Jæja.. þá er maður mættur aftur til leiks!
Það hefur verið svosem alltílæg í vinnunni þessa vikuna.. allsekkert of skemmtilegt samt!
Mánudagur og þriðjudagur fór í það að ég var EIN í ilmvatnsdeildinni .. ALLAN daginn.. og EKKERT að gera.. og það er svo erfitt þegar svoleiðis er.. því þá líður tíminn nákvæmlega ekki neitt og manni leiðist alveg óstjórnlega mikið!
Fór í erfiðasta pump tíma sögunnar í gær! Konan var bara eitthvað kreizý!! :) ég hélt hún ætlaði aaldrei að slaka á... Kom líka heim alveg búin á því.. Hansi sömuleiðis búin á því eftir fótbolta með bekkjarfélugum sínum.. svo við vorum bara komin uppí rúm kl 11! Það var samt afskaplega gott.
Í morgun vaknaði ég við það að Hansi var að hringja á fullu heim til sín.. og var að tala hátt! ;) Það er semsagt þannig.. að bróðir hans Óli Geir á afmæli í dag :) Til hamingju aftur elsku Óli okkar;** Margfallt knús til þín;* Orðin 16 ára strákurinn!!
Sjitt.. þegar ég var 16 ára.. æjhh það var svo gaman bara:)
Svava hringdi svo í mig kl: eitthvað að verða 10 í morgun.. og tilkynnti mér það.. að hún og Davíð stæðu frammi á stigaganginum okkar.. ég lá eins og skata uppí rúmi og bað Hansa bara um að opna dyrnar.. þau hlömmuðu sér inn.. og ég lá enn eins og skata!:) hehe.. nei svo fljótlega fór ég frammúr .. Hansi fór í skólan.. og þau fóru með mér útí Kiwi...
Keypti þar.. nokkrar nauðsynjar sem mig vantaði :) og sömuleiðis þau!
Langaði að þakka öllum fyrir fallegu og hlýju commentin sem ég fékk;* sérstaklega þér pabbi minn.. bjargaði alveg deginum mínum:) Gott að vita til þess að margir hugsi enn til mans og commenti á síðuna hjá manni :) Líka amma, afi, anna,brynja, arna og þið stelpur líka;* laf laf...
...Annars þá er eg að fara í flow tíma á eftir :) eða klukkan 5.. ætla örugglega bara að vaska upp og prjóna þangað til :) Er að prjóna mjög fallegan hálskraga.. svona stóran og flottan! ég set mynd af honum hingað þegar ég er búin með hann:) Annars þurfum við að fara að taka nýjar myndir braðlega.. sýna sófaborðið okkar og svona... það er orðið smá meira hómý! Hlökkum bara svo til að fá stólana okkar í mars! :) jibbíí.. þá verður þetta ennþá betra..
Annars sakna ég allra voðalega mikið.. hef reyndar ekkert orðið lítil í mér undanfarið.. en þegar það gerist þá hef ég Hansa minn;*
En nú er ég að spá í að fá mér að borða aðeins... :)
Knús á liðið....
Shaggy;*
6 ummæli:
uss.. .. kemur bara blogg um leið og ég er nýbúin að commenta.. .. þá geri ég það bara aftur :o) - endilega taka nýjar myndir og leyfa manni að sjá cozy place-ið
luv
bryn
Hæ sweety pie,
Sko, það er allt annað hljóð í þér núna elskan. Tíminn læknar öll sár og innan tíðar þegar vorið fer að koma í Danmörku þá verður allt miklu betra. Mér sýnist á öllu að Magazin verði selt fljótlega og það verði útlendingar(danir) sem munu eignast pleisið. Annars allt gott að frétta, allir glaðir og leikhúsferð hjá systkinum og mökum á föstudaginn.
Love you guys,
Pabbi
Já...það er fjör hjá Steinsen systkinum og mökum á föstudaginn:) Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Saga og hrikalega ertu dugleg í ræktinni, ánægð með þig elsku frænka. Þú ert flottust:*
Luv´ya
Anna G. frænka
Láttu ekki líða yfir þig Saga mín, amma er byrjuð í líkamsrækt eftir svona þriggja ára bið!! Komst bara ekki í fötin og þá varð ég að fara af stað. Þetta er fjórði dagurinn í dag og ég er ekkert smáaum í skrokknum, EN það fylgir víst því að vera í ræktinni, ekki satt. Nú er súkkulaði komið á bannlista og maður er allur kominn í grænmetið og ávextina, ha, ha. Vona að vigtunin á morgun segi allt gott.
Endilega sendu myndir, svo hægt sé að fylgjast með hvað þið hafið það kósí.
Fórum í gærkvöldi á nemendamótssýninguna í Verzló með afa, Sjöfn og Söru og Örnu, Magga og Ernu Guðrúnu. Það var mjög gaman en ekki alveg eins gaman og í fyrra, sérstaklega þar sem maður þekkti ekki tónlistina nógu vel, var frá David Bowie, Queens og fl. Samt gaman.
Love you ástin mín,
Þín amma
Hæ
Það var meiriháttar gaman í leikhúsinu hjá okkur systkinunum....hlógum eins og vitleysingar allan tímann...værum sko til í að fara á þetta aftur....fórum síðan í Kúrlandið og bjuggum til pizzu....yndislegt kvöld með Steinsen systkinum og mökum...´..Saga mín þú getur farið að hlakka til vorsins því Danirnir fá alltaf svo yndislega gott veður þá....
Lovjú Arna
Saga mín stundum að blogga :D
Svolítið langt síðan þú bloggaðir síðast !
Laf jú ! ;*
Skrifa ummæli