miðvikudagur, 10. desember 2008

Jólin eru aaaalveg að koma !



JÓL Í ROSENSGADE

NÝJA JÓLASERÍAN OKKAR

Jæja, ég hef ákveðið að láta undan og blogga smá..
Þrátt fyrir nánast ENGIN comment á síðasta bloggi :(
En ég skil það samt að það er brjálað að gera hjá öllum og svona.. eins og hefur verið hjá mér :)
Í dag og í gær var ég í fríi í vinunni svo ég hef nýtt dagana alveg svakalega vel.
Bæði í gær og í dag skellti ég mér á strikið og verslaði það sem eftir var af jólagjöfum. Þannig að ég er búin með alla mína fjölskyldu frá mér og Hansa.. og Hansi á eftir að finna eitthvað handa nokkrum úr sinni fjölskyldu :)
Listinn fyrir daginn í dag var mjög langur.. en mér tókst að stroka allt útaf honum nema eitt :) Og það var að kaupa wildcard... þarf einhvern veginn að koma því fyrir.. kannski bara á morgun!

Í gærkvöldi varð ég alveg voooðalega lítil í mér og fór að sakna alls þess sem mér finnst ég vera að missa af heima á Íslandi.. skreyta jólatréð... baka jólasmákökur.... piparkökuhús... jólastúss með mömmu.... og svo margt annað sem ég bara höndlaði ekki í gær.. svo ég fór að skæla !:/ hehe.. jáá... ég þurfti svo sannarlega á knúsi svo hann Hansi minn var ekki lengi að koma færandi hendi.. og ekki nóg með það heldur  þá fékk hann þá frábæru hugmynd að við myndum fara á morgun (semsagt í dag) og kaupa okkur smá jólaskraut:) Það þurfti ekki meira en það..
Þannig í dag fórum við í Rúmfatalagerinn og keyptum seríu, 3 jólakertastjaka, jólastjörnu og lítið sætt jólatré sem er með alveg kreizý jólaljós!! :) Svo núna er jólafílingurinn orðin góður.. + það að hlusta á jólalögin góðu :)....

Jáá.. svona er þetta stundum, maður verður stundum alveg voðalega lítill í sér.. en þá er líka gott að eiga svona yndislegan besta vin og kærasta sem gerir allt til að reyna að gleðja mann <3

Á morgun byrjar svoo svakalega vinnuvikan mín..ójáá sjitt hvað ég verð örugglega orðin sturluð þegar við förum til Köben! :| Verður örugglega alveg vittlaust að gera og ég er að vinna alveg straight.. frá morgundeginum og til næsta föstudags! En áföstudagskvöldinu ætlum við að fara til Köben og upplifa smá jól þar :) Vá hvað ég hlakka til!

Hansi er í svakalega erfiðu verkefni í skólanum núna.. lokaverkefnið hans. Hann á semsagt að búa til svæði fyrir gíraffa.. og er hann búinn að stúdera gíraffan alveg bak og fyrir og eyðir núna alveg næstu dögum og nóttum uppí skóla.. þannig þetta verður alveg svakalega erfið vika fyrir hann líka.. svo fer hann í krítik einhverntímann í næstu viku.. þá verður hann með kennarana sína sem dómara og svo gestadómara og allt líka.. þannig þetta er strax orðið alveg svakaleg alvara :) En honum finnst þetta samt mjög skemmtilegt! ;)

Ekki nema 11 dagar í Kúrlandið mitt góða;**
Skrifaði skilaboð á skype áðan í kúrlandið en þá var það víst bróðir minn sem var við tölvuna.. svo ég fékk bara skilaboð til baka frá honum sem hljómaði svona : ''Ekki tala við mig þetta er stebbi''.. hahah! það er nú meira hvað hann er orðinn mikill töffari þetta barn! Enda að verða 7 ára gamall :);* sjitt.. mér finnst bara ennþá eins og það hafi gerst í gær þegar hann fæddist... vá hvað ég var glöð að eignast lítinn bróðir! Og er hann ennþá litla uppáhaldið mitt;*
Það er bara ekki hægt að finnast neitt annað.. hann er bara svo fallegur og góður strákur... stundum með smá pirring og uppreisn við fjölsk sína.. en það er bara eðlilegt;) Hann er nú pjúra eðlilegur.. þessi elska :)

Þarf eiginlega að baka jólasmákökur og svona.. fá smá ilm í íbúðina áður en við förum heim... ég hlakka svo til að pakka öllum pökkunum inn í ár.. því nú er ég með allt sér.. ég er meira segja með smá stíl á pökkunum :) hehe..allir verða alveg eins :)
Ég þoli ekki óreglulega pakka sem eru með ljótan pappír utan um... smámunasemi og fullkomnunarárátta.. ég veit! En svona er þetta bara :D haha.. mínir verða allaveganna eins fullkomnir og ég get...

