HALLÚÚ!!
Gott er það nú kvöldið:)
Í morgun vaknaði ég hvorki meira né minna en klukkan 8. Ég var komin út úr húsi klukkan hálf 9 og upp á borgarspítala klukkan 20 mínútúr í 9. Morgunin byrjaði þannig að ég fékk hálfa töflu (pensilín) renndi henni niður með vatni og var svo beðin um að bíða í hálftíma. Þegar ég var búin að því fékk ég hinn helminginn af töflunni, renndi henni einnig niður með vatni og beið í annan hálftíma. Þegar þessi góði klukkutími var liðinn var ég orðin mjög bjartsýn á að fara heim... en þá gekk aumingja konan til mín og sagði að það væri rúmir tveir tímar eftir af ferlinu og síðan mætti ég fara heim. Ég var EKKI sátt, svo sannarlega ekki og sagði konunni að mér væri mjög ílt í bakinu á því að sitja svona (var að reyna að fá að fara fyrr heim nefnilega) þá sagði hún mér bara að rölta um spítalann í þessa tvö tíma sem væru eftir. RÖLTA UM SPÍTALANN??!? hver gerir það ?? Ég skil alveg veika fólkið sem býr þarna og hefur ekkert annað að gera.. en óóóneii.. ég fór bara út í bíl, náði í veskið mitt og keypti mér að borða!! Ekkert rölt um spítalann fyrir mig takk!
Eftir mikið tuð fékk ég reyndar aumingja konuna til að leyfa mér að vera bara í einn og hálfan tíma í viðbót! munaði nú ekki miklu... en munaði þó!:)
Þegar ég kom heim henti ég mér í sturtu og fór að hafa mig til. Síðan fór ég með Evu Sif og Viktoríu á energiu í smáralindinni þar sem Eva okkar ætlaði að bjóða okkur að borða:) Reyndar bara í staðin fyrir afmælisgjöf:) Fengum þetta dýrindis salat... og svo pöntuðu stelpurnar nachos eftir það.. shitt við sátum þarna á rassinum í sirka 2 og hálfan klukkutíma. Spjölluðum um allt milli himins og jarðar:) Síðan eftir það fór ég bara heim og reyndi að vera ekki södd.... en það gékk eitthvað hægt!
Þegar klukkan var að ganga 7 fórum ég og Sjöfn systir til Sjöbbu og Sögu frænku:) Þar var hún Sjöbba mín búin að elda fyrir okkur dýrindis kjúklingabringur og bakaðar karteflur. Litla frænka mín var algjör brandari við mataborðið og það endaði á því að það þurfti að taka hana frá borðinu!! eheheh... það var alltttt út um alllttt:)
Við borðuðum dýrindiskveldmat og spjölluðum saman og fórum svo heim rúmlega hálf 9 :) Eftir það er ég bara búin að vera að tjilla;) Sippaði reyndar áðan 500 sinnum:) ekkert smá endurnærð eftir það!! :D
En núna var Hansi minn sæti að labba inn.. ætla aðeins að sinna honum;) Þangað til næst!!!
Saga Steinsen;)
1 ummæli:
þú ættir bara að setja öll bloggin þín saman í eina bók, og boom komin ævisagan þín!:')
neinei, flott blogg!;D
Skrifa ummæli