Jæja, kominn tími á nýtt blogg :)
Síðustu dagar hafa gengið bara ágætlega get ég sagt ykkur, ákvarðanir hafa skorðast niður og vinnan er orðin aðeins skemmtilegri þar sem ég er ekki ein allan daginn lengur heldur er hún Marianna kominn til mín.. og er hún voða skemmtileg 35 ára gömul kona :)
Í dag er sko blessuð blíðan get ég sagt ykkur, var að vinna frá 9:45-15:15 og þegar ég kom út streymdi bara þessi hiti á móti mér :) Þar er samt enn kalt.. en þetta er betra en ekkert!
Svo ég ræði nú enn um námsleiðir.. þá höfum við rannsakað þetta Kaupmannahafnarmál og þetta er núú meiiiira bullið. Ég fékk sent heim Optagelse via kvote, eða ef við orðum þetta betur : ansøgningskema!
Þar stendur allskonar drasl á .. og get ég sagt ykkur það að það er ekki MÖGULEIKI fyrir mig að reyna einu sinni að komast þarna inn.. nema ég hafi eitthvað ábakvið mig sem tengist gull og silfursmíði. haha.. þetta er bara algjört bull :)
Síðan hef ég líka eða höfum við Hansi líka rannsakað námið hans.. og þá .. ef hann myndi vilja flytja sig yfir til Kaupmannahafnar.. þá þyrfti hann að taka prófið eins og allir aðrir.. okei ekki nóg með það .. heldur gæti hann ekki byrjað á öðru ári.. heldur þyrfti hann að byrja aftur á fyrsta ári... sjiiiiitt þetta er svo mikið crap! að þetta kemur ekki einu sinni til greina! :)
Það er lýðháskóli hérna í götunni fyrir aftan þar sem við búum sem heitir Byhøjskolen, það þýðir auðvitað það að það er enginn háskólagráða eða neitt svoleiðis þar..
Sá skóli kostar líka 5000dk frá ágúst til desember.. og finnst mér það freeeeeeeeekar dýrt
en ég ætla samt sem áður að sækja um hann.
Svo hef ég hugsað mikið um Journalistskolen, í fotojournalism þar.. það er sjúúklega erfitt
að komast þar inn.. einungis 8 komast inn hverja önn.. en ég ætla að reyna á það :)
Síðan hef ég verið að velta fyrir mér kennaranum.. en mér finnst bara, ef ég ætla að kenna
heima á Íslandi í framtíðinnni.. að læra þá bara kennarann heima.
Annars þá er ég að hugsa um að sækja í kennaranum hér úti, ætla svo að sækja í honum heima
líka.. og svo auðvitað í Iðnskólanum heima.. í gullsmíði.
Fékk samt bréf frá konu úr Iðnskólanum sem kennir gull og silfurmíðina og sagði hún þetta:
Þú þarft ekki að vera kominn með samning til að komast í skólann en eftir 2 ár þarft þú sjálf að útvega þér meistara - það er alfarið á þinni könnu.
Námið tekur 4 ár þrátt fyrir að þú sért komin með stúdentspróf.
Það er mikil aðsókn í þetta nám - mun fleiri sækja um en komast að. Það er umsækjendum til framdráttar ef þeir hafa undiðbúið sig á einhvern hátt í handverki, hönnun eða listum.
Arrg... finnst þetta alveg smá pirrandi! Það er umsækjendum til framdráttar ef þeir hafa undirbúið sig! : / Finnst ég allaveganna eiga að hafa meiri möguleika en þeir sem eru ekki komnir með stúdentsróf! Sýnir smá metnað ;) Sérstaklega ef þetta er eitthver sem droppaði úr skóla og er svo kominn aftur!
Jæja, hættum að tala um skóla.. og nú skal ég segja ykkur frá svolitlu hrææææææðilegu sem gerðist í síðustu viku!.. Það var nefnilega þannig að það var svona undirfatatískusýning í Magasin. Það komu tvær stelpur til að sýna. Önnur þeirra var alveg greiiinilega flottari og svona undirfatamódel. Rosalega grönn og labbaði rosalega flott á hælum og var voða brún og sæt. Síðan var önnu sem var voða sæt, jájá.. hún var reyndar mjög hvít, kunni ALLSEKKI að labba á hælunum sem hún gékk á og það sást langar leiðir.. og svo var hún með dáldið óheppin maga sem hrisstist allur til og frá meðan hún gékk. Allaveganna.. eftir týskusíninguna kom Maria vinkona mín sem vann einu sinni í Magasin og við fórum eitthvað að spjalla, ég fór að segja henni frá því að hún hefði misst af undirfatasýningu og eitthvað.. og síðan sagði ég .. jáá.. önnur stelpan var voða flott en hinn var með svona smá maga sagði ég og geiflaði mig í leiðinni. Innan 4 mínútna þá kom stelpan aftur til mín.. og sagði við mig ef þú hefur eitthvað vandamál með líkamann á mér þá skaltu bara prófa að gera þetta sjálf!
