Bíddu.. voru einhverjir að biðja um blogg??
Ekki málið.. hér fáiði eitt stykki :D
Ástæða okkar fyrir bloggleysi aldarinnar er sú að við erum búin að vera að mála íbúðina okkar alla helgina.. framm að þessum degi.. (erum reyndar ekki búinn enn)! Jebb, erum búin að vera meget dygtig! ;) Ákváðum að vera svolítið frökk og máluðum tvo veggi steingráa. Annar er inni í stofu og hinn er inni í svefnherbergi, fáið að sjá myndir af því hérna aðeins neðar :)
Já.. við erum annars bara ótrúlega stolt af afreki okkar (Hansa).
Annars, þá er alveg freekar mikið að frétta svosem..
Fengum alla kassana okkar frá Íslandi á mánudaginn. Ungfrú Steinsen tók það að sér að reyna að redda þeim til okkar sem ódýrast frá Samskip, hringdi út um allan bæ og fann svo loks einhvern kall (eða fyrirtæki) sem var tilbúið til að gera þetta fyrir okkur fyrir 350 dkk, og ef við hugsum örlítið í íslenskum krónum þá er það sinnum 20,7!!
..Jamm við eyddum semsagt mánudeginum í að raða kössum og þriðjudeginum í að taka upp úr þeim. Ég bjó um rúmið okkar og við röðuðum inn í fataskápinn okkar. Eins og kannski mamma og fleiri vita.. þá átti ég GIGANTIC fataskáp heima á Íslandinu.. og úr þeim skáp og hingað til Danmerkur komu öllll fötin mín.. + ÖÖLLLL fötin hans Hansa sem gerir = 100 bolir+30 buxur+50 nærföt.. og svo miklu miklu meira! Ég get ekki einu sinni klárað að taka upp úr einum fatakassanum mínum þar sem það er ekki meira pláss í skápnum, en megin ástæðan fyrir því er sú að ég .. var svo yndislega best og góð að ég leyfði Hansa að fá stóra plássið í skápnum.. svo hann gæti nú rúmað alla bolina sína og gallabuxurnar, svo ekki séu nefndar líka peysurnar!!
Já.. hann Hansi eða Barney eins og ég kýs að kalla hann á semsagt fleirri boli en ég á samanlögð föt! :D Sjitt.. aldrei séð annað eins.. og við sem hentum örugglega svona 20-30 bolum áður en við fórum út.. þetta er bara grín, en það eina sem hann hefur að segja um þetta er : LEGEN.. wait for it..... wait for it... DARY!!!! ;) hahahaha.. alveg vaaaaan :)
..Annars, þá er ég lige started at arbejde i Magasin :) Jább, er byrjuð.. og er alveg búin á því eftir daginn. Í fyrsta lagi af því ég þarf að einbeita mér 3x við að hlusta á dönskuna og vera viss um að ég skilji allt sem danirnir segja við mig o.s.frv. Í öðru lagi af því ég þarf sjálf að tala dönsku ALLAN daginn, og þar sem ég er ekki vön því þá er það mjööög erfitt.. en samt mjög gaman og rosalega krefjandi;) Og síðan í þriðja lagi af því ég stend stanslaust í 4 og hálfan tíma.. og þeir sem þekkja mig vita að ég er með veikar mjaðmir og þreytist auðveldlega.. en vonandi næ ég bara að þjálfa þær ;)
Hansa gengur bara rosa vel í skólanum.. vika þangað til hann fer í haustfrí og Malla og Óli koma til okkar eftir viku:) Verður ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn. Ætlum að reyna að kíkja aðeins í IKEA um helgina.. kaupa hillur og svona :) Reyna að hafa allt reddý þegar þau koma til okkar :) En annars.. þá held ég að ég sé bara búin að segja allt sem segja þarf!
