fimmtudagur, 30. október 2008

Hjólatúr Sögu :)


Pakkinn frá bestu sem beið Hansa þegar hann kom heim í gær:)

Dýrindis dagur í dag
Það versta við að vera í fríi þó er að ég fæ ekkert að sofa út =/ Ekkert frekar en venjulega bara..
En það er aðallega útaf því Hansi þarf að vakna svo snemma.. og ég vakna auðvitað við ALLT.. þannig ég þarf víst að sætta mig bara við kúr á morgnanna :)
En í dag er semsagt annar dagurinn minn í röð í fríi.. og svo hefst vinnuhelgi dauðans! Get reyndar ekki sagt dauðans þar sem ég vinn bara 5 tíma á dag.. en það er samt dauðans fyrir mig :D
Er að vinna á föstudaginn frá 9-15:00, laugardaginn frá 11-16:00 og sunnudaginn frá 11-16:00.. bjakk! Hefði aldrei átt að segja já við helgar vinnu.. vil hafa helgarnar heilagar :/!

En jæja.. í gær var ég bara eitthvað að snúllast.. er byrjuð að gera mína eigin matreiðslubók! Hún er voðalega krúttuleg.. svo föndur dúll líka í henni og svona :) Ætla einmitt að snúa mér að henni aftur :) Okkur Hansa var boðið til Dagbjartar í gær í spilakvöld :) Snædís er í Köben svo Dagbjörtu krútt hefur ábyggilega leiðst alveghroðalega :) hehe.. Ég, Hansi, Villi, Jói og Dagbjört vorum semsagt öll heima hjá Dagbjörtu í gær og spiluðum danskt geðveikt skemmtilegt spil sem heitir Partners.. spá í að fjárfesta í einu svoleiðis við tækifæri :) Það var allaveganna mikið hlegið og öskrað.. og meðal annars helt vatni!? (Villi á Dagbjörtu) ... og svo kom svona svipur á hann eftir á.. ''Úps, ég hélt að vatnið væri búið" :/ hahah.. það var mjög fyndið :)

Komum heim eitthvað að vera hálf 12 minnir mig.. og fórum svo bara fljótlega eftir það upp í rúm. Við erum komin með mjög fyndna rútínu áður en við förum að sofa.. Hansi fer alltaf í einn fótbolta leik í PSP og ég spila alltaf svona 10 leiki af kapal í símanum hans Hansa.. (10.. af því ég vinn aldrei) ;/
Í morgun fór ég upp í banka og lét leggja pening inn á einhvern strák í skólanum hans Hansa.. útaf þessari blessuðu Hollandsferð sem hann er að fara í.. 19. nóvember fer hann.. svo ég ferð alooooooonee í nokkra daga :/ Vonum bara að ég verði ógéðslega hrædd og fari að gráta og eitthvað! Neii grín.. :) ég verð ekkert hrædd!
Eftir bankaferðina mína.. ákvað ég að taka smá hjólatúr.. já ég ákvað að taka stefnuna í öfuga átt .. semsagt, ekki fara til vinstri til Risskov heldur fara til hægri.. í áttina að Odder. Það gekk bara svona eins og í sögu .. til að byrja með! Það er bara verð ég að segja.. ótrúlega gaman að hjóla svona á götunni :) haha mér líður bara eins og ég sé að keyra bíl! Sérstaklega þar sem ég hef réttinn og allt! Þannig að bílarnir þurfa að stoppa fyrir MÉR :) snilldd..
Allaveganna.. ég hjólaði alveg í ágætan tíma.. fann meðal annars TÍVOLÍIÐ hér í Århus, Það heitir Tivoli Friheden og er bara svo innilega ekki langt í burtu héðan :) væri algjör snilld að eyða smá peningum í það einhverntímann :) Getum bara cyklað þangað!

