miðvikudagur, 25. mars 2009

Veikindadagar...


Jæja.. nú hef ég aldeilis tekið mér frí frá blogginu, það var nú reyndar ekki vilja verk.. en svona er þetta :) Maaargt og mikið hefur reyndar gerst frá því ég bloggaði síðast og ætla ég að reyna að telja það upp hér :)

  • Laugardaginn 14. mars fórum við Hansi í ''innflutningsmat'' til Villa :) Ástæðan fyrir því var í rauninni af því systir hennar Dagbjartar var í heimsókn og hún vildi svo mikið að hún myndi hitta alla.. Villi nýtti bara tækifærið og bauð okkur til sín í leiðinni :) Elduðum fahjitas og borðuðum íslenskt nammi :)
  • Mánudaginn 16. mars átti Viktor frændi minn afmæli, varð 20 ára þessi elska :) Til hamingju enn og aftur.. og pabbi minn byrjaði í nýju vinnunni!!
  • Fimmtudaginn 19. mars var ég í fríi í vinnunni og notaði daginn bara í sólinni í bænum, keypti afmælisgjöf handa Svövu og dúllaði mér svo bara eitthvað :)
  • Á föstudeginum 20. mars átti að vera eitthvað SVAKA plan hjá strákunum.. rosa mikið leyndó og eitthvað bla blabla.. :) Eftir vinnu hjá mér og Svövu.. sem var um 7 leytið fórum við heim til Svövu og Davíðs og þar voru strákarnir búnir að elda fahjitas og voru með kertaljós og svona.. voðalega huggulegir og sætir :) við komumst reyndar að því á laugardeginum að það hefði átt að vera MIKLU meira surprise...
  • Á laugardeginum 21. mars var ég bara að vinna til 15:00, kom heim.. og þar voru Davíð, Hansi og Sölvi bara eitthvað að tjilla og hafa sig til?... afmælið byrjaði ekki fyrr en 20:00 en allaveganna.. Hansi sagði mér að DRÍFA mig í sturtu og DRÍFA mig svo til Svövu... ég varð alveg svona nett pirruð þar sem ég var bara NÝ búin að labba inn úr vinnunni.. var að byrja að verða veik svo mér leið ekki vel og leið ennþá veerrr þegar hann var að ýta svona á  eftir mér.... allaveganna.... ég fékk þau skilaboð að ég ÞYRFTI að vera komin til Svövu kl 16:30 annars væri allt eyðilegt.. og svo löbbuðu þeir út.. GRENJ! ég fór mega pirruð í sturtu..dreif mig eins og ég gat.. fór út í kózýfötum og með blautt hár (geggjað þegar maður er að verða veikur) hjólaði eins hratt og ég gat.. á móti vindi.. þá varð ég ennþá meira pirruð og var næstum því farin að grenja! dramadrottning... JÁ! Þegar ég var svo loksins komin heim til Svövu on time klukkan 16:10 þá var Svava bara í rólegheitunum að blása upp blöðrur... þá róaðist ég niður og fór að blása með henni... svo þegar klukkan var alveg að verða hálf 5.. sagðist Svava þurfa að fara útí búð! ég sagði henni að við gætum það ekkert af því við ÞYRFTUM að vera heima hjá henni kl hálf 5..þá hringdum við í strákana.. og það var í lagi að við hentumst útí búð.. síðan þegar það var búið..fórum við bara aftur heim til hennar og byrjuðum að vaska upp.. síðan heyrðum við í strákunum labba inn.. lítum á þá ( ég var að búast við miklu surprisi ) sá ekkert.. svo við héldum áfram að vaska upp.. þá sagði Davíð alltíeinu.. vá hvað það er mikil steikingarlykt hérna.. og opnaði útí garð til þeirra..við kipptum okkur ekkert upp við það heldur héldum áfram að vaska upp.. síðan eftir smá stund heyrum við svona mjúkt ,, Haaallóó''..við lituð við og svo ÖSKRUÐUM við :) þá voru Óli og Arndís komin til okkar..og ég og Svava hlupum á Arndísi og kreistum hana svo fast..og fórum svo allar að gráta úr gleði :) .. eftir að við vorum búnar að knúsa hana..hlupum við til Óla og knústum hann líka :) Þetta var besta surprise sem ég hef fengið.. vorum enn í sjokki bara daginn eftir liggur við :) Afmælið var rosa skemmtilegt og við skemmtum okkur mjög vel :) var svo gott að hafa þau hjá okkur;* (ætla að koma því að að.. föstudagssurprisið átti að vera Óli og Arndís, þau áttu pantað flug á föstudeginum en það varð 14 tíma seinkunn svo þau komu daginn eftir í staðinn)
