fimmtudagur, 25. september 2008

Pizzuvesen!


Jæja,
Maður hlaut að fara að láta heyra í sér. Sit hérna í makindum mínum að hlusta á íslensk lög, það er ekkert betra en það. Fyrir þá sem vissu það ekki að þá er ég komin með vinnu. Ég verð semsagt ilmvatns dama í Magasin. Eflaust margir sem hugsa núna... VÁ hvað það er ekki Saga! Og það er alveg rétt.. það er engan veginn ég, en ég hlakka samt rosa til að byrja að vinna og koma mér mun betur inn í dönskuna og svona:) Kannski verð ég bara ilmvatns dama það sem eftir er? neiii djók ;) Ég byrja að vinna þann 1.október og verð bara 5 daga í viku, 5 tíma á dag fyrst. Það verður bara gaman :)

Í dag var ógéðslega gott veður. Brjáluð sól og hiti.. Hansi meikaði ekki að vera meira í skólanum svo hann hringdi í mig og tók sér góða pásu með mér í sólinni :) Eftir bæjarröltið okkar fórum við heim og fengum okkur aðeins að borða.. og svo fór Hansi aftur í skólann. Í kvöld ákváðum við að baka okkur pizzu.. hú gekk ekki betur en svo.. að við náum ekki einu sinni að rúlla degið með kökukefli? Hallóó..... hún eldaðist samt vel og bragðaðist mjög vel, svo :) Þetta var hin fínasta pizza.  Við ætlum að reyna að mála um helgina.. ég vandaði mig allaveganna helling í dag og skrifaði HEILT bréf á dönsku til varmemesterns. Og það hljóðaði svona:

Hej Sören
Vi vil gerne få et farvekort
fordi vi skal male vores
lejlighed om weekenden.
Mvh.
Saga og Hans lejl.10, 2 sal.

Jáá.. var svona freeekar sátt með sjálfa mig! Ég veit þetta er nánast það auðveldasta sem hægt er að skrifa.. en hey! ég skrifaði það þó.. og sendi það til hans :)!! Síðustu dagar hafa annars bara verið ágætir. Fórum i fyrradag til Dagbjartar og Snædísar.. þar voru Villi og Jói líka.. horfðum á fyrsta þáttinn í Dagvaktina.. sem allt er btw brjálað yfir á mbl eða vísi, man ekki alveg hvar ég las það:) Ég segi nú bara halló, það eru til íslendingar í útlandinu sem vilja vera inní íslenska áhorfinu ennþá! Játs.. næsta á dagskrá hjá mér.. eða svona já.. á næstunni er að finna einhverja heilsurækt við mitt hæfi. Hef fundið 2 mjög stutt frá.. spurning hvora ég velji, kostar reyndar alveg slatttaa bara af því ég er ekki gamalmenni, nemi eða öryrki ;(
Fjandinn..

Hansi er í skólanum núna:) þannig mér leiddist og ég ákvað að henda inn einu bloggi. Malla mamma hans Hansa og Óli Geir bróðir hans koma til okkar 9. október:) Það verður rosa gott að fá þau.. og knúsa þau:) Verð víst að knúsa mína familíu bara í gegnum tölvuna :( Sé þau ekkert fyrr en um jólin.. En í dag eru þrjár vikur síðan ég kom hingað :) Þetta er svakalega fljótt að líða.. og áður en ég veit af verða komin jól og ég er á leiðinni heim í flugvél, eða það held ég :) hehe!
Jæja.. ætla að láta nokkrar myndir fylgja með.. svo njótið :)

Kollarnir

Borðið,diskamotturnar og kollarnir

Borðið

Hansi að reyna að fletja degið!

Så.. pizzan :)

Littlu dúllukrúttu dúfurnar sem voru að krúttast fyrir utan gluggann minn


Knús,
Shaggy;*


15 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHA... ekkert smá flott bréf hjá þér! Og veerulega girnilega pítsa!! mmm
Hér borðum við bara Indverskan mat. Chapati og kjúklingaréttir í nánast öll mál;)0

PS - Setti link á síðuna þína inn á mína síðu, er það ekki í lagi?