Við Hansi erum með tóman ískáp í augnablikinu ... höfum ekki haft tíma til að fara útí búð.. svo við erum búin að ákveða að fara bara í fyrramálið og versla allt inn :) vantar jólamandó og ávexti og allskonar gúmmelaði :) (ekki það að það sé eitthvað merkilegt, er bara að reyna að troða einhverju inní þetta blogg) :D haha..

VÁ! gleymdi reyndar að segja frá því.. hahah.. við vorum að labba á strikinu um daginn ég og Hansi.. og sáum svo ótrúlega sææætan cheffer hvolp.. gvuð.. hann var með svona flöffý eyru sem hann réð ekki við og eitthvað.. og hann bauð svo upp á það að láta klappa sér.. svo ég var ekki lengi að stoppa fólkið og klappa og kjassast í hundinum.. svo byrjaði ég '' hej,hej...... hej..hej með Míkó röddinni minni.. og það næsta sem ég vissi  þá var Hansi kominn langt í burtu frá mér.. hahha þá hafði hann skammast sín svo að hann var ekki lengi að láta sig hverfa.. það var þó aðallega útaf ég sagði ekkert nema hej sagði hann og ég notaði skræku röddina :D hahha.. mér fannst það mjööööög fyndið!

Jáá.. svona er þetta :) en núna er ég að spá í að henda mér í jólasturtu og fara í jólanáttbuxur:) kózýast aðeins.. þar sem ég verð ein heima eitthvað frammyfir miðnætti..
Allaveganna.. styttist í heimkomu :) Hlökkum mikið til ;*


TRÉIÐ BLEIKT OG KERTIÐ VIÐ HLIÐINÁ

JÓLASTOFAN :)

JÓLATRÉÐ OKKAR

JÓLA KERTASTJAKARNIR :)

OG.. JÓLASTJARNAN :)


Knús á alla...
Shaggy;**

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott blogg Saga mín, leiðinlegt að þú skulir fara skæla :) Þú varst ekkert að missa af miklu engar áhyggjur! Þú kemur líka heim bráðum og færð að upplifa fjölskylduna þina aftur:** Lovejú!

Nafnlaus sagði...

Ég kemst alltaf í yndislega fílingu að lesa bloggið þitt.....mér líður svo vel í hjartanu (þetta sagði einhver lítil)....hlakka til að sjá þig dúllan mín,héðan er allt gott að frétta Örn kláraði prófin áðan og gekk bara nokkuð vel,gekk reyndar illa í einu..Andri klárar á morgun og hefur bara gengið ágætlega(svo segir hann)...sjáumst hressar á Þorláksmessu
Kv.Arna

Nafnlaus sagði...

Æjj en kósý hjá ykkur :)
Ætla að vona að þú sért ekki að fara í seinustu sturtuna fyrir jólin.. því þú kallaðir hana jólasturtu :D hehe
En músa hlakka voða voða til að fá þig heim og knúsa þig.. ;*

Laf jú !

Nafnlaus sagði...

Flott blogg(:
núna kommentaði ég fljótt?:')
haha vá hló svo mikið að þessu: ''Ekki tala við mig þetta er stebbi''
haha:D
hlakka til að sjá ykkur..
óligeir

Nafnlaus sagði...

já ekkert mál sæta;)
læt þig bara vita á hvaða gengi ég kaupi hann á..
hlakka til að sjá þig:*
Sara

Nafnlaus sagði...

jæja.. .. flott blogg og ekkert smá krúttilegt jólaskraut.. .. dó úr hlátri þegar að hansi lét sig hverfa.. .. mjög eðlilegt hljóð hej.. .. afmælið hans bjarka verður á sunnudeginum. ... tímasetningin ekki alveg ákveðin.... hlökkum til að sjá ykkur
luv bryn

Nafnlaus sagði...

hæ sæta ég keypti í dag fyrir þig:) jú þessi með líkamann framan á;)
læt þig vita þegar ég kem heim inná hvað þú leggur á
love love:*
Sara

Nafnlaus sagði...

úú kósý!
Les alltaf bloggið þitt sæta :)
laf

Nafnlaus sagði...

hæ músla!!

úúú kósý hjá ykkur! Hlakka til að fá þig heim og knúsa þig!!

kv. ingunn lara

Nafnlaus sagði...

Ohh mig langar svo í sjeffer hvolp ;) já ég held að fólk skammist sín líka þegar ég tala við hunda haha.. en hlakka til að fá þig heim :):)

Anna sagði...

Þú ert nú meira jólabarnið elsku Saga mín og það er bara æði. Það verður yndislegt að fá þig heim .... ég veit að Eva verður allavega knúsuð í klessu;)

Farið vel með ykkur og ég vona að Hansa gangi vel í gíraffa design:D

knús í krús,
Anna Gunna