Allaveganna.. ferðin gekk bara svona ágætlega í byrjun.. en svo þegar ég var búin að hjóla örlítið inn í hverfið og svona.. þá var ég bara orðin týnd! Án gríns.. ég kannaðist ekkert við mig.. og vissi ekkert í hvaða átt ég átti að fara.. var svona.. nææææstum því farin að skæla.. þangað til ég ákvað að hjóla bara áfram í sömuátt.. niðrímótið! Þá fann ég alltíeinu skilti sem stóð á centum city.. og ég bara vúhú!! :) Elti það og þá var ég komin heim áður en ég vissi af.. :) Snilld!

Hansi er bara eitthvað snúllast í skólanum núna, ég er að spjalla við Svövu Marín mína á skype.. og hún var einmitt að segja mér að þau væru að fara til Svíþjóðar á morgun.. pirrrandi að geta ekki hitt hana!! sjitt.. Svo er planið hjá þeim að koma.. í apríl, eða allaveganna Svövu.. getur verið að Davíð fari eitthvað fyrr :) Jæja, ég vona bara að þau standi við orð sín og komi hingað ;) Væri algjör snilld að hafa þau hér!
Núna er ég að spá í að henda inn nokkrum myndum út hjólatúrnum mínum og svo fara að dúlla mér í matreiðslubókinni ;*


Tívolíið :) virðist svona semí spennandi!

Þetta er Lúkasarkirkja!

Mynd tekin á meðan ég var að hjóla!

Þessi líka, sjáið hvað tréiin eru flott á litinn;*

Hafið það gott;*
Shaggy!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ánægð með þig Saga.. Orðin svo dugleg að blogga ;) En þú ert svo mikill dúllari, búa til þína eigin matreiðslubók - Þú verður að fara kenna mér þolinmæðina í þetta ;)
En njóttu þess að vera í fríi, reyndu að sofa út :D
Haltu áfram að blogga svona oft!
Heurymst snúllan mín...
Dóra Sif*

Nafnlaus sagði...

Biddu vóóó tókstu myndir á meðan þú varst að hjóla eða hehe :P

Þú ert náttúrulega algjör föndurkelling .. sé þig alveg fyrir mér dúlla þér við þessa matreiðslubók.. getur kannski skellt í eina fyrir mig svo ég fari nú einhvern tímann að elda hehe :)

Ánægð með þig hvað þú ert dugleg að blogga stelpa :) Svo gaman að lesa :)

En helgarvinna er ekkert spennandi.. geturu rétt ýmindað þér hvað það er leiðinlegt hjá mér að vera að vinna ALLA laugardaga.. það er glatað !! :/

En góða helgi.. hugsa alltaf til þín.. hvað ætli Saga sé að bralla núna í Danmörku :P
Knús á þig sæta mín ;*

Nafnlaus sagði...

Djöfull ert þú orðin eitthvað góð að hjóla Saga mín, þá getum við nú tekið almennilegan hjólatúr næsta sumar hehe.. lengri heldur en seinast ;)

En ohh mig vantar svo eitthvað til að föndra, er að missa mig í vinnunni í föndrinu, sakna þess geðveikt að hafa dagbók :S:P

Hlakka til að sjá þig sæda..:*

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú alveg ótrúleg föndurkona og dúllari....ég öfunda þig ekkert smá fyrir flinkheitin....
elsku Saga mín það er yndislegt að lesa bloggið þitt....haltu áfram að vera langbest og yndislegust...
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

Hæ krúttamús!

það var gott að fá smá stuðning frá þér í dag út af kennaranum mínum.. Það er svo erfitt að fá svona í hausinn á sér þegar maður er að vanda sig :)

Ég kem sem fyrst!
love you;*

Svava Marín

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan
Við feðgarnir erum að dúlla okkur í tölvunum og Stebbi er að láta mig hlusta á Rottweiler lög á youtube :-( og svo syngur hann með. Annars er bara legið í leti, hey Óskar var að koma inn um dyrnar, ætla að fara að tala við hann. Erum að fara í matarboð í kvöld til Örnu og Magga. Biðjum að heilsa,

Elskum þig
Stebbi og Stebbi