Nema reyndar að við bökuðum leeegendary pizzu áðan :) hún var ekkert klístrum klístr eins og síðast.. enda deig a´la Magdalena;)
Jæja, ég lofa að láta ekki líða viku á milli næsta bloggs núna:) ...Þangað til næst!;*
Hansi að mála annan gráa veginn :)
Ég að byrja að undirbúa (voða dugleg)
Svalur í tölvunni ;)
Rúmið okkar og flotti veggurinn;*
Sól hjá okkur.. meðan það snjóar heima á Íslandi :) haha!
Og svo finally.. veggurinn inni í stofu;) Flottur ekki satt?
Shaggy!*
9 ummæli:
Hæ gæs
Mikið rosalega eruð þið dugleg...flottir veggir,mig er farið að langa að koma bara í heimsókn þetta er orðið svo kjúsí...
Saga mín þú verður orðin altalandi á dönsku þegar þú kemur heim um jólin ef ég þekki þig rétt
Bæjó Arna
Jæja, eru mín búin að vera horfa aðeins of mikið á 'How I met your mother'?
Eigiði annars skrúfjárn til að lána mér...? mitt brotnaði við framkvæmdir.. Á ekki inneign, annars hefði maður bara hringt..
Hæ elskurnar mínar!
Gaman að lesa nýja bloggið og mér líst rosalega vel á þessa gráu veggi!! Ég var að koma heim eftir að hafa verið með danskeppni (mér fannst það svo gaman og sem betur fer einnig þeim) í Breiðholtsskóla og nem. voru að fríka út þegar þau sáu snjóinn. Ég var nú fremur smeyk að keyra heim og sérstaklega þegar bíllinn komst ekki upp eina götuna vegna hálkunnar og nokkrir bílar fyrir aftan...:( en mín komst að lokum heim í hólmann....
Ég sakna þín ROSA mikið brósi minn og auðvita líka þín Saga mín!!
Pas godt på jer selv :)
Lísa sys....
Jeijjjj finally blogg sem ég er búin að bíða alltof lengi eftir :D
Æjjii en vá hvað það er orðið kósý hjá ykkur :) Er að fíla gráa litinn á veggina í botn !
Og í sambandi við fötin Saga mín.. ef þið verðið einhvern tíman svo blönk að þið eigið ekki fyrir mat þá geturu alla vega selt eitthvað af þessum fötum haha ! :D
Jæja langaði bara að kasta kveðju !
Knúsíknús ! ;*
Vei loksins komið nýtt blogg! :D
En vá það er orðið flott hjá ykkur!.. Gráu veggirnir ekkert smá flotttir ;)
Gangi þér vel í nýju vinnunni..
Love Dóra Sif*
Hæ Saga mín,
Gaman að sjá hvað þetta fer allt vel af stað hjá ykkur. Man eins og það hafi gerst í gær þegar ég og mamma þín byrjuðum fyrst að búa og þú komst stuttu þar á eftir. Þetta verður bara gaman hjá ykkur og munið að virða skoðanir hvors annars og vera góð við hvort annað. Það er númer eitt, tvö og þrjú.
Love'ya
Pabbi
Þu verður eeenga stund a dönskunni með þessu áframhaldi beip;) og í sambandi við vinnuna, ég kannst við þetta úr gömlu góður tímunum í Búsó! þetta kemur á nótæm:D
Líst vel á litinn á veggnum! baara flott:D
kossar og knúsar - Andrea Indiafari
Íbúðin ykkar er bara öll að koma til ;) geggjaðir veggirnir tveir :)
það er gott að heyra að allt gengur svona vel hjá ykkur :) miss you sæta :*
Þetta er ekkert smá flott hjá ykkur, þið eruð alveg dottin í fullorðinspakkann og ég er enn að átta mig á því að þú ert ekki 14 ára ennþá (ein frekar sein í þessu;)
Hlakka til að fylgjast með ykkur. Danskan dettur inn fljótlega, þetta tekur á í byrjun og er krefjandi....en svo verður þetta BARA gaman.
knúúúús,
Anna Gunna
Skrifa ummæli