miðvikudagur, 22. apríl 2009

nýtt í dag :)

Jæja þá er kominn tími á update frá okkar bæ. Þó svo að ég sé langt frá því að vera sátt með hvað fólk er lélegt að skoða bloggið mitt! =(

Síðustu dagar hafa annars bara verið yndislegir.. veðrið er bara GRÍN hérna úti.. las einhversstaðar að það væri að slá met í apríl mánuði.. enda búið að vera líka bara steik hérna! Við erum búin að nota hvert tækifæri sem gefst til að hlamma okkur út í sólina :) Sunnudagurinn var notaður í Åby Parken með Svövu og Davíð, þar sem við sóluðum okkur vel.. strákarnir höfðu hinsvegar ekki mikla þolinmæði og léku sér með rúbbý bolta allan tímann..
Tókum með okkur nesti og allskonar gúmms..
Fórum síðan á Åboulevarden, niðrí bæ... og sleiktum sólina örlítið þar.. áður en strákarnir þurftu svo að fara heim að horfa á leikinn...sem endaði btw. ekki vel :)
Dagarnir líða bara eins og rakettur.. og áður en ég veit af er komin maí! :)
Vinnan er dáldið leiðigjörn núna.. þar sem ég er aftur EIN allan liðlangan daginn þar sem Marienne sem vinnur með mér er í fríi út alla þessa viku! og var það líka í síðustu viku. 

Annars... þá er ég bara komin á fullt aftur í ræktina og svona :)búið að breyta henni líka og svona.. þannig hún er orðin mikið flottari! Hansi er bara á fullu í skólanum .. var að byrja nýtt verkefni svo hann er örlítið stressaður núna þessi elska :)
Í gær fengum við okkur hvítlauksmarinerað nautakjöt með grænmeti, brauði og íslenskri hvítlaukssósu:) mmm.. það var voðalega gott!

Ég og Svava fórum á Magasin' djamm á laugardaginn síðasta.. það fór ekki betur en svo að við stoppuðum þar í 10 mín! Sjiittt.. hvað það var leiðinlegt..  sátum tvær útí horni... enginn af þeim sem við þekktum voru þarna.. svo við drifum okkur bara út.. fórum bara heim til mín svo.. og hentum despó í tækið og sofnuðum svo! hehe :)

En þá út í fremur erfiðar og leiðinlegar fréttir að minni hálfu, það er að segja... En þá fékk ég bréf frá Journalist skólanum um helgina... þar sem mér var greint frá því að ég hefði ekki komist áfram í próf númer tvö! sem þýðir það að ég kemst ekki inn í skólann..
Sem ég var persónulega mjög leið yfir.. þar sem Journalistskólinn var eiginlega eina vonin mín um að vera hérna áfram í haust !
Það tók soldið á mína litlu sál hérna um helgina :) en það lagaðist síðan fljótt..
Nú er pælingin að fara jafnvel sem flugfreyja í Dubai! Eða koma heim í gullsmíði hehe... :) spennandi!

Jæja.. nú hafið þið fengið smá fréttir..! :)
Verið nú duglegri að kommenta.. þið sem commentið ekki lengur!
Saga

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En leiðinlegt að þú skildir ekki komast inn í skólann en þegar einar dyr lokast þá opnast bara aðrar....já flugfreyja þú segir nokkuð...það er örugglega gaman í einhvern tíma ég efast ekki um það kynnast fullt af nýju fólki og sjá nýja og framandi staði....mikið vildi ég vera í góða veðrinu hjá ykkur...njótið þess í botn
knúsímús Arna

Nafnlaus sagði...

hæhæ frænka! Ég er ekki mjög dugleg að commenta en ég skoða samt alltaf bloggið þitt :D
ég væri nú alveg til í veðrið hjá ykkur..það er bara búið að vera rok og rigning hjá okkur á klakanum :P
kveðja Ása

Sólveig² sagði...

Öhh ég öfunda þig svo af veðrinu!! Hérna er bara ömurleg rigning! Oj oj oj.. en þú kemur bara heim í gullsmíðina :)

Anna sagði...

Ef þú komst ekki inn þangað.... þá er þér bara ætlað eitthvað annað Saga, ekki spurning. Þú finnur út úr því .......mundu....allt fer í reynslubankann:)

Njótið þess að vera til í æðislegur veðri, það er snilld:)

love ya,
Anna frænka

Unknown sagði...

Hey, ég les alltaf bloggið þitt! Gaman að vita hvað þú ert að gera í lífinu.
Glatað að þú skildir ekki komast áfram, en eins og einhver sagði þá er þetta bara tækifæri til að að gera eitthvað annað og hugsanlega meira spennandi! En ef þú hefur áhuga á ljósmyndun mæli ég enn og aftur með að þú tékkir á skólanum í Vejle, veit um tvo þar sem eru ánægðir. En ég hef ekki áhyggjur af þér Saga, veit alveg að þú finnur þér eitthvað.

Kveðjur frá Gautaborg!

Tinna sagði...

þú finnur þér eitthvað sem þú verður ánægð með, um það er ég alveg viss :)

Unknown sagði...

Vá, ekki Vejle heldur Viborg! Skolinn er medieskolerne. - Ef þú hefur áhuga. :)

Óli Geir sagði...

ég kíki líka alltaf (:
hlakka til að koma í sumar :)
heyri í ykkur :)
ólikr.

Anna* sagði...

Ég les alltaf bloggið þitt sæta mús ! :)
En leiðinlegt með skólann.. flugfreyja til Dubai what :O stakk Svava uppá því hehe.. :P

Vil bara fá þig heim í gullsmiðinn.. ég veit þú kemst inní hann og átt eftir að brillera :)

Laf laf laf og miss jú ! ;***

Nafnlaus sagði...

je dúdda mía, ég kíki daglega á bloggið í vinnunni.. .. .. en þetta blogg fór bara hreinlega framhjá mér :o) - leiðinlegt með skólann, en þá kemur bara eitthvað skemmtilegra í staðinn.. ..
luv
bryn