föstudagur, 29. febrúar 2008

Syg!#%?

Vaknaði við anskotans iðnaðarmenn í morgun. Klukkan níu!! Tvíburarnir eru nýfluttir út og í staðinn kom einhver stórfjölskylda! Greinilegt að allir virkir dagar og allar næstu helgar eigi eftir að einkennast af borhljóðum og broti og bramli. Vá, ég þoli það ekki! hef fengið að heyra það.. nánast non stop í 4 ár heima hjá mér! Allaveganna, ég er ennþá ógéðslega slöpp! Já, þetta er frekar ömurlegt... hringdi uppá heilsugæslustöð áðan og ætlaði að panta tíma hjá lækninum mínum en þá er hann bara ekki við fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku! og ekkert laust í dag... hjá neinum!! Spá í að skella mér þá í staðinn uppá læknavakt, athuga hvort ég fái ekki bara pensilín við þessu ógéði. Í raun má segja að ég er búin að vera með svona hálfgerða lungnabólgu síðan í október. . pælið í því.. daginn áður en ég fór til danmerkur var ég greind með lungnabólgu. Og læknirinn mælti ekki með því að ég mundi fara.. ég ætti bara að slaka á! Það var alveg rétt hjá honum.. mér leið ömurlega úti.


Mig langar að lauma því að.. í öllu þessu volæði að hann Pétur Mikael vinur minn á afmæli í dag. Já, þetta er merkisdagur þar sem strákurinn er hvorki meira né minna en 5 ára. Og tvítugur! pælið í því... ekki leiðinlegt það, tvöfalt afmæli. Það er afmæli hjá honum svo í kvöld.. strákarnir í mat og svo smá partý seinna um kvöldið.. að ég held! Ef ég verð dugleg að halda mér góðri í dag þá vonandi get ég kíkt eitthvað smá í kvöld!:( En allaveganna Pétur minn, til hamingju með daginn:)**



Jæja ég ætla að fara að vekja Hansa og fá mér eitthvað að borða!!
Knúúss..


Saga Steinsen

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hræðilegt að heyra að þú ert búin að vera svona veik sæta mín:* En alveg æðislegt að þú sért byrjuð að blogga aftur, ég verð dugleg að kíkja ;-) Saknjú, knús&kossar!

Nafnlaus sagði...

Hæjj sæta mín.. jeijj byrjuð að blogga aftur djöfull er ég ánægð með þig stelpa ! :) Lifði á því á tímabili að lesa bloggin þín :)

En þú verður að láta þér batna því það verður svooooo gaman uppí bústað á morgun ;)

Love you mús ;**

Nafnlaus sagði...

komin í ruglið aftur:O?
nei segji svona.. heyrðu láttu þér batna, allir veikir!:/, ég, þú og hansi og örugglega fleiri??
en sé þig vonandi fljótlega!:)
óli..

Nafnlaus sagði...

Takk dúllurnar mínar fyrir að commenta;) Tanja mín sakna þín líka sæta;** Og Anna mín.. já! ég ætla að koma.. hehe verð kannski ekki sú hressasta en so be it;)