  • Sunnudagurinn 22. mars, afmælisdagurinn hennar Svövu Marínar :) dagurinn var bara tekinn rólega ég varð orðin mjög veik en lét mig samt hafa það þar sem þau voru í heimsókn.. röltum aðeins og svona.. allarbúðir náttúrulega lokaðar og svona.. síðan um kvöldið fórum við öll út að borða á Ítalíu :) Ég, Hansi, Svava, Davíð, Arndís, Óli, Sölvi, Þobbi og Soffía! Fengum okkur öll pítsu.. og var hún vooðalega góð :) eftir pízzuna fórum við á mcdonalds og allir fengu sér ís.. og svo fórum við Hansi, Svava, Davíð, Arndís og Óli heim á Rosensgade að spila :)
  • Mánudagurinn 23. mars átti Ingunn mín sætasta afmæli;** til hamingju aftur yndislegust! Dagurinn hefði mátt vera tekinn aðeins fyrr ..en ekkert við því að gera ;) Ég var ennþá alveg drulluveik..með mesta kvef í heimi..og það ennþá meira í augunum! lak og lak úr augunum á mér... :( Við Hansi minn byrjuðum á því að fara uppí Bilka að sækja stólana okkar! og svo fórum við öll niðrí bæ.. strákarnir röltu bara aðallega um á strikinu og stelpurnar kíktu í búðir og svona.. og ég í fararbroddi.. Arndís keypti sér voða fínt dót og Svava Marín líka, fékk greinilega mikinn pening í afmælisgjöf frá foreldrum sínum þar sem hún gat verslað og verslað líka.. og ég gat ekki verslað neitt :(grenj.. maður þarf að vera með mikinn sjálfsaga til að geta það sem ég gat!! stelpurnar keyptu sér geðveika peysu sem mig dreymir um :(... Arndís vildi endilega gefa mér afmælisgjöf frá henni og Óla.. af því mig vantaði skó :) hehe.. svo hún keypti mjög þægilega svarta venjulega strikaskó sem ég var búin að sjá og langaði svo mikið í :) takk aftur dúllurnar mínar;** Eftir verslunarferðirnar fórum við bara heim til Svövu og Davíðs.. strákarnir hentu kjúklingunum inn og svo slökuðum við bara á... fengum okkur semsagt heila 3 kjúklinga og franskar með kokteilsósu :) var voða fínt! Um kvöldið kvöddum við svo Óla og Arndísi sætu.. og fórum heim að sofa :)
  • Þriðjudagurinn 24. mars, Arndís og Óli fóru heim um morguninn.. og ég tók mér frí í vinnunni..settum saman fallegu stólana okkar.. og erum ekkert smá ánægð með þá!! okkur finnst íbúðin verða meiri íbúð núna ;) hehe... fengum okkur pítu að borða og vorum svo komin uppí rúm um 9 minnir mig.. Hansi fór að vinna í tölvunnni aðeins og ég fór bara að horfa á friends :)
  • Miðvikudagurinn 25. mars sem er í dag.. ég tók mér aftur frí í vinnunni..bara svo ég mæti örugglega full frísk á morgun! nenni ekki að þurfa að koma aftur heim og vera veik! 9 dagar í Íslands í dag..og bara 2 dagar eftir af vinnu vikunni .. hehe það er ekki mikið :) svo kemur helgi.. en ég er reyndar að vinna á laugardaginn líka..! Hansi minn kom heim í hádeginu og við bjuggum til heimatilbúið túnfiskasalat.. erum alveg komin með nóg af þessum ógéðslegu salötum sem hægt er að kaupa útí búð... Ég held að Hansi ætli að vera sem mest uppí skóla í kvöld/nótt og reyna bara að klára þetta verkefni sitt.. :) Á morgun er ég svo að vinna frá hálf 2 til 7 og er búin snemma á föstudaginn..sem betur fer :)
Árshátíð Íslenska arkitektanema á laugardaginn minnir mig.. vitum ekki alveg hvort við ætlum..sjáum bara til :) Er að spá í að prjóna síðan í dag jafnvel..og baka pylsuhorn! .. Setti í 5 þvottavélar í gær.. þannig öll fötin okkar eru hrein :) úff... svo þurfum við kannski bara að henda í svona 1-2 áður en við förum svo heim! Jæja..æltað henda inn nokkrum myndum svo þið getið skoðað :)













