miðvikudagur, 18. febrúar 2009

eiiin heima.. =/


Nú er bara alltí einu komin mið vika.. og leiðinlegasta helgi í heimi frammundan.
Hansi minn fór heim til Íslands í gær.. ég var soldið leið.. þar sem mig langar auðvitað mjög mikið að fara líka :(

Það er reyndar mjög gaman að segja frá því að þegar við fluttum hingað.. fjárfesti Hansi í þessari voooða flottu ferðtösku.. sem kostaði alveg 10. þús krónur. Á ferðalagi hans hingað til danmerkur í ágúst.. slitnaði eitt haldfangið . Jæja.. ekki nóg með það heldur á ferðalagi okkar heim um jólin.. þá eyðilagðist rennilásinn á stórum vasa sem er framan á töskunni.. svo sá vasi hangir núna bara út. En það fyndnasta við þetta allt saman.. að á þriðjudaginn klukkan 20 mín yfir 6 um morguninn þegar ég stóð í hurðinni og var að kveðja hann.. þá tók hann í eina handfangið sem var í lagi.. og það slitnaði líka. Okku fannst það ógéðslega fyndið.. og fórum í hláturskasst.. þannig eina sem hann gat gert var að halda í haldafangið sem maður getur dregið upp og niður til að draga töskuna á eftir sér :)
Við erum að minnsta kosti sammála um það.. að þessi ferðataska er nú meiiiiiiira DRASLIÐ!

Ég mundi allt í einu eftir einu atviki sem gerðist í vinnunni um daginn. Það kom svona tiltölulega eldri kona til mín og spurði: Hvor finder jeg trusseindlæg? Ég stóð bara alveg eins og þvara og skildi ekki orð sem hún sagði og sagði þá bara mjög kurteisislega: Finder hvad? Þá sagði hún aftur trusseindlæg.. þá ljómaði ég öll og bara jaaaa... du kan købe det der over.. og benti henni á sokkabuxnadeildina.. aumingja konan leit öll hissa á mig og sagði svo.. strømper afdelingen? Jah sagði ég svo.. bare prøve at spørge! Ein sátt með sig..
Svo um leið og konan labbaði í burtu .. vissi ég að ég hefði misskilið hana.. þá labbaði ég þvínæst að kollegum mínum og spurði þær hvað trusseindlæg þýddi.. og þá sögðu þær mér að það væri dömubindi! Sjitt.. ég og þær fórum í hláturskast.. þar sem ég hafði bent aumingja gömlu konunni á að kaupa sér dömubindi í sokkabuxnadeildinni......... kræst! :)
Þetta var eitt það vandræðanlegasta sem ég hef lent í...

Annars þá var voðalega skrítið að fara ein að sofa í gær.. frekar notalegt samt.. þar sem ég gat búið mér til einskonar virki (sem ég gerði) ! :) fannst ég frekar safe þá.. svo horfði ég bara á 3 friends þætti.. og var ein í hláturskasti uppí rúmi.. fannst það geggjað! :)
Í gær fór ég í upp á Finderupvej til Svövu og Davíðs.. og verslaði svona það helst fyrir einn.. til að lifa í viku :) svo buðu þau mér í aspassúpu og hvítlauksbrauð :) mmm.. sem var mjöög gott!
Síðan cyklaði ég bara heim.. og henti mér í leikfimisfötin og hitti svo Snædísi í pump tíma klukkan 8 :)
Eftir hann fór ég svo bara heim.. heyrði í Hansa sæta á skype aðeins.. og fór svo bara fljótlega eftir það uppí rúm!

Í dag á ég að mæta í vinnuna kl : 14:00 til 18:30.. er ekki alveg að skilja þessa tímasetningu.. en svo lengi sem ég fæ matartíma..þá er ég góð :) Á laugardaginn er ÖMURLEGUR DAGUR.. ég á að vinna frá 11-4 og svona TELJA uppí magasin frá 4-10 um kvöldið.. ég er alveg að fara að gubba ég nenni því svo ekkii... sunnudaginn þarf ég svo að mæta frá 9-2.......argg!
Í kvöld ætla ég örugglega að leika bara við SNædísi :) ....en núna ætla eg að fá mér að borða.. og fara að hafa mig til .. eða svona, það fer að líða að því allaveganna :)

Knús til allra þarna heima :) þín líka Hansi ! hehe...
Love Shaggy

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahah.. .. ég dó úr hlátri með trusseindlæg.. .. konan hefur haldið að þú hafir fáránlegar venjur :o) - knús frá familíunni.. .. ..
luv
bryn

Nafnlaus sagði...

Sammála ég sprakk úr hlátri....frekar óþægilegt...njóttu þess dúllan mín að vera ein og gera allt sem þig langar til að gera....
Knúskveðjur Arna

Nafnlaus sagði...

Hahahah vandræðalegt.. þú ert nú meiri lúðinn en núna veistu þá hvernig dömubindi er sagt ;) hahaha

Anna sagði...

Trusseindlæg er mjööög fyndið orð;) Svo kallar maður vinkonur sínar tose (með strik í gegnum o) í DK....þannig að það er margt skrítið í þessum heimi;) Mér fannst ég alltaf vera að segja tu**a við vinkonur mínar....hahahaha.

Þú stendur þig bara vel Saga mín og keep up the good Dale spirit:)

knús og kram,
Anna G. frænka

Nafnlaus sagði...

hvað segist.. .. ertu svona busy að það kemur blogg á tíu daga fresti.. ..
luv
bryn