laugardagur, 14. febrúar 2009

John Mayer- Clarity


Í dag er 14. febrúar, Valentínusardagur.. og ég sit ein heima hjá mér! creepy!


Mig langar að byrja þetta blogg á að minnast Guðrúnar Gyðu Hansdóttir, hún var og verður alltaf yndisleg kona sem var svo hlý og góð við alla sem snertu líf hennar. Amma Gyða eins og hún var kölluð var amma hans Hansa míns.. og fór hún frá okkur á mánudagsnóttina síðastliðinn eða þann 10. febrúar. Hún var alveg frábær kona og munum við alltaf minnast hennar héðan í frá. Mér verður að einhverju leiti mjög hlýtt við að hugsa til hennar þar sem hún er nú í faðmi eiginmanns síns sem hún hefur nú saknað í svo mörg ár :)

Guð blessi þig Gyða mín;**

Af þessum ástæðum er Hansi minn búinn að panta sér flug heim til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku.. og ætlar hann að vera í tæpa viku þar. Mér finnst mjög leiðinlegt hinsvegar að geta ekki komið með honum en þar sem við erum virkilega fátækir námsmenn í þessum mánuði þá verð ég bara að vera með í huganum :)

Yfir í annað....
Í gær fórum við í innflutingspartý til Dagbjartar :) Það var rosa fínt.. ég varð ósjálfrátt þessi ábyrgðarfulla þar sem ég var ekki að drekka neitt.. og reyndi eins og ég gat að passa upp á alla þarna.. undir lokin var ég orðin bara þreytt og við Hansi fórum bara heim ;) Í morgun bakaði ég svo ástarpönnukökur útaf Valentínusardeginum.. og svo fórum við í strætó til Sölva uppí Brabrand.. af því maðurinn týndi lyklunum sínum!! ;) hehe við förum reyndar ekkert nánar útí það!

Við keyptum kort hansa Hansa í rætkina í vikunni.. og er hann búinn að skella sér nokkrum sinnum með ég hef farið í tíma :) Heyrði í mömmu, pabba og krökkunum áðan.. var voða notalegt að heyra í þeim :)

Annars hefur vikan bara verið hálf leiðinleg...


Soffía bjó til kastala úr bjórdósum :)

Hansi minn sæti hér..

Síðasta helgi var mjög skemmtileg :) Á föstudaginn eða laugardaginn (man ekki alveg) þá vorum við með smá spilakvöld hérna heima :) Áður en hinsvegar við spiluðum kom Sölvi til okkar og Hansi snoðaði hann :) Spiluðum pictionary og fengum nokkrar kvartanir frá ''vini'' okkar á neðri hæðinni. Hann er nú meiri leiðindarmaðurinn þessi strákur.. kvartar víst útaf öllu við alla... ekki skemmtilegir svoleiðis menn!!
Eftir spilið kíktum við aðeins niðrí bæ.. röltum þó aðallega bara.. og svo var ferð allra haldin bara í sitthvora áttina :) hehe..



Ég og Hansi minn;*


Á sunnudaginn fórum við uppí Risskov með Svövu og Davíð í göngu, þar var rosa gaman af því líka það var svo geðveikt veður.. frekar kalt reyndar en sól og allur pakkin.. svo ég tók nokkrar myndir og svona skemmtileg heit af því :)
Hansi og Davíð við ströndina
Ég 
Ég og Hansi minn:)
Ég og Svava sæta!;)

Í kvöld verður gaman! pizzu át og skemmtileg heit og rólegheit :) á morgun er svo tvöfaldur tími í ræktinni :)
Pump og Flow.. hlakka til ;)
Hendi nokkrum myndum inn.. sakna ykkar allra;**

Shaggy;*


8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar,

Ég samhryggist með hana ömmu þína Hansi minn. Það er um að gera Saga mín að hafa nóg að gera þegar manni leiðist eða er hryggur. Mér sýnist hinsvegar að þið hafið alltaf nóg að gera. Annars allt gott að frétta og við familien vorum að koma af bíó, Beverly Hills Chihuahua og krökkunum fannst mjög gaman.

Biðjum að heilsa,

Pabbi

Tinna sagði...

Alltaf gaman að lesa hvað þið eruð að bralla þarna úti. Leiðinlegt að heyra með ömmu hans Hansa, þú mátt skila samúðarkveðjum frá mér til hans. Svo verðurðu bara að vera dugleg að halda þér bissí á meðan Hansi er hérna heima.
Smá saknaðarkveðjur, Tinna :)

Nafnlaus sagði...

Æjihh ég samhryggist innilega vegna ömmu hans Hansa..

Gaman að þú settir loksins myndir elskan.. :) miss you

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku sæta og góða Saga...kysstu Hansa frá mér vottaðu honum samúð mína vegna ömmu hans alltaf erfitt þegar svona gerist en þetta er víst gangur lífsins....alltaf nóg að gera hjá þér Saga mín og alltaf dugleg í ræktinni....héðan er allt gott að frétta allir hressir og kátir ...sumir mættu vera duglegri í skólanum en það er bara eins og það er...
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

elsku hansstory
sendi ykkur alla mína samúð -
Amma Gyða er ábyggilega ánægð með að hitta manninn sinn aftur - en það er alltaf erfitt að skilja við ástvini sína, skiptir engu hversu gamlir þeir eru. Hugsið bara vel um hvort annað.
Luv
Bryn

Nafnlaus sagði...

Miss u too ! ;*

Nafnlaus sagði...

sæl og bless saga mín:) vaá langt síðan maður kíkti hérna inná síðuna þína! gengur ekki, ætla kíkja núna reglulega við því það er alltaf jafn gaman að sjá hvað þið hjónin eruð að brasa. Skilaðu samúðarkveðjum til hansa frá mér.
Takk líka fyrir skemmtilegu kommentin á facebook þarna um daginn:)
Sá að mamma var eitthvað að skjóta á mig og andra þarna en það er náttúrulega bara fávísa í "allt á kristaltæru" steinsen.
Heyrðu saga mín ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég og eygló biðjum að heilsa þér og hansa.

Ps. Hver er bestur? AFÍII ;) þú fattar! og líka hérna eitt hérna gott úr pottinum í gamla daga (ooog einn tveir þrí fjó fimm) alveg einka þetta :D

Lööv

Anna sagði...

Ég samhryggist ykkur elskurnar mínar:*

Love you,
Anna G.