Vona að þetta sé nóg í bili :) sakna allra voða voða mikið;*
Lovjúú 
Saga;**

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst svolítið fyndið að ég var búin að ákveða þegar Svava var að flytja út að koma svona surprise .. en þar sem ég var atvinnulaus í 3 vikur og bílinn minn alltaf að bila greyið þá kom það í veg fyrir að ég kæmi ! :(
En æjj en gaman að þið skemmtuð ykkur svona vel .. hefði alveg verið til í að kíkja til ykkar ! :)
Þú verður að láta þér batna áður en þú kemur heim.. nenni ekkert að hitta einhverja veika Sögu haha ! DJÓÓÓÓÓÓK !!! :)

Láttu þér batna mús og ég ætla að gera hið sama ! GET EKKI beðið eftir að fá þig heim og knúsa þig elsku músin mín ;*
Verð mætt í Kúrlandið um leeeeiið ! hehe :)

Knús á þig ! ;***

Nafnlaus sagði...

Gott Blogg ;)

Nafnlaus sagði...

ánægð með bloggið story.. .. hélt þú værir búin að gleyma öllum þeim sem eru ekki á facebook :o) - algjört snilldar surprise hjá gæjunum og ég get alveg ímyndað mér að dramaqueen hafi ekki verið sátt með þrýstinginn frá hansa, hahaha.. .. ábyggilega blótað út í eitt í þessum hjólatúr á móti vindi :O)
hlakka til að sjá þig
luv´ya
bryn

Nafnlaus sagði...

Hellu dramaqueen...loksins kom blogg en þá var það líka ritgerð....en Saga telja upp á 10 áður en allt er að verða vitlaust...þú ert svo mikil drami það er ótrúlegt en jafnframt skemmtilegt...hlakka til að sjá þig
Knús Arna

Anna sagði...

hahaha....þegar þú sagðir frá hjólatúrnum á móti vindi þá var ég alveg að hugsa um Emmu mína í sama drama pakkanum. Hún sækir þetta í frænku sína...og smá í mömmu sína;)

Æðislegt að fá þig heim Saga sæta. Við verðum að taka Steinsen hitting þó amma og afi séu úti:):)

knús og góða ferð heim elsku frænka og Hansi:)

Anna Mae Bullock

Nafnlaus sagði...

við náðum ekkert að kveðja þig skvís, krakkarnir voru ekki sáttir við mig þegar ég sagði þeim að þú værir farin til DK aftur :o( - anyways, vertu dugleg að blogga svo maður geti fylgst með.. .. ekki bara facebook, lazybook.. ..
luv
bryn