sunnudagur, 2. nóvember 2008

Sunnudagur.. vikan hefst á morgun!?!


Sælt veri fólkið :)
Nú er helgin að líða og við hjúin höfum hlammað okkur upp í sófa eftir erfiða helgi. Hansi er að vinna eitthvað í tölvunni sinni.. og ég er að blogga! :)
Eins og ég sagði áðan.. þá er helgin að líða og höfum við haft alveg nóg að gera :)

Á föstudaginn var ég bara að vinna.. vann til 15:15 og fór þá bara heim í slökun! Minnir mig allaveganna.. ég er eiginlega búin að gleyma föstudeginum. Fyrir utan það að ég heyrði í pabba mínum og mömmu minni :) Og restin af familíunni minni.. mamma mín var bara mjög þreytt og var bara að fara snemma að sofa.. en pabbi var ansi kátur.. ný kominn af Loga í Beinni með Einari vini sínum :)
Gott að þeim líður vel og þau eru ánægð!:);*
Já.. svo ég gleymi því nú ekki.. það var svona snjóbretta og skíðakeppni í miðbæ århus frá föstudegi til laugardags og við kíktum þangað á föstudaginn. Frekar lame keppni samt.. og danir ekki aaaalveg nógu góðir á bretti og skíðum. Greinilegt að íslendingar og norðmenn eru töluvert betri. Tók nokkrar myndir sem ég læt fylgja með á eftir.

Annars.. ef við færum okkur yfir í gærdaginn. Var að vinna frá 11-16:00! Vöknuðum bara saman ég og Hansi sæti.. og hann fór bara á sama tíma og ég útúr húsi.. ferðinni var nefnilega heitið í skólann þar sem hann ætlaði að vera að læra :)
Eftir vinnu kom ég svo bara heim.. Þá var Hansi búinn að hlamma sér fyrir framan tölvuna sína og var að horfa á manshcester-hull leikinn sem fór á ansi skrautlega vegu.. 4-3 fyrir manchestar á móti liði sem ég hafði aldrei heyrt um áður :D hehe..
Á meðan fótboltaleiknum stóð var einmitt verið að sýna Ísland-Noregur í handbolta í sjónvarpinu, svo ég hafði það bara kózý og fylgdist með báðum leikjum í einu :)
Reyndar sá ég ekki markatölurnar á sjónvarpinu þannig ég þurfti oft að pikka í Hansa og spyrja hver staðan var í íslenska leiknum. (vantar gleraugun mín að heiman) :(
Sá leikur fór allaveganna 31-31!
Við gerðum okkur góða ferð upp í Kiwi.. þar sem við keyptum helstu nauðsynjar fyrir kvöldið þar sem Sölvi var að koma í hjemmesókn til okkar :) eftir þá ferð gerðum við okkur einnig glaðan dag og gengum rakleiðis inn í mc'donalds þar sem við nenntum engann veginn að elda í gærkvöldi :)
Eftir matinn hittum við Sölva útá domkirkepladsen, kíktum aðeins aftur á snjóbretta/skíðakeppnina og röltum svo bara heim á leið :) Þegar heim var komið.. fengum við okkur snakk með ostasósu og snökkuðum saman og hlustuðum á tónlist :)
Því miiiður fékk ég ömurlega magapínu svo ég varð mjög fljótt þreytt og kúrði undir sæng frammi í stofu meðan strákarnir töluðu saman :)
Þar sem ég fékk ílt í magann ákvað ég að fara bara upp í rúm um örugglega 12-01:00 leytið þegar strákarnir ákváðu að halda niðrí bæ og kíkja aðeins á lífið :)
Vaknaði reyndar við þá þegar þeir komu heim.. en sofnaði svo fljótlega eftir það aftur..
Sölvi krassaði á sófanum okkar í mestu óþægindum sem ég hef séð ! hehe æjji greyjið! :)

Í morgun vaknaði ég bara um hálf 10.. og hélt til vinnu um 10:50! Átti að mæta 11 :) Hansi minn fór svo í skólann að verða hálf 12.. og Sölvi hefur örugglega farið bara heim :D
Það var ekki mikið að gera í vinnunni.. sem mér finnst alltaf leiðinlegt.. því þá líður tíminn svo hægt!! Var búin að vinna kl:16:00 og fór þá bara heim til mín :)
Ég og Hansi fórum útí fotex með flöskurnar og dósirnar okkar áðan! Fengum alveg tæpar 40dkk fyrir þær og keyptum það helsta fyrir kvöldið. Sem var salsasósa ! :) og reyndar keyptum við líka epli og brauð. Hittum Villa á leiðinni út búðinni.. og drógum hann með okkur upp í íbúð, þar sem hann hafði aldrei séð íbúðina okkar .. þá ákváðum við að sýna honum hana loksin :) hehe...

Hann og Hansi fóru svo saman upp í skóla.. og Hansi var þar í rúman klukkutíma:)
Nú erum við bara að snúllast eitthvað.. og förum svo ábyggilega bara að elda bráðum!
Gleymdi að segja frá því.. að við heyrðum í Arndísi og Óla á skype í gær! Þau eru stödd útá Florida núna og höfðu verið á Halloween kvöldið áður :) Geggjað gaman hjá þeim.. hef upplifað sjálf bandarískt halloween.. var einu sinni pumpkin og einu sinni norn.. svo muna mamma og pabbi hitt örugglega! Man bara eftir feita dalmatíu hundinu.. það var hún Sjöfn litla systir mín.. haha! Hún datt nefnilega á oreo cookie beit... :) 2 ára gömul held ég! Snillingur.

Jæja ... í kvöld á að vera hrollvekja! við vonum það besta:) Knús á liðið;**

Brekkan sjálf

Skíða afturábak!

Sölvi að reyyna að kenna Hansa að binda bindishnút!:)



Saga Steinsen :)

Við öll þrjú í endann :)

Shaggy;**

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kys til jer :)

Savner jer rigtig meget. Bliv ved med at være så dygtige at skrive på hjemmesiden!!

Kærlig hilsen; Lísa sys

Nafnlaus sagði...

panta eintak af uppskriftabókinni.. ..
luv
bryn

Nafnlaus sagði...

Æjj þið eruð nú meiri krúttin! ;D:*

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus said... = Dóra Sif :D

Nafnlaus sagði...

Knúskossar til ykkar...
har det godt næste uge...
Bæó Arna

Anna sagði...

Það eru bara allir farnir að skrifa á dönsku hérna í commentum.....det er dejligt (ég kann líka smá:)

Gott að heyra í ykkur, Hansi greinilega mjög duglegur í skólanum og þú í vinnunni....það er frábært :) Nýta tímann vel þarna úti og gera það besta úr öllu....taka bara Dale á þetta Saga sæta.

Jæja....ég er farin í jóga...með Evu sætu.

Kreppuknús,
Anna Gunna

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,

Búið að vera mikið að gera í vinnunni þannig að ég hef lítið geta fylgst með. Kallinn er allavega að fara á frumsýningu á
007 í kvöld með Konna og það verður dejligt. Allir biðja að heilsa ykkur elskurnar. Guð geymi ykkur.

LY
Pabbi

Nafnlaus sagði...

hæ sætasta frænka:*

gaman að sjá hvað það er gaman hjá ykkur úti og hvað ykkur líður vel:)

hvernig fórstu að því að gleyma gleraununum kona!!?

knús frá sjeibí frænks (sem kann ekkert í dönsku og hana nú!)