föstudagur, 30. janúar 2009

úff erfitt......

Jæja, nú er löngu kominn tími á nýtt blogg..
En byrjar það nú aldeilis ekki á skemmtilegu nótunum..

Það er nefnilega þannig að... þegar ég kom í vinnuna í gær, sá ég að Jörgen vinur minn sem vinnur með mér í ilmvatnsdeildinni var grátandi, önnur stelpa stóð hjá honum og virtist hún einnig einstaklega leið og svo föðmuðust allir.. voðalega ljúft og gott og svo fóru þau heim.
Eftir það kom Sussi (sem er ''semí'' yfirmaður minn) og sagði mér það að Magasin væri að minnka við sig. Okei sagði ég þá.. og beið eftir meiru. Þá sagði hún mér að Jörgen, Tina og Karina hefðu öll verið rekinn.. og er þetta allt fólk sem hefur unnið þarna í meira í 2 ár. Og vinnur sína vinnu mjög vel. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var: Afhverju þau? afhverju ekki ég?
Og ég spurði hana að því.. þá sagði hún mér að ég væri bara að vinna hlutastarf.. svo þau spöruðu á því að hafa mig í vinnu.. eitthvað svoleiðis! 
Restin af vinnudeginum fannst mér voðalega kalt allt í kring um mig.. fannst allir vera að horfa niður til mín og tala um mig.
Þannig að eftir vinnu fór ég heim.. mjög leið..

Í morgun svo þegar ég mætti í vinnuna var ákveðið að við myndum ekki hafa hitting uppí á 4 hæð (eins og gerist vanalega með öllu starfsfólki Magasin á föstudögum) .. heldur ætluðum við sem vinnu í cosmetics og parfumen að hittast bara í deildinni okkar og tala aðeins saman. Þá var talað um leiðindin deginum áður.. og sagt að þetta væri alls ekki persónubundið.. heldur þyrfti Magasin bara að minnka við sig.. og restin af starfsfólkinu (í minni deils) væri óhullt!
Það var mikill léttir fyrir sig.. en þá komu ennþá stærri fréttir.

Yfirmaður minn, sem er eldri kona um sextugt tilkynnti okkur það.. að hún væri að hætta sem yfirmaður okkar og fara upp á þriðjuhæð (boligafdeling) og vera yfirmaður þar.. þar sem sú sem vinnur þar er að fara í barneignarfrí. Þá tilkynnti hún okkur því næst að Sussi (þessi sem ég sagði að væri ''semí'' yfirmaður minn.. að hún yrði yfirmaður yfir öllu cosmetic og parfumeri í staðinn. ALLIR með tölu af því starfsfólki sem ég vinn með fór að gráta.. og ég stóð þarna.. alveg með tárin í augunum...
Ástæðan fyrir því að allir fóru að skæla..var sú að þeir vildu ekki missa AnneMette (eldri konuna) sem yfirmann.. og þau voru einnig MJÖÖG leið yfir því að fá hina (Sussi) sem yfirmann! Þar sem hún er mjög ströng og eiginlega bara yfirhöfuð mjög leiðinleg...

Eftir allar þessar niðurdrepandi fréttir steig ein stelpa fram sem heitir Sarah og tilkynnti okkur þar.. að hún gæti ekki verið lengur hjá Magasin.. hún hefði verið mjög leið yfir því að Sussi hefði fengið starfið en ekki hún sjálf ( þar sem þær eru með sömu menntun og voru að gera það sama áður).. og að Sussi væri mjög góð vinkona hennar.. og að hún gæti henni unnið undir henni.. svo hún sagði bara upp hágrátandi á staðnum!