Æjiiiiii.. og mér leið eins og SKÍT! aumingja stelpan.. heh.. þá hafði semsagt staðið við hliðina á mér.. ungur maður allan tímann meðan ég talaði við Mariu.. og síðan hafði þessi sami ungi maður verið vinur hennar... stelpunnar..
Jájá, svona er það! maður fær algjört spark í rassinn þegar maður ákveður að tala niður til einhvers annars .. sem maður á auðvitað ekki að gera! : /
Þurfti að taka smá pásu á þessu bloggi áðan.. af því Hansi var að koma og við fórum útí búð að versla :) ætlum að hafa kjúklinga tortilla í kvöld.. mm.. og svo horfa á manchester leikinn :) Held í sjálfu sér að það sé ekkert mikið meira að segja frá... er að vonast eftir að heyra góðar fréttir frá pabba í dag.. það er eiginlega það eina bara :)
En þangað til næst! sakna ykkar allra voðalega mikið :) og ekki nema 23 dagar i að við komum heim...
Vá! var líka næstum búin að gleyma.. fáum stólana okkar í næstu viku :) vúbbíí...
Knús og Love;*
Shaggy!
8 ummæli:
Já Saga ....maður fær alltaf allt svona í hausinn aftur...þ.e. þegar maður er eitthvað að gagnrýna;)
Anyways.....ekki hafa áhyggjur. Þú finnur út úr þessu. Mér líst vel á foto dæmið og svo bara hinn skólann líka, hvað sem gerist þá ertu allavega að safna reynslu. Blessuð vertu....ég vissi ekki hvað ég ætlaði að gera fyrr en ég var 29 ára (smá óþroska..hehe). Þá fór ég loksins í nám sem ég fílaði í botn:D
knús í krús,
Anna frænka
Þetta reddast allt ....það er á hreinu,vinkona mín lærði til kennara í Danmörku og var mjög vel undirbúin eftir það nám þannig að það á ekki að vera vandamál....þú ert svo ung ennþá þannig að þú getur ´prófað svo margt....bara láta vaða
Knúskveðjur Arna
Æjhh úps maður verður greinilega að passa sig hvað maður segir og hvar!!
En ef þú pælir í því þá þarftu ekkert að flýta þér í eitthvað nám núna því síðan þegar þú ert búin í námi þá hefuru að minnsta kosti 40 ár til að vinna við það sem þú valdir.. kannski bara fínt að njóta lífsins núna og gera það sem maður vill :)
Hæ elskan,
Takk fyrir afmæliskveðjuna en ég er algerlega ósammála þessum commentum með gamli kallinn. Aldrei verið eins ferskur, spurðu bara Mömmu þína. Annars er ég í skýjunum með helgina þar sem Liverpool burstaði Man United, held að liðið heiti það. Ný vinna byrjar á morgun og ef lífið væri verra væri ég fíll með kvef :-)
Love you
Pabbi
Ég held að úti í DK þá geturu tekið allavega leikskólakennaran og þroskaþjalfa samhliða en það er ekki hægt á íslandi svo það getur verið sniðugt:) veit reyndar ekki með Kennaran sjálfan.
En ég myndi ekkert hafa svaka áhyggjur þó að aðsóknin í gullið sé mikil. það var líka sagt við mig áður en ég sótti um í fataiðn og ég hætti samt í skóla og kom aftur og kann EKKERT að sauma:)
kv. Helena Ýr
Ég er alveg viss um að þetta reddist allt saman Saga mín! Annars ef þú hefur áhuga á ljósmyndun þá fór fyrrverandi kærasti systur minnar í ljósmyndaskólann í Viborg sem er víst mjög góður og ekkert of langt frá Árósum ef ég skil rétt. En hey, þú ert líka svo ung eins og einhver sagði að ofan, hehe, hérna í Svíþjóð finnst fólki ég allavega aaaalltof ung að vera í háskóla, ég á bara að vera að prófa eitthvað nýtt og lifa lífinu. - Þannig að þú gætir líka prófað það :)
Ég vil nýtt blogg :)
Knússss Annie
hættu nú á þessu facebook og komdu með blogg í staðinn, það er miklu skemmtilegra :o)
luv
bryn
Skrifa ummæli