mér heyrðist einhver vera að kvarta undan bloggleysi mínu..
það er nú aðallega út af því að það eru bara svo fáir búnir að commenta takk fyrir.
Annars.. þá fáiði smá innskot hér yfir það sem búið að vera í gangi :)
Hmmm.. vinnan búin að vera svipað leiðigjörn! Jájá er enn ein í ilmvatnsdeildinni.. en það breytist í næstu viku. Þá kemur Marienne og verður í ilmvatnsdeildinni með mér :)
Er búin að biðja Sussi yfirmanninn minn einnig um aðeins fleiri vinnutíma... hún ætlar að láta mig vita hvort það sé hægt á næstunni.
Hansi minn komin aftur til Danmerkur til mín, hann keypti ALLSKONAR gúmmelaði handa okkur heima.. og einnig linsu á myndavélina :) Mjög sátt með það!! Síðan keypti hann sjónvarpskort fyrir okkur líka..
Í dag fórum við í byen og keyptum okkur nýjan lut inn í íbúðina okkar :) það var silvurlitaður plast diskur á 10 dkk! Mjög góð kaup :) rosa flottur...
á morgun ætlum við svo í bilka, kaupa okkur ljósakrónu (ekki beint krónu heldur svona svarta net kúlu) geðveikt flott :) verður í stíl við svörtu stólana okkar sem við fáum svo 20.mars! hehe..
Í kvöld eru Þobbi, Davíð, Sölvi , Hansi og ég.. bara hérna heima að tjilla :)
Ég og Hansi fórum í ræktina í klukkutíma áðan.. og vááá.. hvað ég tók mikið á því.. var sko með reeennandi blautt hár.. það var alveg ógéðslegt! hehe..
Fengum okkur síðan fajhitas í kvöldmat :) mmm....
.... jáá! hef eiginlega ekki mikið að segja!.. prjónaði mér eyrnaband í síðustu viku :) voða fínt..
´
æjj ég er eitthvað svo tóm í hausnum núna :D skrifa kannski á morgun! eða hinn! promise...
Love Saga =)
7 ummæli:
ég les alltaf þótt ég kommenti ekki alltaf! :) Sakna þín músla!! Það er svo stutt í að þú komir til landsins:D:D
Gott að heyra í þér Saga og sjá hvað þið eruð að bralla. Gott að Hansi er kominn til þín aftur og ég hlakka til að sjá nýjar myndir af íbúðinni ykkar þegar allt er komið í stand:)
knús og kram,
Anna G. frænka
Ég les líka alltaf Saga mín og ég reyni alltaf að muna eftir því að commenta :)
Hlakka voða voða voða mikið til að fá þig heim og knúsa þig músin mín ;*
Hæ elskan,
Við fórum með Afa á Herrakvöld hjá golfklúbbnum Oddi á föstudag og þegar við vorum að fara heim, amma sótti okkur, þá flaug Afi á hausinn. Það var glerhált fyrir utan og sá gamli stóð bara upp aftur og var í góðu lagi. Annars rólegt og chill.
Love you
Pabbi
sko.. .. þetta er nóg af commentum fyrir næstu færslu :O)
anyways, gott að heyra að tekið sé á því í ræktinni - hélt ég myndi aldrei heyra þig segja þetta, hahaha.. .. asa og bsa biðja að heilsa dönsku frænkunni.. ..
luv
bryn
Hæ sæta frænka
Gott að ykkur líður vel ...þetta var fín helgi hjá okkur ,ég og Maggi fórum í bíó með ömmu Ernu á sunnudagskvöld sáum Benjamin Button....afi Örri sendi okkur mail um sumarbústaðahelgi í Miðhúsaskógi 26-28 júni verður með 2 bústaði er farin að hlakka strax til...
Haltu áfram að vera dugleg í ræktinni því heilsan gengur fyrir öllu
Knúsímús Arna
hæ elsku sæta :) ég er búin að vera rosa léleg að kommenta en rosa dugleg að lesa þetta samt :) gott að það gengur allt svona vel hjá ykkur!:) sá að þú ætlar að sækja um í arktitektaskóla, dugnaður í kjéllunni :) en ætlaði bara aðeins að láta heyra í mér...sakna þín hérna í Kúrlandinu :)
Klara :*
Skrifa ummæli