mánudagur, 17. mars 2008

síðustu dagar!



VÁÁ!!
Söknuðu þið mín?:) haha... ég hef bara ekki komist í tölvuna for ages..
Það má segja að ég hafi verið komin með smá fráhvarfseinkenni!!
En annars er bara allt frábært að frétta af mér:) Komin í páskafrí og svona.. sem segir mér í rauninni ekkert nema bara að það styttist óðum í stúdentsprófin mín!! sem eru skal ég segja ykkur átta talsins.. með munnlegum reyndar!

Í gær var ég bara að tjilla .. fór í pottinn og svona með Hansa:) það var voðalega notalegt... langt síðan ég hafði farið og svona... og svo skelltum við 27 dresses í... BAAAAAAAARAAAAA fyrir mig:):) Hún var rosa góð..

Ég náði reyndar ekki að njóta hennar frá svona sirka miðju myndarinnar til endans þar sem Hansi hraut svo hátt að það eina sem virkaði á hann í svona 2 mínútúr í senn var að halda fyrir nefið á honum svo hann gæti ekki andað!! eehhehe það var samt frekar fyndið:) ég var nefnilega búin að reyna allskonar brögð! Byrjaði á því að ýta aðeins við honum, svo var ég farin að pikka í hann og á endanum var ég farin að gefa honum þessi svaka olnbogaskot! en þau virkuðu samt ekki!:) glatee...

Á laugardagskvöldið fórum við Geira í afmæli til Þórs... það var bara fínt:) gáfum honum kippu og vorum helvíti sáttar með það.. þangað til við heyrðum hvað hinar stelpurnar gáfu honum... þá drógum við okkur í hlé!
Eftir afmælið... eða okkar stutta stopp fórum við í keilu með Önnu og Dóru:) tókum tvo leiki og skemmtum okkur alveg konunglega... eftir keiluna fórum við aftur til Þórs.. en það stopp varði ekki lengur en svona sirka 5 mínútúr... þá fórum við bara eitthvað að rúnta aftur, keyrðum Dóru heim og svona:) Fórum svo bara í kúr heima hjá Sólveigu! án gríns ég sofnaði og slefaði örugglega á jakkann hennar Önnu eða eitthvað... hahaha!! Þegar klukkan var rúmlega hálf 4, sagði ég mínum guðdómlega kærasta.. sem var þá stundina staddur niður í bæ ... að ég væri þreytt og væri að fara heim að sofa:) þá stakk hann upp á því að ég myndi sækja hann niður í bæ...
Ég keyrði síðan Halla og Kalla heim í ''leiðinni'' ;)
Í dag var bara slökunardagur.. fór reyndar til læknis og svona.. augnlæknirinn minn sagði mér að ég mætti alveg vera duglegri að nota gleraugun mín.. en annars væri markmiði hennar bara náð og hún eiginlega ''útskrifaði'' mig sagði hún:)

Við Hans Orri skunduðum aðeins í Kringluna...... og eftir það fórum við bara heim að skoða kollegie:) Kallinn minn var nefnilega svo helvíti duglegur um daginn.. að hann sótti um eitthvað 1500 íbúðir:) Sátt með hann!!

Í kvöld hef ég enn ekki ákveðið hvað ég ætla að gera:) Hansi er að keppa og svona.. nenni alls ekki að fara að horfa á það.. þar sem það er upp í mosó.. !!
En jæja.. ég ætla að fara og gera eitthvað af viti... sama hvað það verður;) Au revoir!

Saga Steinsen

Engin ummæli: