:30 og fórum framm og undirbjuggum morgunmatinn. Ég eldaði amerískar pönnukökur fyrir stelpurnar með eggjum og beikoni:) og auðvitað smá sírópi líka! Stelpurnar voru ánægðar... þá var ég ánægð! Eftir morgunmatinn fórum við bara strax í það að vaska upp!! Eða Helena okkar vaskaði upp.. var rosa dugleg:) og síðan var bara öllu draslinu okkar hent inn í bíl! Ég, Sara, Anna og Dóra ákváðum að fara saman.. af því við vildum vera komnar fyrr heim!
Við lögðum af stað á undan stelpunum en festumst svo í svaka djúpum snjó þannig við komumst ekkert mikið lengra en upp 1/4 af brekkunni hjá sumarbústaðinum. Þá fórum við að hlæja! En síðan eftir ágætan tíma og mörg símtöl fannst okkur þetta ekki fyndið lengur!... Sólveig og stelpurnar komu svo að okkur og ætluðu að draga okkur á jeppanum hennar Sólveigar en það gekk ekki! Það endaði á því að við vorum komnar alveg á kaf í snjóinn með helminginn af bílnum og Sólveig okkar klemmdi puttann á skotthurðinni á bílnum sínum! Ég sá það ekki.. en ég heyrði að það hefði ekki verið fögur sjón :( Sólveig hélt að hún væri brotin.. en við skulum vona að svo sé ekki! Akkúrat á þessu mómenti (þegar Sólveig klemmdi sig) á kváðu stelpurnar að hringja í björgunarsveitina og allt fór í háaloft.. sumar urðu smá litlar í sér en sumar hörkuðu þetta af sér og hentu sér útí snjóinn til að reyna að ýta.
Þegar við höfðum beðið örlitla stund eftir björgunarsveitinni í árnesi... kom hann Óli vinur okkar á traktornum góða og skafaði allann veginn!! Að því loknu skellti hann reipi á bílinn hennar Söru og vippaði okkur uppúr skaflinum! Vááá hvað við urðum hamingjusamar og elskum hann Óla núna! (btw Óli er svona smá krípi gæji sem á hvorki konu né börn og býr á gnúpahrauni eða eitthvað álíka) en hann var samt vinur okkar og bjargaði okkur úr ævintýrinu (eins og Helena kallaði þetta).
Stelpurnar í Sólveigar bíl fóru upp í bústað til að hlúa að Sólveigu, en við hinar ákváðum að leggja í hann. Loksins.... gátum við keyrt af stað! Ferðin heim gekk bara ágætlega:) smá skafrenningar og hálkubletti en það var ekkert sem við réðum ekki við!!
En já.. þetta var bara hin fínasta nótt.. og gaman að vera alltaf með stelpunum;* sætuu stelpunum:) Takk fyrir moi músur.. myndir fara inná myspcaceið mitt;)
Mig langaði einnig að lauma því að, að hún Heiðrún vinnufélagi minn og vinkona á afmæli í dag! (tekur mig samt smá tíma að jafna mig á því að hún bauð mér ekki í afmælið sitt en ok)! Og langaði mig bara að óska henni hjartanlega til hamingju með daginn;* Hafðu það gott min lille skat! En annars verður dagurinn minn ekkert annað en lettttiiiiiiiii.... og að læra fyrir próf:( sem ég kvíði mjög svo fyrir.. en þá er að vinda sér í prófalestur:)
Takk fyrir mig
Saga Steinsen;*
5 ummæli:
rosa flott frásögn saga mín!
takk aftur fyrir girnilega morgunmatinn;)
Hæ Saga mín!
Þakka þér fyrir afmæliskveðjuna =)
Ég vona að með tíð og tíma munir þú ná að fyrirgefa mér þennan leiðindamisskilning.
Góðar stundir..
Heiðrún
geggjað blogg Saga mín... tek það samt fram að ég klemmdi 2 putta í klessssuuu.. ;)
-sollý
Takk fyrir æðislega ferð sætu mínar ;*
Leiðinlegt hvað við vorum óheppnar með heimferðina.. erum þó allar komnar heilar heim :)
Takk fyrir að segja að ég sé krípi gaur, mér finnst ég samt ekkert veria krípi.
Kveðja, Óli
Skrifa ummæli