Jaháá.. dagurinn í dag átti greinilega ekki að vera minn dagur! Fyrirfram ákveðið!!
Vaknaði klukkan hálf átta í morgun og brunaði svo upp í skóla klukkan átta. Þegar ég var búin að bíða til 20 mín yfir átta þá grunaði mig að við hefðum fengið frí í tímanum sem ég átti að fara í... tvöfalfur tími btw. Þá varð ég brjáluð þegar ég frétti að það væri frí og blótaði svo bekknum mínum í sand og ösku fyrir að láta mig ekki vita! Síðan á heimleiðinni fattaði ég að þetta var ákveðið í síðustu viku og að ég hefði alveg verið látin vita, ég bara mundi sjálf ekki eftir þessu.
Þegar ég kom heim var Hansi sofandi, ég vakti hann til að hleypa mér inn og fór svo að kúra. Ég mætti síðan aftur í skólan um hálf 11 og fór að standa í því að rukka bekkjarfélaga mína fyrir leikhúsmiðum. Af því þau - ég eru að fara í leikhús á sunnudaginn. Pabbi á afmæli svo ég fer í vikunni á eftir. Þegar skólinn var búinn kom Hansi að ná í mig og við fórum aðeins til Davíðs, þar var Óli að gera það sama og ég.. bíða þangað til við ættum að fara að vinna. Ég fór síðan samferða Óla í vinnuna. Það var fínt í vinnunni og eftir vinnu fattaði ég að ég var ekki með húslykla! Þá hringdi ég í Hans Orra og hann sagðist hafa gleymt þeim inni hja mér, og fór svo að hlæja!! Það þýddi semsagt að ég, Stebbi, Sara og Sjöfn værum læst úti í allt kvöld.. mér fannst það EKKI fyndið. Ég pirraðist mjög fljótt, þar sem ég var einnig alveg að pissa á mig og Stebbi bróðir líka.. og sagði að það væri eins gott fyrir hann að Sara væri heima! Þegar ég kom svo loksins heim.. hringdi ég í Hansa og sagði honum að hann mætti gjörasvovel og koma og ná í mig. Honum fannst þetta ennþá fyndið en kom þó, og Davíð með.. og þeir hlóu enn.. og réttu mér svo lyklana af húsinu mínu. Það fannst mér EKKI fyndið! Ég tók við lyklunum og labbaði inn í hús.
Þetta var semsagt smá útskýring fyrir því að þetta var algjörlega ekki minn dagur í dag! :(
En nú sit ég bara og bíð eftir bílnum mínum... og ætla svo með krakka að kaupa eitthvað að borða handa okkur:) Vonandi á það eftir að ganga betur!
Saga Steinsen!*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli