laugardagur, 1. mars 2008

Laugardagur, 1. mars 2008 !



Jæja góðir hálsar,

Þá er kominn laugardagur og ég er alveg bullandi hás og smá slöpp:) En samt sem áður er ég á leiðinni í sumarbústað!! Jááá.. þýðir víst ekkert að væla!

Ég fór í afmæli til hans Péturs í gær... heeelllingur af fólki og ég tók alveg slattaa af myndum. Ég var greinilega ekki í miklu uppáhaldi hjá flestum í gær þar sem myndavélin mín er með mjöög pirrandi flass! ;) híhí.. Það var rosa gaman í afmælinu. Áður en við fórum þangað komu Arndís, Svava og Soffía til mín.. og við sátum bara og spjölluðum og tjilluðum og svona!;) Rooosa fínt:)
Strákarnir fengu víst geeeðveikan mat! humar í forrétt og svo naut í aðalrétt.. og síðan franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Mmmmm.... ég var líka ekki lengi að næla mér í súkkulaðiköku þegar ég mætti á staðinn. Það gerir þetta mánaðalega;)!!

Eitthvað var um kelerí, smá rifrildi, drama og leiðleiki.. en það reddaðist allt! eða það vona ég:) Arndís og Óli komu aðeins inn til mín í gær.. ég skilaði Arndísi skvísufötunum sem ég fékk lánuð hjá henni, vá.. ég var megaskvís! Pabbi kom heim stuttu seinna og settist hjá okkur, spurði hvort hann mætti vera memm! haha.. Sátum í dágóða stund og hlustuðum á röflið í pabba.. en svo vorum við öll orðin þreytt svo Óli og Arndís kvöddu og ég og Hansi fórum uppí rúm og rotuðust!!

Í morgun vorum við afar þreytt! en vöknuðum samt tiltölulega snemma:) bæði alveg drullu veik! Eða svona.. meira Hansi samt. Fengum brunch spjölluðum aðeins og svo fór ég að hafa mig til fyrir sumó... Núna sit ég á rúminu og veit ekkert hverju ég á að pakka niður í tösku! og ég veit heldur ekkert hvenær ég fer! hmm... jæja! Ég er allaveganna að vinna smá í því að hlaða inn myndunum frá því í gær.. ég mun gefa svo upp myndaslóðina fyrir fólk til að skoða:)

Þangað til á morgun!!;)

Saga Steinsen

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég styð þig og þína myndavél með fullu hjarta! =) -robbi

Nafnlaus sagði...

Gat verið að þú laumaðir þér í kökuna! :) misstir samt af því besta, humrinum og nautinu mmmmm...

Nafnlaus sagði...

Takk Robbi:)! Allaveganna sá ég ekki betur en að enginn annar var með myndavél;)
Og Hansi.. gat verið að ég laumaði mér í kökuna..jáá! en ekki hvað:) ég fékk ekki að njóta nautsins og humarsins.. eins og þú sagðir! svo ég varð bara að sækja í það næst besta!