föstudagur, 14. nóvember 2008

Föstudagur í Århus :)

fann þessa svaka flottu haust mynd :)

Jæja..
Bloggið hér á undan var bara til heiðurs litla sæta Míkó sem á allt gott skilið.. þetta litla rassgat :)
Ég er bara tiltölulega nýkomin  heim úr vinnunni! Það var alls ekkert það mikið að gera, er þó að vinna líka á morgun og sunnudaginn.. æjh men det gider jeg ikke, men sådan er det bare...
Er að vinna líka standslaust út næstu viku. En er þó í fríi næstu helgi :)
Búin að mæta alla þessa viku líka í ræktina :) ýkt dugleg! Nú verður pabbi örugglega stoltur af mér:) ..
Takk allir fyrir commentin í blogginu til Tristans:) Síðasta commentið.. frá pabba var þó langerfiðast. Var að lesa það áðan og réð bara alls ekki við táraflóðið sem hrundi niður kinnarnar á mér. Aumingja Hansi vissi ekkert hvert hann ætti að snúa sér :) En þetta var svo flott komment hjá þér pabbi minn:) og ég trúi því að þú og afi gerið eitthvað skemmtilegt fyrir Míkó:) ..og ég elska þig líka;**

Annars.. þá verð ég ein frá miðvikudegi til sunnudagsmorguns held ég. Hansi er að fara til Hollands, nánar tiltekið Amsterdam og Utrecht með 3 öðrum krökkum sem sitja með honum á borði. Jáhh.. hann er búin að vera voða duglegur í skólanum þessi elska. Hann var í krítík núna í gær. Það fór semsagt þannig fram að hann og þessir þrír aðrir krakkar sem fara með honum til Amsterdam .. þau héldu fyrirlestur um Schröder House.. sem margir kannast kannski við:) En það er einmitt frá De Stijl stefnunni sem ég man svo vel eftir (lærði um það í ms). Allaveganna þau héldu fyrirlestur um Schröder house.. og þeirra hópur byrjaði.. og minn maður byrjaði fyrstur af öllum:) Það fyndna við það samt að þegar maður spyr hann út í þetta.. þá man hann ekki neitt! :D Hann fór í blackout eins og hann kýs að kalla þetta á meðan fyrirlestrinum stóð.. þannig hann talaði dönskuna eins og innfæddur (eða það heldur hann) :) ..
..Hansi stendur sig allavega mjög vel í skólanum. Mér gengur ágætlega í vinnunni bara.. er samt alveg að drepast í mjöðmunum alltaf þegar ég kem heim.. verð að viðurkenna það! En ég læt mig hafa þetta :)

mynd af aarhus sem ég fann.. :)

Helgin verður vinnuhelgi... er að vinna frá 11:00-16:00 báða daganna. Æjjh það komu svo ótrúlega krúttlegir strákar í ilmvatnsdeildina í dag.. voru svona hálfvandræðanlegir og sögðu svo við mig: ' Vi skal købe et parfume til vores veninde, men vi vide ikke hvad det skal være.. er det noget som du anbefaler?' .. Jaháá.. ég stóð þarna alveg eins og bjáni og sagði þá bara ' Ja, vent et øjeblik!'.. Svo fór ég og spurði hvað anbefaler betyder.. og þá þýddi það að mæla með eða ráðleggja :) Þannig að dúllustrákarnir voru að biðja mig um að segja þeim frá einhverju ilmvatni sem mér þætti gott.. ég hljóp þá rakleiðis að Black xs ilmvatninu mínu og rétti þeim það :) Þeir þefuðu aðeins af því og ákváðu síðan að þetta væri rétta ilmvatnið! Djöfull var mín sátt þá.. afgreiddi þá.. og pakkaði því svo inn í svoða flottan julegavebon :) .. ekkert smá sáttir með mig voru þeir þá og sögðu tusind tak for hjælpen!;)
Jáhh.. stundum er gaman í vinnunni.. sérstaklega þegar ég fæ góða kúnna.. sem þakka manni síðan alveg tuuuuuuusind sinnum fyrir! ;)

Jæja, við Hansi vorum að klára að borða lasagne.. sem smakkaðist bara svona rosa vel:) hefði mátt vera meira kjöt í því þó! .. Í kvöld langar mig í ís :( komin vika síðan ég fékk ís síðast.. langar í rölt í bænum og góða ís :) Tékka á honum kærastanum mínum á eftir *vonum það besta* :D haha.. jæja..



mmmm.. nammiii

Ég vil bara enn og aftur segja tusind tak fyrir commentin allir :) þið vitið ekki hvað það gleður mig mikið að sjá í hvert skipti sem nýtt comment bætist við! Jeg bliver så rigtig glad ;*
En nú nenni ég ekki meir:) vonandi dugar þetta ykkur til næstu daga;*

Knús til allra...
Shaggy;**

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha., já þeir hafa ekki ákveðið að gefa brjóstarhaldara eins og við fengum ein jólin frá góðvinum okkar Þobba og Sigga:)
Æj þú ert svo sæt og dugleg Saga., :)
Verst að mig langar ooof mikið að flytja út þegar ég les bloggið þitt.

kv. Helena

Nafnlaus sagði...

Jæja Saga mín.. Fyrst þú ert ein í næstu viku þá tekur þú bara lest næstu helgi til Köben og hittir mig!! :D ....Það væri of gaman að fá að hitta þig músin mín... :*
En frábært að sjá hvað þú ert að standa þig vel í vinnunni.. Dugleg ;)
Heyrumst Dóra Sif Jörgensdóttir..

Nafnlaus sagði...

Í alvörunni Saga ég verð eiginlega að hætta að lesa bloggið þitt!! Ég verð alltaf meira og meira abbó..

Flott hjá þér að vera svona dugleg í ræktinni og standa þig svona vel í vinnunni :) ánægð með þig..

Miss you og hlakka til að sjá þig :)

Nafnlaus sagði...

Hæ músin mín
Æi hvað manni líður alltaf vel þegar bloggið þitt er lesið....einhver sagði manni líður svo vel í hjartanu.....
Þú stendur þig eins og hetja í vinnunni Saga mín og ég er ekkert hissa að strákarnir hafi verið sáttir,þú hefur brætt þá með yndislegheitum eins og alltaf krúsí mín....haltu áfram að vera þú og smitaðu alla í kringum þig af góðum og fallegum orðum eins og þú gerir alltaf...
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

djúsuss bobbí hvað mig langaði í ís eftir að hafa séð myndina af mcflurryinum!!
...og róleg á dönskuslettunum! Sumir að standa sig í dönskunni?:D

Bestustu kveðjur
- Andrea á Indlandinu

Nafnlaus sagði...

Mig langar í 1 stk. kæró og flytja til DK .. búhú :(

MISS U !! ;*

Nafnlaus sagði...

Langaði bara svona að bæta inn einu kommenti til að ýta undir nýtt blogg:)
Var ekki annars viðmiðið 10 komment?

Kv .HElena Ýr

Nafnlaus sagði...

komment 8.
just 2 to go

kv. helena

Nafnlaus sagði...

Jæja... Nr. 9... Koma svo Saga! Nýtt blogg takk fyrir! ;)

Dóra..

Nafnlaus sagði...

Jæja Saga mín., núna er kominn góður tími á annað blogg:D

Nafnlaus sagði...

Ég lofa að það kemur nýtt blogg á morgun :)