Hæ allir saman,
Nú styttist í að ég hætti í vinnunni.. á ekki nema 2 vinnu daga eftir.. og þá er það bara að finna vinnu fyrir haustið með náminu mínu :) Er að fara í fjarnám í kennaranum, þetta er kennsla á börnum á grunnskólaaldrinum :) Er orðin dáldið spennt verð ég að segja!*
Í dag er ég veik hinsvegar... já er alveg drulluslöpp! Hausinn, hálsinn og nefið.. vil helst samt ekkert vera að kvarta.. það er YNDISLEGT veður hérna.. og er búið að vera bara alla síðustu viku.. á meira segja að vera alla þessa viku líka :) Sem er ekki leiðinlegt þar sem Óli Geir kemur til okkar í dag..
Hansi minn er í Álaborg núna.. fastur þar að bíða eftir bróðir sínum.. var nefnilega 2 tíma seinkun á fluginu..... verð að segja það núna.. helv. Iceland Express.. alltaf seinkun á flugunum hjá þeim! bregst ekki!
Í gær gisti Sölvi hjá okkur.. og við grilluðum saman líka :) horfðum svo á Leathal Weapon ! Hún var dáldið fyndin... allaveganna hló hansi mikið yfir henni.. :)
Eins og örugglega allir vita núna.. þá náði Hansi minn 1 árinu í skólanum! Hann er algjör snillingur hann maðurinn minn.. get ég sagt ykkur! ;) haha..
Hann fær mjög líklega einkunn svo á morgun.. smá stress hjá mínum manni.. en það verður ekki lengi ;)
Í dag eru 25° úti.. það er orðið þannig á næturnar að við getum ekki sofið.. jú eða við sofnum.. en þá er það þannig að við sofnum ekki með sæng og við erum í svitabaði alla nóttina.. mér finnst best að klessa mér upp við vegginn og finna kuldan svoleiðis!þetta er bara ekki hægt! það á að vera hátt uppí 30° í vikunni.. vona að þetta haldið áfram að vera svona gott fyrir mömmu og co :)
Fjölskyldan mín er búin að vera í Miðhúsaskógi alla helgina.. hefði sko alveg verið til í það.. sakna þeirra rosa mikið :) en ég kem heim eftir.. 11 daga !
Svo það styttist alltaf meira og meira :)
Ég hef annars ekkert mikið meira að segja..
Svava og Davíð fluttu í síðustu viku.. og eru búin að koma sér voðalega vel fyrir í Kaupmannnahöfn núna ;)
Fajhitas i kvöld! vúbbíí... þangað til næst!!**
3 ummæli:
Hæ sæta...
Líst vel á að þú sért að fara í kennarann...þetta á við þig get ég sagt þér ...
Til hamingju Hansi auðvitað kláraðir þú þetta það var ekki við öðru að búast...
Skemmtið ykkur vel þessa daga sem eftir eru með fjölskyldunni...
Sjáumst
Bæjó Arna
Frábært að hafa svona gott veður úti, algjör snilld....verst með næturnar;)
Þú átt eftir að fíla þetta nám í botn held ég.....frábært líka að hafa þessa menntun á bak við þig... svo getur þú bara farið í master í e-u þegar þú ert búin með þetta:D
Hafðu það gott Saga mín og ég bið að heilsa family.
Það var frábært í Miðhúsaskógi og hlökkum til að fá þig með næst:)
alltaf reddast allt, allt er eins og það á að vera held ég.. .. rúllar þessum kennara upp og sérhæfir þig svo í því sem þú vilt.. .. vonandi eruð þið að njóta lífsins núna familían í DK, ekki leiðinlegt að fá allt gengið til sín.. .. hlökkum til að sjá ykkur
luv
abba family
Skrifa ummæli