fimmtudagur, 16. apríl 2009

Danmörk aftur :)

Þá er maður kominn til Danmerkur aftur, með eitt vinsælasta lag Danmerkur þessa stundina blastandi í eyrunum :) Vaknaði í morgun kl:10.. reyndar eitthvað aðeins fyrr þar sem Linus vinur hans Hansa var að reyna að ná í hann. Þeir hittust svo uppí skóla og voru að fara að teikna. Ég fór upp í Magasin í staðinn að athuga hvort ég ætti að vinna í dag, þar sem dagbókin sagði mér að ég ætti að vinna eða vaktaplanið mitt sagði að ég ætti ekki að vinna.
Þannig ég talaði við Miu sætu og hún tilkynnti mér það að ég ætti dejligt fri i dag :) sem var bara frekar dejligt.. ætla í nýuppgerðu ræktina á eftir :) Tékka á aðstöðunni og svona.. það verður bara gaman. Hansi fer á æfingu í kvöld, svo það er dinner for one.. veit ekkert hvað ég fæ mér :) 
~*Kun for mig*~

Já, fríið mitt á Íslandi var yndislegt. Ég var næstum búin að gleyma hvað ég á frábæra og yndislega fjölskyldu.. mamma og pabbi alltaf best;* elska ykkur svo miikið. Systur mínar YNDISLEGAR og auðvitað litla barnið mitt hann bróðir minn sem ég sakna svo ólýsanlega :) Það var ótrúlega erfitt að kveðja þau.. það erfitt að ég fór dáldið mikið að skæla.. langaði ekki að fara :( Svo þegar ég labbaði út.. brotnaði víst hann litli kúturinn minn niður :( grét svo mikið að hann fékk ekka og allan pakkann;* ELSKA YKKUR!

Eins einstaklega vel gefin og ég er.. þá tókst mér samt sem áður að gleyma gsm símanum mínum heima á Íslandi :) haha.. reyndar komst hann með mér hálfa leiðina.. eða útá flugvöll.. en varð svo eftir í bílnum hjá pabba hans Hansa.. Jæja, sådan er det.. ég fæ hann í næstu viku :) hehe.. ég veit.. ég er snillingur!
Þegar við lentum í Kaupmannahöfn tók á móti okkur þetta geggjaða veður.. eða ekki kannski sól.. en hitinn var svakalegur.. svo þegar við vorum svo loksins kominn heim til Árósa fannst mér ég vera á Spáni :) haha.. loftið var svo heitt eitthvað!
Þegar við vorum svo búin að rölta í gegnum allt strikið og komin heim á Rosens þá var tréið sem er beint fyrir utan gluggann okkar í þvílíkum blóma! Og ástardúfurnar á sínum stað :)
Við Hansi vorum nefnilega búin að gera smá díl þegar við fórum til íslands.. veðjuðum um það hvort tréð yrði orðið grænt þegar við kæmum til baka... haha sem það var! :)

Eftir vinnu í gær löbbuðum við strikið og fórum í bruuns mollið, ég sá fullt af fötum sem ég var svona að hugsa um að kaupa.. en af því ég var ekki MEGA spennt fyrir þeim þá hætti ég við .. Versluðum svo í matinn.. og horfðum svo á man united leikinn! Ásamt Davíð, Þobba og þremur öðrum íslendingum sem heita Örn, Jón og Hrannar..

Eftir leikinn fórum við svo bara upp .. og fljótlega uppí rúm. Horfðum á Wild child.. sem var btw. steiktasta mynd sem ég hef séð.. samt var ég næstum því farin að skæla undir lokin :) haha..

Ætlaði að henda inn nokkrum myndum frá því heima.. en Hansi tók myndavélina með sér .. svo ekki var það nú hægt :) en... núna ætla ég að fara að finna leikfimisdótið mitt og fara að hlaupa smá :) kominn tími til.. allt páskaeggið liggur utaná mér.. úff..

Elska ykkur og sakna ykkar;**
Saga

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott að heyra að þið eruð komin á leiðarenda og allt í góðum málum.. .. .. .. asa og bsa biðja kærlega að heilsa
luv
bryn

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að hafa þig hjá okkur Saga mín....þú ert nú alltaf svo yndisleg við systkinin þín þannig að ég er ekkert hissa á því að þau sakni þín...hafið það gott í góða veðrinu..
Lov Arna

Sólveig² sagði...

Hahha fórstu næstum að skæla yfir Wild Child,.. það er svo kjánaleg mynd... en hvenær ætlaru að horfa á Twilight.. ég bíð spennt!! :)

Anna sagði...

Það var frábært að fá þig heim Saga og gaman að fá ykkur í heimsókn systurnar:* Hlakka mikið til að sjá þig aftur sæta frænka.

knúúúúúús,
Anna frænka