sunnudagur, 9. mars 2008

Já, afmælisdagur pabba!




Góðan daginn, góðir hálsar!
Í morgun vaknaði ég eitthvað um 11. Eitthvað yfir 12 var ég svo komin heim til mín til að óska pabba mínum innilega til hamingju með afmælið:) Hahha kallinn orðinn 41 árs! Úff..
Við vorum að gefa honum afmælisgjöf rétt í þessu:) Ég keypti í gær í smáralindinni, handa honum peysu utan yfir skyrtu og svona hálsklút:)
Mamma og pabbi eru að fara í einhverja fermingarveislu núna! sem betur fer er mér eiginlega ekki boðið;)



Fór í afmæli til Karenar og Viktoríu. Það var smá hangs í byrjun en svo bara svaka gaman:) Sérstalega þegar Arndís mín kom að dansa við mig:):) Svoo gaman að dansa við hana!! Svava lúði sat bara útí horni allan tímann. Eða eiginlega allan tímann:) hehe..
Ég og Hansi erum að fara til Danmerkur þann 31.mars. Verðum bara í 3 daga reyndar.. en það er ágætt! Erum að fara í smá skoðunarferð einn daginn. Skoða konunglega arkitektaskólann sem Hansi er að sækja um í. Það verður gaman að skoða þetta:) Æltum svo að taka einn dag í að versla smá:) Verðum á rosaflottu hóteli, pabbi hans Hansa ætlar að splæsa á okkur aðra nóttina svo við þurfum bara að borga eitthvað smotterí:) Það verður gaman.. það er svaka stór og flott sundlaug á hótelinu og svona:)

Þetta verður voða kózý.. bara við skötuhjúin:) hehe..
Síðan er ég búin að ákveða að halda afmælið mitt þann 12. apríl. Það er semsagt 3 dögum eftir að ég á afmæli sjálf:) Ælta að halda það heima og vera með frían bjór og allan pakkan:) bara svona alveg eins og þeir sem halda afmælin á skemmtistöðum:) híhí..

Jæja.. ég kem til með að senda afmælisboð þegar að því kemur.. en núna er ég að fara með systur minni í lys;) Spá í að láta mig hverfa!..

Knús
Saga Steinsen;*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Saga Steinsen ertu orðin LJÓSABEKKJAMELLA stelpa !! Passaðu þig!

En ohhhh kósý hjá ykkur.. er smá öfundsjúk hehe :)

Jeijjj hlakka til að koma í afmælið þitt :) Alltaf svo gaman :D

Knús á þig! ;*

Nafnlaus sagði...

Já Saga er ljósabekkjarmella bæjarins.. hún getur ekki málað sig lengur af því það er ekki til nógu dökkt púður í búðunum... hahaha joke Saga mín... love ya..
Og til lykke med din far..

-Sólveig