mánudagur, 15. september 2008

prinsessa,íbúð osfrv. :)

!!NÝJAR FRÉTTIR NÝJAR FRÉTTIR!!

Fyrstu fréttirnar eru þær að elsku Anna Gunna frænka mín og Nonni eignuðust litla prinsessu í gær og hún er algjört æðiii!!! :D Mér finnst hundleiðinlegt að geta ekki fengið að knúsa hana og að fyrsta skiptið sem ég mun sjá hana verði um jólin :( þá verður hún 3 mánaða! En það verður bara að hafa það :) Ég byrja bara að hlakka til núna ;) En allaveganna til hamingju með litlu gullfallegu stelpuna ykkar Anna og Nonni;* Love you guys;*

Fréttir númer 2 sem eru búnar að gera daginn minn svo glaðan eru þær að við erum flutt inn í íbúðina okkar :) Fengum hana afhenta klukkan 12 í dag og nánast hlupum beint upp á kollegie :D Þar beið okkar lítil krúttleg íbúð númer 10 á annari hæð :) Við erum semsagt með lítið svefnherbergi, litla sæta stofu .. krúttlegasta eldhús sem ég hef séð og svo lítið sætt baðherbergi :) Ég er búin að vera að dunda mér í allan dag við að raða í fataskápinn okkar og taka upp úr öllum töskunum okkar.. svo fór ég og keypti 2 diska, 2 glös og internetsnúru :D svo núna erum við komin með internetið for good.....
Hansa langaði ekkert til að fara í skólann í dag.. honum langaði bara að stússast í kringum íbúðina :) En hann varð samt að fara því hann þarf að skila verkefni á morgun ;) Vá! ég vissi ekki að það væri svona gaman að eiga íbúð :D haha!!
En í augnablikinu.. eigum við EKKERT ! Eins og ég er.. finnst mér það frekar súrt! ég sit semsagt á gólfinu á meðan ég er í tölvunni.. þurfum að kaupa okkur sófa, matarborð+stóla o.s.frv. :)

En það er einnig gaman frá því að segja að Kiddi, pabbi hans Hansa átti einnig afmæli í gær;) Til hamingju aftur með það :) Og já! ég er að fara aftur upp í Magasin á miðvikudaginn.. tala við konuna sem er yfir deildinni sem ég mun vinna í :) Síðan er ég líka að fara að ná í kennitöluna mína á miðvikudaginn.. bráðabirgða bara :)
Annars er ekkert mikið meira að frétta! Við ætlum örugglega út að borða í kvöld til að fagna :)
En ég elska ykkur öll og sakna ykkar allra:)
Þeir sem vilja hringja í mig gratis geta fengið sér skype :) Ég er nú þegar búin að plata mömmu og pabba í þennan pakka ;)

KV,
Saga ;*

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina:Þ Þú verður svo að setja inn myndir þegar þið eruð búin að koma ykkur fyrir.

Luv MartaSilfá

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með allt saman!:) Æðislegt að þið hafið það svona gott og æðislegt:):D Ég kíki alltaf á síðuna reglulega svo þú verður að halda áfram að vera dugleg að blogga og henda inn myndum Shaggy:)

-Hrafnhildur Margrét:)

Nafnlaus sagði...

Enn gaman með íbúðina:) loksins eruði komin með íbúð svo ég geti kíkt í heimsókn á ykkur;) En já verð að fara heyra í þér sæta systir:*
Lovejú,gaman að lesa bloggið þitt.

Nafnlaus sagði...

Hææ:)

ég gat sko alveg commentað núna:D
bara nafnlaust

eeeen við hittumst í dag þú manst?

laf laf

Svava Marín

Nafnlaus sagði...

Æi til hamingju með þetta allt saman!! :*
En ég verð stödd í Köben 20. nóv. bara svona að láta þig vita ;)
Sakna þín sæta mús..

Kveðja Dóra :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Saga
Til lukku með nýju íbúðina....alltaf frábært að byrja að búa og kaupa inn...haltu áfram að blogga það er svo gaman að fylgjast með ykkur
Lovjú Arna

Nafnlaus sagði...

til hamingju með íbúðina saga:)
já ég veit, við bræðurnir erum alveg glaate. en þú þekkir okkur víst best þannig að þú ættir innst inni að geta fyrirgefið okkur:)
fylgist spenntur með framgangi máli þarna í århus!

love you frænka
Örn Rúnar