sunnudagur, 26. apríl 2009

Ganga á sunnudegi!



Góðan og blessaðan Sunnudag allir saman!
Í dag er engin sól.. örlítil rigning svona now and then og 18 stiga hiti :) Það er ekkert annað!
Við Hansi vöknuðum seint.. eða að verða 11, borðuðum morgunmat og fórum svo út í göngu..
Fórum í nýtt hverfi sem við höfum aldrei labbað í áður.. það var dáldið kózý! Fundum líka nýja Netto, en hún var ekkert betri en þær sem við höfum farið í áður :)

Á föstudaginn var ég bara að vinna, vann reyndar bara til 15:15, við Hansi fórum útí Kiwi, keyptum okkur ís og röltum svo um í fallegum kirkjugarði sem er bara hérna rétt hjá. ótrúúlegt hvað þeir eru ALLT öðruvísi en á Íslandi. Þeir eru í rauninni bara eins og almenningsgarðar hérna úti :) hehe...
Föstudagskvöldið tókum við bara rólega..bökuðum okkur þessa SJÚKLEGA góðu pizzu..sem var með tilheyrandi: osti, skinku, spæjó, piparosti, rjómaosti og svörtum pipar.Sjitt hvað hún var góóð..
Eftir pizzuna hentum við okkur bara uppí sófa og horfðum á Marley and Me.. sem endaði þannig að ég grét og grét og grét og grét.. jább ótrúúlega sorgleg :( en rooosalega góð líka!

Laugardagurinn var tekinn snemma..þrifum allt hátt og lágt og hentum öllu í vélar. Þurrkuðum af og gerðum allt voðalega fínt :) síðan breyttum við líka aðeins til.. færðum til nokkur húsgögn og svona.. mér minnst það voða fínt :) Eftir þrifningarsessionið hjóluðum við uppí Botanisk Have sem er riiiisa grasagarður og lögðumst til sólbaðs þar. Sjitt hvað það var heitt! við erum að tala um 20° og steikjandi sól.. svo við náðum okkur í örlítinn lit get ég sagt ykkur :) en notum þó sólarvörn.. því við viljum ekki brenna.. hehe!
Eftir daginn í Botanisk have með, Snædísi, Betu,Döbbu, Villa, Önnu og Jóa var ferðinni haldið heim þar sem Hansi fór að horfa á Man utd og ég fór að preppa matinn. Fengum okkur kjúklingabringur og karteflur inní ofni með hvítlaukssósu.. voða gott :) Eftir matinn höfðum við okkur bara til og röltum síðan yfir til Döbbu og þar á eftir heim til Snædísar, þar horft var á kosningarnar yfir örlitlum rauðvínsdreitil :) Þegar klukkan var að ganga 2.. nenntum við Hansi ekki meiru.. og fórum bara heim.. og ROTUÐUMST inni í rúmi! :) 

Jáhm.. þannig er það nú.. ætla að fara síðan í leikfimi á eftir.. henda mér í salinn í klukkutíma fyrst áður en ég fer síðan í Flow tíma :)






Jæja.. smá svona snöggt update af síðustu dögum.. hafið það gott!!;*
Saga

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sætu
Mikið vildi ég að við værum komin í sólina til ykkar.....verða pínu brún og svona....
Saga mín njótið þess að vera þarna ....
hér er veðrið nefnilega ekkert spes
..lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

ussss, núna er rugl gott veður líka hjá okkur. ... um leið og vinnan byrjar :o) - voða eruð þið dugleg að ganga og svoleiðis.. .. .. nei, laugardagskvöldið var nú ekki það skemmtilegasta sem maður hefur upplifað.. .. .. grænir og sam - þvílík gleði eða þannig
luv
bryn

Anna sagði...

Hæ elskurnar.... við systurnar erum bestar í kommentum;) Komin smá keppni....hehehehe.

Heyrru.....æði veður, njótið þess í botn....rigning hérna takk! Afmæli Emmu á morgun og ég á fullu að baka.....Emma er að missa sig úr spenning!

Emma var brjáluð um daginn af því hún fékk ekki að kjósa! Svo sagði hún við mig "vá hvað ég er spennt yfir kosningunum....ég er svo spennt yfir því hvort ég verð valin til þess að stjórna landinu!! Ef ég verð valin.... þá mátt þú stjórna með mér mamma" ;)

Alveg eðlilegt......

Aron segir bara.....ÉG ALON .... og Eva er komin með fyrstu tönnina. Allt að gerast:)

knús í klessu,
Anna frænka