Jésús.. þessi dagur var algjört disaster...
Vonandi verður þetta eitthvað betra.. hope so..
En annars er bara allt ágætt að frétta af okkur! Ég held vinnunni minni! Hansi var að klára ritgerð sem hann á að skila á mánudaginn og Svava skvís er í Köben.. svo Davíð verður í mat hjá okkur í kvöld:)
Annars er ég í fríi alla helgina.. og ætla að njóta þess í botn!
..svo vonum við bara að það verði ekki stríð á mánudaginn þegar ég mæti í vinnuna (arg útlendingurinn sem fékk að halda vinnunni sinni )

Annars hafið það gott :) og stórt knús og sakn til ykkar;*
Shaggy;**

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan,

Þetta eru erfiðir tímar og maður verður að fara í gegnum þá eins og allt annað í lífinu. Það birtir til einhvern tímann, sjáðu til. Ég er glaður að þú haldir vinnunni en svo framundan hjá þér er náttúrulega að fara í skóla og verða í því verkefni næstu árin. Vertu bara sátt við aðstæður og hjálpaðu og talaðu við þá sem eiga um sárt að binda. Þú ert langbest elskan mín og I believe in you.

Elska þig og kysstu Hansa frá okkur

Pabbi

Anna sagði...

Hæ Saga sæta.
Já það er fullt af fólki sem á erfitt þessa dagana....þess vegna verður maður að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur. Þú ert í vinnu, átt yndislegan kærasta, bestu fjölskyldu í heimi sem elskar þig og ert með bestu vinkonu þinni í DK :) Gæti ekki verið betra :D

Mundu Dale....það hjálpar alltaf;)

Love you,
Anna G. frænka

Nafnlaus sagði...

Hæ yndisleg :* æj hvað þú ert góð að halda uppi bloggi og leyfa okkur að fylgjast með ;) En leiðinlegt hvernig staðan er í vinnuni núna, en heppin að hafa fengið að halda vinnuni ! er danskan ekki annars orðin bara meget god ;) jæja, reynum svo að hittast á skype fljótlega ;) hehe

-eva sif;*

Nafnlaus sagði...

Elsku Saga mín,
Já, það eru svo sannarlega erfiðir tímar hvort sem er í Danmörku eða á Íslandi. Leiðinlegt er að heyra að þeir sem þér fannst gott að vinna með eru annaðhvort að hætta eða flytjast til í starfi, en mest um vert er þó að þú heldur þinni vinnu. Ég er nú ekki svo viss um að það sé BARA vegna þess að þú ert í hlutastarfi, heldur eru áreiðanlega ekki margir eins yndislegir og góðir og þú ert. Það sýnir bara eitt, þú ert einstök! Allt gott að frétta af okkur afa. Elskum þig til tunglsins og tilbaka.
Vertu ávallt Guði falin. Kysstu Hansa frá okkur.
Þín amma Erna og afi Örri

Nafnlaus sagði...

Hæ yndislegust
Æi ég veit að þetta er erfitt en eins og allir segja maður verður bara að vera jákvæður og gera gott úr öllu þannig virkar þetta og ef einhver getur það þá ert það þú yndið mitt......besta gjöfin er að þú ert hress og kát og í toppformi.....
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

ææj ekki gaman að heyra en gott þú heldur vinnunni þinni:)!
vertu bara jákvæð þótt þessi stelpa sé leiðinleg og allir leiðir! elska þig mús! farðu bara að koma heim...

sakna þín, ingunn lára

Nafnlaus sagði...

að hún gæti henni unnið undir henni..
Hvað átti þessi setning að vera?? ;)

En leiðinlegt að það sé verið að segja fólki upp.. er aðeins að ganga í gegnum það sama í vinnunni núna.. En það er nú gott að þú hélst vinnunni og ef að einhverjir eru með einhver leiðindi þá verður það vonandi í stuttan tíma :) ekki taka það inná þig.. miss you :*

Nafnlaus sagði...

Leiðinlegt með vinnuna.. en gott að þú heldur vinnunni músa :)
Sakna þín voða voða mikið.. mátt alveg fara bara að koma heim eins og Ingunn sagði hér að ofan :D

Stórt knús á þig músaling ;*

Nafnlaus sagði...

hæ shaggy
það eru náttúrulega frábærar fréttir að þú skyldir halda vinnunni þó svo að kringumstæðurnar séu ömulegar.. .. been there done that - alltaf erfitt þegar fólk sem maður er búinn að vinna mikið með er bara gone.. .. stay strong :O)
Krakkarnir biðja að heilsa Saga sín.. ..
Luv
Bryn