þriðjudagur, 28. október 2008

frí í vinnunni á morgun og hinn! :)

Váá.. mikið er ég fegin að allir sem ég hélt að væru hættir að commenta eru ekki hættir að commenta :) Sniðugt hjá ykkur samt að hefna ykkkar á mér.. já! finnst það dáldið sniðugt;)
En ég veit að klukkan er snemma morguns.. hún er hva, rétt yfir 10 á íslenskum tíma og rétt yfir 11 hjá mér.. Ég á að mæta í vinnuna kl:12 og er búin að hafa mig til og borða og svona.. vissi eiginlega ekkert hvað ég ætti að gera við tímann þangað til.. svo ég ákvað að bloggga bara aðeins :)
Í gær þegar ég var að labba heim úr vinnunni rann ég næstum því á rassinn.. þetta er soldið skrítið.. veðrið hér í Danmörku er eiginlega bara ekkert öðruvísi en veðrið heima á Íslandi. Það var frost á götunum í gær.. og í dag er glampandi sól og örlítill vindur (sé þetta bara útum gluggann hjá mér) Nánast öll tré hérna í miðbænum eru orðin nakinn.. nema tréð fyrir utan gluggann hjá mér! :D Svo mér finnst alltaf vera sól og sumar þegar ég lít út um gluggann!
Við Hansi gerðum æfingar hérna í gærkvöldi.. eftir að við vorum búin að búa okkur til hamborgara og svona gotterí :)
Allskonar týpur af magaæfingum.. bakæfingar og ég er pínd í að gera armbeygjur !! En ég geri bara svona stelpuarmbeygjur.. ég prófaði eina venjulega ! og það var það eina sem ég gat.. EIN! gvuð minn góður.. hendurnar mínar eru alveg núll sterkar..
Ég er kannski bara alveg núll sterk :) haha.. Hansi hefur nefnilega nokkrum sinnum svona ýtt aðeins við mér þegar við erum eitthvað að fíflast og þá annaðhvort hendist ég í jörðina eða í næsta vegg.. jáá.. það er soldið gaman að þessu.. sjá hvað ég flýg langt :D

En í dag verð ég að vinna frá 12:00-17:00, spá í að taka mér bara enga pásu í dag.. það er hvort er ekkert til að borða hérna heima nema appelsína! Þurfum greinilega að fara að versla í dag:) Mamma mín sæta lét millifæra alla okkar peninga yfir á danska reikninginn okkar í gær. Þannig eftir nokkra daga verðum við farin að hugsa í dönskum krónum. Ég held samt að þetta eigi aldrei eftir að breytast.. í hvert skipti sem við tökum upp vöru eða eitthvað.. þá margföldum við alltaf með 20, eitthvað til að sjá hvað þetta mundi kosta í íslenskum krónum.. og í flestum tilvikum skilum við vörunni.... af því hún er oof dýr!
Arrgg.. þetta er alveg mega pirrandi!
Bráðum fæ ég þó útborgað :) óhójáá.. og miðað við launin mín.. ættum við að geta borgað leiguna okkar, lagt pening til hliðar, keypt vel í matinn nokkrum sinnum og lifað ágætlega vel bara ;) Það verður gott að fá loksins laun :)

Ég sendi ömmu og afa á slettó sms í gær og lét þau vita af mér :) bara svona að ég væri ennþá lifandi og svona :) og þá fékk ég svoo sætt sms til baka frá ömmu minni;*
: Gott að heyra ástin mín, þú ert yndisleg eins og alltaf, amma og afi eru stolt af þér.. kysstu Hansa frá okkur.. guð geymi þig.. love amma :)
Alltaf svo yndisleg þau tvö :) sakna þeirra mikið.. en mikið ofboðslega verður gaman að hafa þau hjá okkur á aðfangadag.. ekki nóg með það að ég sé að koma heim á jólunum.. heldur þá fæ ég að hafa ömmu mína og afa minn hjá mér líka :D it is awesome!!

Jæja.. nú fer að líða að því að ég þurfi að pilla mér útum hurðina :) Hansi duglegi fór í skólann kl:9 í morgun! Ég skil ekki hvernig hann getur skriðið á fætur kl:8 á morgnanna.. þegar ég ligg eins og skata í rúminu steinsofandi á meðan..
Alltaf þegar ég þarf að vakna á undan honum... þá geeet ég það ekki! Ég þoli ekki að sjá að hann fái að sofa lengur en ég og ég þurfi að fara á fætur ! Ég dáist mikið að honum fyrir að geta þetta :) En svona að lokum.. þá langar mig að senda knús til allra heima á Íslandi;* Allar frænkur mínar sem lesa bloggið mitt;** sakna ykkar alveg mútchó :) og svo langar mig að óska Helenu minni til hamingju með tvítugs afmælis :) ég er búin að gera reyndar afmælisblogg fyrir hana á wanted.bloggar.is :) það ætti að duga! Til hamingju með daginn sæta :)

Off to work... Shaggy;*

p.s kannski tókuð eftir því að síðan er ekki lengur bara mín ;) hún er mín og hansa núna! :)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pabbi mættur á svæðið....
Gaman að lesa bloggið í dag. Gaman að heyra hvað þú talar vel um ömmu þína og afa. Maður finnur alltaf hvað sínu nánustu skipta miklu máli þegar maður setur land undir fót og flytur til udlandet. Þegar ég og mamma þín og þú að sjálfsögðu fluttum út til Mobile, Alabama, var ekkert e-mail, enginn GSM og aðeins hægt að tala saman í GSMS(gamall sími með snúru) eða í faxi. Fax sendingar komu oftast um miðjar nætur út af tímamismun og allir vöknuðu þegar það fór af stað. Fyrir vikið urðu samskipti ekki eins mikil og er í dag. En batnandi heimi er best að lifa og það er eins og þið hafið aldrei farið og séuð bara í næsta bæ, nennið bara ekki að keyra yfir :-)
Annars allt gott þó þjóðfélagið sé næstum því stopp. Bið að heilsa Hansa.

