Glerbyggingin straight ahead er verðandi vinnan mín :)
Hæ allir aftur:)
Nú undrist þið eflaust yfir því afhverju ég get skrifað íslenska stafi.. jahá.. ég skal nefnilega segja ykkur það! Ástæðan fyrir því er að ég er niðri í Arkitektaskóla með Hansa :)
Ekki séns að ég nennti að vera ein uppí shitty shit -in þriðja kvöldið í röð! Óóneii..
Hei já! ég fór í atvinnuviðtal í dag! Talaði bara fína dönsku og svona.. töluðum alveg helminginn af viðtalinu bara á dönsku en svo vorum við komin yfir í ensku og dönsku :) það var samt bara fínt.. ég fékk að vita það að ég fæ mjög líklega vinnu í bolig deildinni... þar sem rúmteppi, rúmföt, handklæði koddar og púðar og svoleiðis er :) Bara frekar sátt með það.
Svolítið gaman að segja frá því samt.. að við Hansi fórum áðan á kebab stað sem heitir eitthvað.. sem ég man ekki í augnablikinu.. allaveganna.. við pöntuðum okkur semsagt 2 kyllingkebab! Alltílæg.. þegar við vorum búin að bíða eftir þessum blessuðu keböbum í hálftíma.. vorum við ekki par sátt... þegar við fengum svo loksins mat.. þááá var þetta ekki maturinn sem við höfðum pantað.. neiii þá var þetta eitthvað helvítis cousou kebab?! Og Hansi reyndi alveg í svona semí róglyndi að útskýra fyrir manninum að við hefðum ekki pantað cousou kebab heldur kylling kebab.. þá bara brjálaðist maðurinn og blaðrari eitthvað bull út í loftið! Sagði okkur að borga halv tre(d) ? s krónur í viðbót.. það endaði bara á því að Hansi var farinn að rífast á dönsku... vissi ekki að hann kynni það einu sinni :D Hann reifst allaveganna nóg.. það endaði með því að við fengum svo kyllingkebab eftir 5 mínútur!! Og við biðum í anskotans 40 mínútur eftir einhverju sem við pöntuðum ekki einu sinni! Váá.. það sauð úr okkur báðum :) Sögðum bæði að hingað kæmum við ekki aftur.. svo borðuðum við matinn okkar og ekki var rætt um þetta atvik meir ;)
Heyrði í mömmu og pabba í dag :) Pabbi sagði mér að allt dótið okkar frá Íslandi væri komið niður í Jónar Transport.. og við fáum það eftir svona 2 vikur sirka. Bara frekar ánægð með það ;) Pabbi kallinn kann þetta! Mamma sagði mér svo að það væri komin ný borðplata á eyjuna heima.. og að hún væri GEÐVEIK! ohh.. mig langar svo mikið að sjá það, nú geta þau loksins borðað við eyjuna!
Ég komst á smá breaking point í dag.. æjáá.. var búin að vera eitthvað vooðalega einmanna þar sem Hansi þarf auðvitað að vera að læra allaf svo mikið! Og ég að hanga ein á þessu ógéðis móteli.. eða holræsi ef ég má kalla það það!! En Hans Orri þurfti nú ekki að gera mikið meira en að knúsa mig smá til að koma mér í rétt horf aftur :)
Núna sit ég semsagt hér.. og horfi á Hansa með öðru auga.. :) Maður verður nú að fylgjast með stráknum.. sjá hvað hann er duglegur :)
Við fórum til Þóru áðan með nánast allar töskurnar okkar! Þar sem við erum að fara til Sölva upp í Brabrand á morgun hringdum við í Þóru og spurðum hvort það væri ekki í lagi að fá að geyma töskurnar okkar hjá henni :) AUÐVITAÐ var það ekkert mál! Váá mér líkar strax vel við hana :) Þóra býr semsagt á Rosensgade 18c og við erum í a :) Svo býr líka íslensk stelpa fyrir ofan okkur ;)
Það er svolítið skrítið að vera hérna.. sitja við arkitektanema skrifborð! Ef maður lítur svo í kringum sig sér maður bara allt eitthvað svo hrátt.. eða svona frekar tómlegt.. bara skrifborð, stólar og lampar hérna.. og svo bara verkefni hvers og eins á borðunum þeirra. Soldið gaman að þessu samt :) Jæja.. ég ætla að láta þetta gott heita í kvöld.. ég verð hérna víst langt framm eftir nóttu.. :)
Þangað til næst :)
Saga.. og smá Hansi (hann situr bara hérna ská á móti mér)
5 ummæli:
Ohh djöfull öfunda ég þig!!! Þetta er allt að ganga svo vel upp hjá ykkur :D en til lykke med arbejden..
Sakna þín sæta:*
Takk sætust;*
Miss you 2 :)
gott að allt sé að smella hjá ykkur saga mín... þetta verður sko ógleymanlegur tími:)
hafið það gott
kv birna(neðstaland)
hæhæ og til hamingju með nýju vinnuna:D
hvernig líkar hansa annars skólinn:D?
maður er bara strax farinn að sakna ykkar og hlakka til að koma í heimsókn sem verður vonandi í október:)
en gangi ykkur annars vel með flutninginn:)
kveðja héðan
óli geir:D
ég veit KLÁRLEGa hvar þú vinnur sæta mín svo núna get ég poppað upp any time í DK:D
Skrifa ummæli