Nú er komin helgi aftur og er ég búin að vera í fríi bæði í gær og í dag :)
Það er búið að vera voðalega ljúft .. en einnig mjög dramatískt!
Það er þá kannski gott að ég láti fjölskylduna mína heima.. vita af mér og hvað er í gangi núna :)
Nú er ég bara búin að vera á fullu uppí þessum skóla og hinum skólanum að finna út hvað hentar mér og hvað ekki. Fór með Svövu og Davíð í morgun uppí Århus Universitiet á kennarabrautina þar. Þar spjölluðum við heillengi við eina sem svaraði ölum mögulegu spurningum um það sem við vildum vita. Eftir það fórum ég og Svava uppí Journalistskolen og ég skoðaði mig aðallega bara um þar. Þar er kennt eitt fag sem mig langar til að læra og er það fotojournalism. Þeir taka reyndar bara 8 inn á hverju ári.. svo það er mjög erfitt að komast inn.. en ég ætla að láta á það reyna:) Eftir labbið í journalistskólanum fórum við yfir í sygeplejeskolen en það er hjúkrunarfræðiskóli sem Svövu langar smá í. Þar spjallaði hún við einhverja konu og fékk að vita allskonar inngangskröfur og þess háttar.
Í gær ákvað ég að ég ætla EKKI að sækja um í arkitektaskólanum. Ég er bara búin að komast að því að ég hef áhuga á þessu, júú.. en bara svoleiðis áhuga.. að mér finnst gaman að skoða þetta með Hansa.. skoða hús eða skoða allt sem hann gerir í skólanum. En ég hef ekki áhuga á að framkvæma neitt af þessu sjálf eða læra þetta sjálf. Svo ég er hætt við :) Og það var soldið til að skæla yfir. Þeir sem þekkja mig heima fyrir vita alveg hvernig ég er.. drama.. já ok, það má segja það.. og fannst mér allt voðalega erfitt í gær, leið alveg ótrúlega illa .. og finnst svo margar breytingar sem þarf að gera ef ég vil virkilega læra það sem ég við læra. Og það er gullsmíði.
Þannig að.. nú er ég að reyna að vera í sambandi við fólk sem kennir gullsmíði og finna út aðeins meira um þetta nám. Ég get sótt um í skólanum í kaupmannahöfn, mun örugglega gera það en það er samt svo ÓTRÚLEGA mikið vesen að þurfa að flytjast þangað.. Hansi getur líka ekki bara látið færa sig þangað yfir heldur verður hann að sækja um skólann alveg eins og allir aðrir.. þó svo að hann sé í skólanum, sem er bara fáránlegt! að mínu mati...
Þannig að fyrir mér er mjög asnalegt að búa á sitthvorum staðnum í Danmörku... svoo ! Jæja ég vona allaveganna bara það besta :)
Á morgun er ég að fara að vinna frá 12-17.. það er fínt bara:) og svo er ég í fríi á sunnudaginn.. Núna eru ekki nema 28 dagar í að við komum heim.. og 34 dagar í að ég á afmæli :) veiii þá verð ég 21 árs.. og alltof gömul! Loksins komin á aldurinn þegar mamma og pabbi áttu mig.. haha! sjitt.. :)
Núna er Hansi að koma heim til mín.. og við ætlum að fara að gera eitthvað úr deginum :)
Hafið það bara gott.. og ég kem með uppdate seinna..!
Luv,
Saga
5 ummæli:
þú ert krútt og ég elska þig!
Komdu bara heim, þið bæði:)
knús yfir hafið,
ingunn lára
Saga mín komdu bara heim :)
Ótrúlega gaman að tala við þig og Svövu á skype í gær.. sá bara hvað ég sakna ykkar mikið mikið !!!
Hlakka til að sjá þig innan við mánuð :D
KNÚS og stórt LAF JÚ ! ;*
Hæ krúsí mín
Hansi kemst inn í skólann í Kaupmannahöfn ég get ekki ímyndað mér annað og þú ferð í gullsmíði þar ....málið leyst ekkert drama í kringum það bara framkvæma.....
Hafið það gott í góða veðrinu....Kv.Arna
Það reddast alltaf allt saman á endanum Saga.....hvernig sem það fer. Mundu það og trúðu því:*
Hlakka til að fá þig heim:D
knús og kossar til ykkar.
Anna frænka
hehe :) málið er að ég veit alveg að hann kemst inn.. hann hefur bara ekki tíma til að sækja um í honum.. af því það er svo mikið að gera hjá honum nú þegar :)
Skrifa ummæli