Love you,
Pabbi

Nafnlaus sagði...

nú commentar maður bara strax :) því þú ert svo dugleg núna.. .. sko þarna sérðu að ég er búin að fara 2 inn á síðuna þína (og hansa) hann skrifar svo mikið, held þú verðir að biðja hann um að hætta þessu, hahahaha. . . en þið eigið fullt af fólki sem að elskar ykkur til kína og tilbaka
luv
bryn frænkz

Nafnlaus sagði...

Pabbi:
Allt of duglegur að kíkja og commenta :) ótrúlega ánægð með þig ;* En já ég veit.. það er kannski öðruvísi fyrir ykkur þó.. þar sem ég er svo mikil fjölskyldu manneskja sjálf! Eins og þið foreldrar mínir best vitið þurftuð þið oft að henda mér útúr húsinu bara til að fara og gera eitthvað annað en að hanga í kringum ykkur :) Þannig ég finn þetta kannski aðeins meira þá en þið ;) Og þetta með í ''gamla'' daga.. þegar þið voruð úti.. sjittt.. ég er ekki viss um að ég myndi meika það :D Nú er þetta orðið svo háþróað að ég skype-a bara á ykkur ef ég sakna ykkar :)
Lovjú;*

Brynja:
Ánægð með þig frænka.. já ég er að reyna að vera dugleg... ég er svo í fríi í vinnunni á morgun og hinn.. svo kannski kem ég með eitthvað krassandi aftur.. (ef eitthvað krassandi gerist) hehe :) En þetta með Hansa og að blogga.. veistu, ég held þetta sé orðið of mikið.. ég verð að tala við hann um þetta :D
Lovjú;*

Nafnlaus sagði...

heyrðu saga það er líka fullt af frændum sem lesa kommentin þín!
ég hélt ég væri part of the team, en ég verð greinilega að sætta mig við að vera ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.
alltaf gaman að lesa bloggin þín, ég og eygló erum ávallt í startholunum ef að ný blogg eru dottin inn líkt og nú;)
bið að heilsa hansa

þú verður alltaf sú litla samt
löv,
örn rúnar

Anna sagði...

Hellu, hellu :)
Ég held að við eigum bestu fjölskyldu í heimi...við erum ekkert smá dugleg að kíkja á bloggið og skrifa:) Gott að heyra alltaf reglulega í þér Saga sæta.
Ég get því miður ekki sett nýjar myndir af Evu inn strax þar sem tölvan er að fara í eitthvað tékk og kemur á næstu dögum tilbage, þá lofa ég að setja inn myndir.....er með fullt af nýjum myndum inni á myndavélinni:)

Allir biðja að heilsa úr bradybunch family:)

luuuv,
Anna Gunna

Nafnlaus sagði...

Gott að þú tókst til þín það sem ég sagði með að hefna mín þarna í seinasta bloggi :D hehe

Þið eruð nú meiri músurnar að vera að gera æfingar saman :D hehe

Langaði bara að segja þér hvað ég sakna þín ótrúlega mikið og tel næstum niður dagana í það að þú komir heim og ég fái Söguknús !! ;*

laf laf laf !

Nafnlaus sagði...

Örn Rúnar:
Auðvitað veit ég að þú skoðar;) Verður bara að vera duglegur að commenta.. :D er þaggi??
ánægð með ykkur Eygló :) Knús á ykkur.. og hey! ég er svona eiginlega löööngu búin að gera mér grein fyrir að ég verð alltaf þessi litla... :/
Luuuv;*

Anna Gunna:
Ég held ég verði að vera sammála um að við eigum bestu fjölskyldu í heimi :) Þið systkinin eruð allaveganna að standa ykkur! Finnst svo gott að lesa commentin frá ykkur :) Þá finnst mér ég ekki eins langt að heiman og ég er...
En ég bíð þá bara spennt eftir myndunum :) Knústu liðið frá mér :)
Luuuv;*

Já ég tók þetta aðeins inná mig :) hehe.. en ég sakna þín líka músalíngur.. og get ekki beðið eftir að fá að knúsast í öllum þegar ég kem heim.. kem líka heim á jólunum.. það er svona knús season ;)
Laaaf laaaf;**

Nafnlaus sagði...

Enginn knús til Indlands?:/

Verður að fara massa þessa armbeygjur... förum síðan í armbeygjukeppni þegar við komum heim!!

Kv. Andrea Indiafari

Nafnlaus sagði...

Hellu....vá hvað eru margir búnir að lesa bloggið þitt...sammála við erum besta fjölskylda ever það er á hreinu.....líst vel á að þú sért að hreyfa þig aðeins time out á armbeygjur á hnjánum.....
þú ert langbest Saga mín og Hansi kemur þar rétt á eftir
Hafðu það gott í fríinu á morgunn og hinn
Arna parna

Nafnlaus sagði...

Hæ saga sæta, gaman að lesa bloggið... Sorry að ég geri það ekki nógu oft, skal fara breyta því. You are the best you know that;* Hansi fær líka kveðju fra mer !

Loveju