Beeestu kveðjur, Andrea Indiafari

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt....fékk smá hláturkast út af deiginu en hætti um leið og ég sá pizzuna....
Have fun
Arna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna og gangi þér vel :)

Kveðja Dóra Sif.

Nafnlaus sagði...

fannst danskan bara helv. góð hjá þér.. .. amk þúsund sinnum betra en ég hefði getað skrifað :O)
male now med colours, hahaha
kemur skemmtilega á óvart að það voru fjólubláar diskamottur eða þannig.. ..
bið að heilsa pizzudeigaspecialistanum
luv
bryn

Anna sagði...

Pizzan rokkar. Lunnuð í byrjun og flott í lokin:)
Knús til ilmvatnsdömunnar og pizzugerðarmannsins:D

Anna frænka

Nafnlaus sagði...

Brynja: HAHAH! ég vona að þú púllir ekki þessa "dönsku" ef þú kíkir einhverntímann í heimsókn :D
En diskamotturnar.. já! ég þarf ekkert að ræða þær ;)

Nafnlaus sagði...

Hahahahah... Deigið kannski aaaaaðeins of blauttL:D til HAmingju með nýju vinnuna sæta og flott eldhús;)
miss ya:*

Nafnlaus sagði...

Ég pant svona pizzu einn daginn þegar ég kem í heimsókn hehe :)

Luv luv ;*

Nafnlaus sagði...

Haha ég elska alveg að lesa bloggið þitt. Færir mig aftur til fortíðar!! hahah....voða oldie!

danskur vinur minn í árósum spurði mig að fyrra bragði hvort íslenska frænka mín hefði fengið vinnu í ilmvatnsdeildinni í magó. það hafa víst einhverjar íslenskar stelpur verið þar áður. það verður örugglega fínt að vera á jarðhæð, þar hittiru flesta!!

kys og knus
guðrún gyða

Nafnlaus sagði...

Mmm.. mig langar í pizzu núna, ekkert smá girnileg hjá ykkur og geðveikt flott borðið ykkar ;) Til lykke med arbejden :*

Nafnlaus sagði...

Helena:
Deigið var sko ekki aaaðeins of blautt það var BLAUTT!! :) takk fyrir það annars og miss you 2;*

Anna Þrúður:
Ekki málið.. þú mátt svona á hverjum degi.. haha :D

Guðrún Gyða:
Í alvöru :)? Vá en fyndið.. já ég veit sko að það eru 2 íslenskar að vinna þar núna.. reyndar örlítið mikið betri en ég í dönsku.. en ég meina.. það kemur allt með tímanum.. ég er allaveganna farin að panta allan mat og svona alltaf á dönsku :D Þetta er allt að koma!!
En jáá.. mér líst annars bara vel á þetta.. vera á jarðhæðinni líka þá sér maður alltaf út og svona! Finnst maður ekki eins innilokaður ;) hehe
En gaman að heyra að þú ert að lesa bloggið;* Alltaf gaman að eiga svona marga að ;* knúúss

Sólveig:
Takk Sólveig mín fyrir það.. hlakka ekkert smá til að byrja.. og svo erum við voðalega ánægð með borðið okkar;*

Nafnlaus sagði...

hæ ástin
sakna þín.. gaman að sjá hvað þú ert glöð og ánægð í DK-inu:)

hlakka til að knúsa þig á jólunum..

sjöbba og saga

Nafnlaus sagði...

Hej med jer :)

Er það ekki á morgun Saga mín sem fyrsti vinnudagur þinn er í Danveldi? Ef svo er þá segi ég: pøj pøj(gangi þér vel). Kysstu brósa frá mér!!

Bestu kveðjur; Lísa María

Nafnlaus sagði...

Jæja er ekki kominn tími á nýtt blogg Shaggy :D

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími á nýtt blogg Saga mín ;)

Dóra Sif*